Ekki rétt haft eftir einum besta vini Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2014 12:15 Michael Schumacher. Vísir/AFP Ummæli Jean Todt um ástand Michael Schumacher fóru eins og eldur um sinu um veraldarvefinn í gær en nú er komið í ljós að erlendu miðlarnir höfðu ekki rétt eftir einum besta vini formúlukappans. Jean Todt átti að hafa sagt að Michael Schumacher gæti lifað venjulegu lífi í framtíðinni en þótt að Schumacher sé vissulega á batavegi þá er ástandið ekki svo gott. Todt sagði að hann vonaðist eftir því að Schumacher gæti lifað venjulegu lífi í framíðinni en Schumi hefur nú verið í einn mánuð heima hjá sér. Sabine Kehm, talsmaður Michael Schumacher, lét ekki hafa neitt eftir sér nema það að það hefði ekki verið rétt haft eftir Jean Todt. Þýsku miðlarnir byrjuðu á því að hafa vitlaust eftir Jean Todt en síðan tóku aðrir erlendir miðlar vitleysuna upp eftir þeim. Vísir treysti virtum miðlum eins og Spiegel, Daily Telegraph, Times og Guardian en allir voru of fljótir á sér. Schumacher hefur verið að jafna sig eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg eftir fall á skíðum í frönsku Ölpunum milli jóla og nýárs. Schumacher var í dái í 189 daga eða frá 29. desember 2013 til 16. júní 2014 en fór af spítalanum 9. september síðastliðinn. Formúla Tengdar fréttir Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00 Góðar fréttir af Michael Schumacher Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til. 7. október 2014 09:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ummæli Jean Todt um ástand Michael Schumacher fóru eins og eldur um sinu um veraldarvefinn í gær en nú er komið í ljós að erlendu miðlarnir höfðu ekki rétt eftir einum besta vini formúlukappans. Jean Todt átti að hafa sagt að Michael Schumacher gæti lifað venjulegu lífi í framtíðinni en þótt að Schumacher sé vissulega á batavegi þá er ástandið ekki svo gott. Todt sagði að hann vonaðist eftir því að Schumacher gæti lifað venjulegu lífi í framíðinni en Schumi hefur nú verið í einn mánuð heima hjá sér. Sabine Kehm, talsmaður Michael Schumacher, lét ekki hafa neitt eftir sér nema það að það hefði ekki verið rétt haft eftir Jean Todt. Þýsku miðlarnir byrjuðu á því að hafa vitlaust eftir Jean Todt en síðan tóku aðrir erlendir miðlar vitleysuna upp eftir þeim. Vísir treysti virtum miðlum eins og Spiegel, Daily Telegraph, Times og Guardian en allir voru of fljótir á sér. Schumacher hefur verið að jafna sig eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg eftir fall á skíðum í frönsku Ölpunum milli jóla og nýárs. Schumacher var í dái í 189 daga eða frá 29. desember 2013 til 16. júní 2014 en fór af spítalanum 9. september síðastliðinn.
Formúla Tengdar fréttir Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00 Góðar fréttir af Michael Schumacher Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til. 7. október 2014 09:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram. 9. september 2014 14:00
Góðar fréttir af Michael Schumacher Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til. 7. október 2014 09:30