Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Bjarki Ármannsson skrifar 30. júní 2015 22:36 Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, hefur átt erfiðan dag. Vísir/AP Frestur Grikkja til að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) þá 1,6 milljarða evra sem ríkið fékk í neyðaraðstoð frá sjóðnum rann út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Grikklandi tókst ekki að greiða lánið, né endursemja um skuldina. Grikkland er hér með eina þróaða land heimsins á „vanskilaskrá“ AGS, en fyrir á þeim lista eru Afríkuríkin Súdan, Sómalía og Simbabve. Stjórn AGS tekur ekki svo til orða að Grikkland sé í greiðslufalli en það hefur Jeroen Dijsselbloem, formaður fjármálanefndar evruþjóðanna, hinsvegar gert. Samkvæmt upplýsingum frá AGS hefur gríska ríkið óskað eftir framlenginu á neyðarláninu en Grikkland fær ekki meira fjármagn frá sjóðnum fyrr en það er komið af vanskilaskrá. Mikil óvissa ríkir um framhaldið. Grikkland er fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir í vanskilum gagnvart AGS og ljóst að fjárhagsvandræðum ríkisins er hvergi nærri lokið. Fjármálaráðherrar evruþjóðanna funda aftur á morgun en þeir höfnuðu fyrr í kvöld beiðni Grikklands um framlengingu á neyðarláninu.A history of countries with protracted arrears with the IMF (via http://t.co/dlmNVXX7uJ): pic.twitter.com/ALHgOl6vM3— Alberto Nardelli (@AlbertoNardelli) June 30, 2015 Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30 Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Ýjaði að því að ef tilboð lánadrottna yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá segði hann af sér embætti. 30. júní 2015 07:34 Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frestur Grikkja til að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) þá 1,6 milljarða evra sem ríkið fékk í neyðaraðstoð frá sjóðnum rann út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Grikklandi tókst ekki að greiða lánið, né endursemja um skuldina. Grikkland er hér með eina þróaða land heimsins á „vanskilaskrá“ AGS, en fyrir á þeim lista eru Afríkuríkin Súdan, Sómalía og Simbabve. Stjórn AGS tekur ekki svo til orða að Grikkland sé í greiðslufalli en það hefur Jeroen Dijsselbloem, formaður fjármálanefndar evruþjóðanna, hinsvegar gert. Samkvæmt upplýsingum frá AGS hefur gríska ríkið óskað eftir framlenginu á neyðarláninu en Grikkland fær ekki meira fjármagn frá sjóðnum fyrr en það er komið af vanskilaskrá. Mikil óvissa ríkir um framhaldið. Grikkland er fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir í vanskilum gagnvart AGS og ljóst að fjárhagsvandræðum ríkisins er hvergi nærri lokið. Fjármálaráðherrar evruþjóðanna funda aftur á morgun en þeir höfnuðu fyrr í kvöld beiðni Grikklands um framlengingu á neyðarláninu.A history of countries with protracted arrears with the IMF (via http://t.co/dlmNVXX7uJ): pic.twitter.com/ALHgOl6vM3— Alberto Nardelli (@AlbertoNardelli) June 30, 2015
Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30 Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Ýjaði að því að ef tilboð lánadrottna yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá segði hann af sér embætti. 30. júní 2015 07:34 Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30
Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Ýjaði að því að ef tilboð lánadrottna yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá segði hann af sér embætti. 30. júní 2015 07:34
Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55