Fagleg deiliskipulagsvinna við Skógafoss Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 5. júní 2014 07:00 Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar