Fagleg deiliskipulagsvinna við Skógafoss Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 5. júní 2014 07:00 Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar