Fagleg deiliskipulagsvinna við Skógafoss Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 5. júní 2014 07:00 Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur tillaga um breytingu á deiliskipulagi á Ytri-Skógum á svæðinu við Skógafoss verið í auglýsingu og kynningu. Í upphafi var kappkostað að ná samstöðu í sveitarstjórn um tillöguna en sú samstaða brást á ögurstundu. Ástæða breytingarinnar er sú að áhugasamir aðilar vilja fjárfesta í uppbyggingu á hóteli og aðrir í uppbyggingu á þjónustusvæði. Það er skylda sveitarstjórnar að sinna þeim sem vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu og það er í raun hvatinn að breytingartillögunni en um leið að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi á þessum fallega stað. Það er deginum ljósara að við verðum að vanda okkur mjög í þessu máli og í deiliskipulagstillögunni eru sett skýr ákvæði um mannvirkin og útlit þeirra. Nú hefur náðst samstaða sveitarstjórnar Rangárþings eystra að eftir að skipulagsnefnd sveitarfélagins hefur fengið í hendur athugasemdir við tillöguna, verði hún og athugasemdirnar sendar óháðum aðila til skoðunar, umfjöllunar og ráðgjafar. Þessir óháðu aðilar eru Rannsóknarmiðstöð í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þegar niðurstöður rannsóknarmiðstöðvarinnar liggja fyrir mun skipulagsnefnd og síðan sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.Stóraukinn ferðamannastraumur Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir að nauðsynlegt er að bregðast við stórauknum ferðamannastraumi við Skógafoss og reyndar víðar í sveitarfélaginu. Vegur, bílastæði og fleira þessu tengt er ekki lengur í takt við tímann og annar ekki þeirri umferð sem fer um svæðið. Ljóst er að ferðamenn sækja í aukna afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum og eðlilegt er að atvinna og eftirtekja skapist af komu þeirra og heimsóknum til sveitarfélagins. Skýrt skal tekið fram að hér er um tillögur að ræða en ekki beinar ákvarðanir og sérstakt athugasemdaferli hefur átt sér stað eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu viðbótarferli minnka líkur á að um óafturkræf „skipulagsslys“ verði að ræða og að fagleg sjónarmið ráði för en ekki tilfinningar eða hagsmunagæsla. Undirritaður hefur borið þessa aðferðafræði undir nokkra virta umhverfissinna sem telja hana til mikillar fyrirmyndar og að ljóst sé að hér sé um mjög fagleg vinnubrögð að ræða. Það skal skýrt tekið fram að sveitarfélagið fer með skipulagsvald við Skóga sem og annars staðar í sveitarfélaginu eins og lög gera ráð fyrir. Hins vegar þegar kemur að því að úthluta lóðum á Skógum er það í valdi héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en ekki sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Alls standa fimm sveitarfélög að héraðsnefndunum. Það er því ljós að umfjöllun um þetta mál er langt frá því að vera lokið.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar