Sjómenn við skyldustörf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. apríl 2015 07:00 Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Það er hollt að muna hver uppruni okkar Íslendinga er. Þjóðin varð til úr hópum fólks sem efndi til eins konar þjóðflutninga burt af meginlandi Evrópu. Orsakir þeirra voru efalítið nokkrar. Alveg áreiðanlega var þeirra á meðal ósk um betra líf en heima fyrir, sér og sínum til handa. Og áreiðanlega ótti um eigið líf og afkomenda í sumum tilvikum. Við stærum okkur oft af því að þessi tiltekna fólksblanda fæddi af sér merkar bókmenntir, sennilega og einmitt af því að þarna runnu saman hópar með ólíka siði og bakgrunn og síðast en ekki síst trúarbrögð; kristnir Keltar og heiðnir norðurbúar sem svo sameinuðust í einum sið. Síðar hafa komið til minni hópar sem hér blönduðust; til dæmis örfá hundruð þýskumælandi menn (karlar en einkum konur) beggja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar sem meðal annars færðu okkur margir hverjir nútíma, klassíska tónlist í bland við íslenska tónlistarmenn, svo það eina dæmi sé nefnt. Þegar nú landsmenn okkar agnúast út í innflytjendur vegna trúarbragða eða siða sem eru aðrir en okkar, eða virka gamaldags, er hollt að minnast hve stutt er síðan við sjálf komum þannig fyrir sjónir meginlandsbúa. Hafa menn ekki séð gamlar ljósmyndir af hnípnum konum með skýluklúta og hendur í skauti skrefi aftan við karlmenn á einhverjum hálfhrörlegum sveitabænum? Við eigum almennt séð að fagna fólki sem vill búa hér og vinna og verðum að skilja að það tekur tvær til þrjár kynslóðir að aðlagast nýju samfélagi sbr. Íslendinga í Vesturheimi. Nú í dag eigum við þó að fagna öðru, þó ekki væri nema í nokkrar vikur: Björgunarafrekum áhafna Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi. Þar hefur hundruðum og þúsundum flóttamanna í sárri neyð verið komið til hjálpar og þeim greidd leið til skárri tilveru en heima fyrir. Fæstir fá að koma hingað vegna rangrar stefnu þar að lútandi. En við getum þá alltént skorað á íslensk stjórnvöld að íhuga breytingar á henni, skorað á þau að gera vel við Landhelgisgæsluna og heiðra sjómennina, og loks skorað á forseta lýðveldisins að dusta rykið af afreksorðum embættisins og sinna þeim embættisskyldum að hitta áhafnir sem þjóna þarna syðra og hrósa mönnum almennilega. Þökk fyrir, þið Týsverjar og aðrir, sem sýnið í verki að mannúð er næg á Íslandi.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun