Aðför ríkisstjórnar að öryrkjum og eldri borgurum Ólafur Ólafsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Í nýju fjármálafrumvarpi er vegið að lágtekjufólki eins og öryrkjum og eldri borgurum. Nokkur dæmi skulu nefnd hér:1 Eigin kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hér á landi er það hæsta sem þekkist miðað við nágrannalönd (Health at Glance, OECD 2013). Nefna má sérstaklega göngudeildarmeðferð vegna krabbameins og lyfjameðferð með S-merktum lyfjum sem dýru verði eru keypt. Þess skal getið að krabbameinslyf á Norðurlöndum, Bretlandi og allflestum Mið-Evrópulöndum eru yfirleitt ókeypis eða að mestu öll niðurgreidd. Í ofanálag eru lyf hér á landi m.a. í hæsta virðisaukaþrepi, en í flestum Evrópulöndum eru lyfin oftast án virðisaukaskatts eða þá í lægsta virðisaukaskattsþrepi.2 Samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi hækkar virðisaukaskattur á matvæli úr 7% í 12%. Láglaunafólk sem hér um ræðir greiða hlutfallslega meira af ráðstöfunartekjum í matarkaup en aðrir. Þetta eru staðreyndir frá Hagstofu Íslands sem lítt reikningsglöggir aðilar hafa dregið í efa! Fram hefur komið að fjármálaráðuneytið hefur lækkað kostnaðartölur Hagstofunnar um 30% við þessari umræðu (fulltrúi RÚV í okt. 2014). Á móti vonast ríkisstjórnin m.a. til þess að afnám sykursskatts dragi úr verðhækkunum. Er verið að boða óhollustu? Enn fremur er gefið í skyn að láglaunaþegar, m.a. eldri borgarar, muni hefja stórinnkaup á raftækjum s.s. heimilisvélum og flatskjáum!3 Niðurskurður til starfsendurhæfingar og stytting bótatímabils er aðför að m.a. öryrkjum.4 Leiðrétting á ellilífeyrisgreiðslum sem var helsta kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna 2013 virðist gleymd. Ellilaun eiga að taka mið af lægstu launum. Bætur ellilífeyrisþega hækkuðu um 3,5% um áramótin 2014 en lægstu laun um 5%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir svipaðri hækkun 2015 en lægstu laun munu að öllum líkindum hækka um 5%. Því er beinlínis rangt greint frá í grein fjármálaráðherra þann 3 október í Fréttablaðinu þar sem því er haldið fram að hækkun ellilauna sé í takt við kaupmáttaraukninguna.5 Hafinn er undirbúningur að því að auðvelda sjúklingum að leita aðstoðar á erlendum sjúkrahúsum ef biðtímar eftir aðgerðum lengjast um of. Slíkar tillögur hafa oft komið fram en langt er síðan þeim var fleygt út af borðum heilbrigðisyfirvalda. Ástæðan var mun dýrara vistunargjald á erlendum sjúkrahúsum en hér á landi. Mun hagstæðara er að draga úr biðtíma hér á landi eftir aðgerðum. Fyrrnefnd tillaga er því ekki skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í nýju fjármálafrumvarpi er vegið að lágtekjufólki eins og öryrkjum og eldri borgurum. Nokkur dæmi skulu nefnd hér:1 Eigin kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu hér á landi er það hæsta sem þekkist miðað við nágrannalönd (Health at Glance, OECD 2013). Nefna má sérstaklega göngudeildarmeðferð vegna krabbameins og lyfjameðferð með S-merktum lyfjum sem dýru verði eru keypt. Þess skal getið að krabbameinslyf á Norðurlöndum, Bretlandi og allflestum Mið-Evrópulöndum eru yfirleitt ókeypis eða að mestu öll niðurgreidd. Í ofanálag eru lyf hér á landi m.a. í hæsta virðisaukaþrepi, en í flestum Evrópulöndum eru lyfin oftast án virðisaukaskatts eða þá í lægsta virðisaukaskattsþrepi.2 Samkvæmt fyrrnefndu frumvarpi hækkar virðisaukaskattur á matvæli úr 7% í 12%. Láglaunafólk sem hér um ræðir greiða hlutfallslega meira af ráðstöfunartekjum í matarkaup en aðrir. Þetta eru staðreyndir frá Hagstofu Íslands sem lítt reikningsglöggir aðilar hafa dregið í efa! Fram hefur komið að fjármálaráðuneytið hefur lækkað kostnaðartölur Hagstofunnar um 30% við þessari umræðu (fulltrúi RÚV í okt. 2014). Á móti vonast ríkisstjórnin m.a. til þess að afnám sykursskatts dragi úr verðhækkunum. Er verið að boða óhollustu? Enn fremur er gefið í skyn að láglaunaþegar, m.a. eldri borgarar, muni hefja stórinnkaup á raftækjum s.s. heimilisvélum og flatskjáum!3 Niðurskurður til starfsendurhæfingar og stytting bótatímabils er aðför að m.a. öryrkjum.4 Leiðrétting á ellilífeyrisgreiðslum sem var helsta kosningaloforð beggja stjórnarflokkanna 2013 virðist gleymd. Ellilaun eiga að taka mið af lægstu launum. Bætur ellilífeyrisþega hækkuðu um 3,5% um áramótin 2014 en lægstu laun um 5%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir svipaðri hækkun 2015 en lægstu laun munu að öllum líkindum hækka um 5%. Því er beinlínis rangt greint frá í grein fjármálaráðherra þann 3 október í Fréttablaðinu þar sem því er haldið fram að hækkun ellilauna sé í takt við kaupmáttaraukninguna.5 Hafinn er undirbúningur að því að auðvelda sjúklingum að leita aðstoðar á erlendum sjúkrahúsum ef biðtímar eftir aðgerðum lengjast um of. Slíkar tillögur hafa oft komið fram en langt er síðan þeim var fleygt út af borðum heilbrigðisyfirvalda. Ástæðan var mun dýrara vistunargjald á erlendum sjúkrahúsum en hér á landi. Mun hagstæðara er að draga úr biðtíma hér á landi eftir aðgerðum. Fyrrnefnd tillaga er því ekki skynsamleg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar