Svepprótarbirki gegn lúpínu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Birki með sveppum á rótinni á að vinna með lúpinu að því að bæta jarðveg og plægja jörðina fyrir fleiri tegundir. Fréttablaðið/GVA umhverfismál„Við ætlum okkur stóra hluti á þessu sviði,“ segir Jón Jóel Einarsson hjá fyrirtækinu Rootopia sem er að þróa nýja aðferð við gróðursetningu plantna í krefjandi aðstæðum. Aðferðin byggir á að láta sveppi fylgja rótum plantnanna. Framkvæmdanefnd Norðurþings hefur samþykkt erindi Rootopia um þátttöku sveitarfélagsins í tilraunaverkefni þar sem beita á um 450 birkiplöntum gegn lúpínu á nokkrum stöðum. Plönturnar sem eru um 100 sentímetra háar verða „smitaðar svepprót“ til að bæta fyrir skort á örverum sem er í skóglausu landi. Sækja á um styrk til verkefnisins í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson.Jón Jóel EinarssonAð sögn Jóns hefur ýmsum meðulum verið beitt til að hefta lúpínu, hún sé slegin með orfi, eitrað sé fyrir henni og heitu vatni beitt á hana auk þess sem hún sé plægð upp með stórvirkum vélum. „En þetta er ekki endilega slagur við lúpíuna heldur er ætlunin að láta þetta vinna saman og láta náttúruna sjá um sig sjálfa. Svo vex birkið upp úr og lúpínan hopar þá í kjölfarið og annar gróður kemur inn,“ útskýrir Jón og bendir á að sömu aðferð megi nota gegn hinum ágenga skógarkerfli. Jón segir Rootopia, sem þar til nýlega hét Grænn gróði, hafa staðið fyrir frameldi á skógarplöntum. „Við höfum verið að vinna mjög smátt í þessu í nokkur ár en ætlum okkur að stækka og erum á þeim buxunum núna,“ segir Jón en Rootopia hefur staðið fyrir frameldi á skógarplöntum. „Það sem er kannski áhugaverðast við aðferð okkar er að þessu er plantað út og það þarf ekkert að hugsa um það meira, það er enginn áburður – bara vinnan við að koma þessu niður. Svo er plantan sjálfbær þar á eftir,“ segir Jón. Að sögn Jóns hyggur Rootopia á alþjóðlegt samstarf. „Við erum alveg sannfærðir um að við höfum eitthvað til málanna að leggja,“ segir Jón sem kveður áðurgreinda aðferð geta nýst á öðrum jaðarsvæðum gróðurfarslega séð. Til dæmis í eyðimörkum Afríku og Kína. „Við sjáum fyrir okkur samstarf á milli þessara svæða.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
umhverfismál„Við ætlum okkur stóra hluti á þessu sviði,“ segir Jón Jóel Einarsson hjá fyrirtækinu Rootopia sem er að þróa nýja aðferð við gróðursetningu plantna í krefjandi aðstæðum. Aðferðin byggir á að láta sveppi fylgja rótum plantnanna. Framkvæmdanefnd Norðurþings hefur samþykkt erindi Rootopia um þátttöku sveitarfélagsins í tilraunaverkefni þar sem beita á um 450 birkiplöntum gegn lúpínu á nokkrum stöðum. Plönturnar sem eru um 100 sentímetra háar verða „smitaðar svepprót“ til að bæta fyrir skort á örverum sem er í skóglausu landi. Sækja á um styrk til verkefnisins í Minningarsjóð Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson.Jón Jóel EinarssonAð sögn Jóns hefur ýmsum meðulum verið beitt til að hefta lúpínu, hún sé slegin með orfi, eitrað sé fyrir henni og heitu vatni beitt á hana auk þess sem hún sé plægð upp með stórvirkum vélum. „En þetta er ekki endilega slagur við lúpíuna heldur er ætlunin að láta þetta vinna saman og láta náttúruna sjá um sig sjálfa. Svo vex birkið upp úr og lúpínan hopar þá í kjölfarið og annar gróður kemur inn,“ útskýrir Jón og bendir á að sömu aðferð megi nota gegn hinum ágenga skógarkerfli. Jón segir Rootopia, sem þar til nýlega hét Grænn gróði, hafa staðið fyrir frameldi á skógarplöntum. „Við höfum verið að vinna mjög smátt í þessu í nokkur ár en ætlum okkur að stækka og erum á þeim buxunum núna,“ segir Jón en Rootopia hefur staðið fyrir frameldi á skógarplöntum. „Það sem er kannski áhugaverðast við aðferð okkar er að þessu er plantað út og það þarf ekkert að hugsa um það meira, það er enginn áburður – bara vinnan við að koma þessu niður. Svo er plantan sjálfbær þar á eftir,“ segir Jón. Að sögn Jóns hyggur Rootopia á alþjóðlegt samstarf. „Við erum alveg sannfærðir um að við höfum eitthvað til málanna að leggja,“ segir Jón sem kveður áðurgreinda aðferð geta nýst á öðrum jaðarsvæðum gróðurfarslega séð. Til dæmis í eyðimörkum Afríku og Kína. „Við sjáum fyrir okkur samstarf á milli þessara svæða.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira