Bónus og Krónan vilja selja verkjalyf Snærós Sindradóttir skrifar 4. júlí 2014 07:00 Hefðbundin lausasölulyf Áhugi ríkir hjá forstjórum Haga og Kaupáss að taka upp sölu lausasölulyfja í verslunum fyrirtækjanna. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup og Kaupás rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval á Suðurlandi.Finnur Árnason forstjóri Haga. Fréttablaðið/Lárus Karl Ingason „Við höfum verið fylgjandi auknu frelsi með þetta og þá innan þeirra laga og reglna sem væru sett,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Við teljum að þetta væri bæði hagræði fyrir viðskiptavini og myndi leiða til verðlækkunar.“ Starfandi er hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu sem hefur barist fyrir því að auglýsa megi lausasölulyf í sjónvarpi en það er bannað samkvæmt núgildandi lögum. Hópurinn hefur einnig áhuga á að taka upp sölu lausasölulyfja í dagvöruverslunum.Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar. Fréttablaðið/StefánJón Björnsson, forstjóri Kaupáss, segir að reynsla hans af rekstri verslunar í Danmörku hafi sýnt að sala lausasölulyfja í dagvöruverslunum sé hægðarleikur. „Þetta er þjónusta við neytendur. Ég get alveg sagt þér það að þetta er enginn megabisness.“ Kaupás rekur verslanakeðjuna Kjarval á Suðurlandi. Jón segir að þar væri ef til vill mest hagræði fyrir neytendur að hafa aðgang að lyfjum. „Þetta er oft eina verslunin í bænum. Þú værir til dæmis að fara í ferðalag og ert með höfuðverk, sem oft gerist í útilegum, þá væri nú gott að geta farið og keypt paratabs.“ Geir Gunnlaugsson landlæknir Fréttablaðið/GVARannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ákvörðun um breytingu á lyfjalögum liggja hjá stjórnvöldum. „Þetta er alltaf spurning hvaða lyfjapólitísku stefnu stjórnvöld vilja hafa á hverjum tíma. Í sjálfu sér hefur Lyfjastofnun ekki skoðun á því.“ Undir þetta tekur Geir Gunnlaugsson landlæknir. „Þessi mál hafa ekki verið sérstaklega til skoðunar hjá okkur. Þetta er pólitísk ákvörðun. Við svona ákvörðun þarf að skoða kosti og galla og meta það heildrænt hver áhrifin yrðu.“ Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar.Rýmri heimildir í nágrannalöndunumSala lausasölulyfja í dagvöruverslunum er heimil í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við.Sem dæmi má nefna að salan er heimil á öllum Norðurlöndunum að Íslandi undanskildu. Ísland og Finnland eru einu Norðurlöndin sem ekki leyfa netverslun með lausasölulyf og ekki auglýsingar í sjónvarpi.Ísland er eina landið sem ekki leyfir samanburðarauglýsingar á lausasölulyfjum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Áhugi ríkir hjá forstjórum Haga og Kaupáss að taka upp sölu lausasölulyfja í verslunum fyrirtækjanna. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup og Kaupás rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval á Suðurlandi.Finnur Árnason forstjóri Haga. Fréttablaðið/Lárus Karl Ingason „Við höfum verið fylgjandi auknu frelsi með þetta og þá innan þeirra laga og reglna sem væru sett,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Við teljum að þetta væri bæði hagræði fyrir viðskiptavini og myndi leiða til verðlækkunar.“ Starfandi er hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu sem hefur barist fyrir því að auglýsa megi lausasölulyf í sjónvarpi en það er bannað samkvæmt núgildandi lögum. Hópurinn hefur einnig áhuga á að taka upp sölu lausasölulyfja í dagvöruverslunum.Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar. Fréttablaðið/StefánJón Björnsson, forstjóri Kaupáss, segir að reynsla hans af rekstri verslunar í Danmörku hafi sýnt að sala lausasölulyfja í dagvöruverslunum sé hægðarleikur. „Þetta er þjónusta við neytendur. Ég get alveg sagt þér það að þetta er enginn megabisness.“ Kaupás rekur verslanakeðjuna Kjarval á Suðurlandi. Jón segir að þar væri ef til vill mest hagræði fyrir neytendur að hafa aðgang að lyfjum. „Þetta er oft eina verslunin í bænum. Þú værir til dæmis að fara í ferðalag og ert með höfuðverk, sem oft gerist í útilegum, þá væri nú gott að geta farið og keypt paratabs.“ Geir Gunnlaugsson landlæknir Fréttablaðið/GVARannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ákvörðun um breytingu á lyfjalögum liggja hjá stjórnvöldum. „Þetta er alltaf spurning hvaða lyfjapólitísku stefnu stjórnvöld vilja hafa á hverjum tíma. Í sjálfu sér hefur Lyfjastofnun ekki skoðun á því.“ Undir þetta tekur Geir Gunnlaugsson landlæknir. „Þessi mál hafa ekki verið sérstaklega til skoðunar hjá okkur. Þetta er pólitísk ákvörðun. Við svona ákvörðun þarf að skoða kosti og galla og meta það heildrænt hver áhrifin yrðu.“ Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar.Rýmri heimildir í nágrannalöndunumSala lausasölulyfja í dagvöruverslunum er heimil í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við.Sem dæmi má nefna að salan er heimil á öllum Norðurlöndunum að Íslandi undanskildu. Ísland og Finnland eru einu Norðurlöndin sem ekki leyfa netverslun með lausasölulyf og ekki auglýsingar í sjónvarpi.Ísland er eina landið sem ekki leyfir samanburðarauglýsingar á lausasölulyfjum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira