Lífið er of stutt til að vera í felum Marín Manda skrifar 13. júní 2014 09:45 Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Natalie Guðríður Gunnarsdóttir er plötusnúður af lífi og sál. Fjölskyldusaga hennar er óvenjuleg en hún var ættleidd af ömmu sinni og afa. Lífið ræddi við hana um upprunann, eineltið á yngri árum, samkynhneigð og tónlistina sem á hug hennar allan. Natalie fæddist í Chicago í Bandaríkjunum. Aðeins þriggja mánaða gömul var hún send til Íslands með vinafólki móður sinnar í pössun til afa og ömmu, Gunnars og Guðríðar. Heimsóknin varð þó ekki skammvinn eftir allt saman því örlögin gripu í taumana og Natalie átti ekki afturkvæmt til Chicago, nema til að heimsækja foreldra sína sem barn og unglingur. Afi hennar og amma ættleiddu Natalie og gengu henni í foreldra stað. Hún ólst upp í huggulegu húsi í Þingholtunum. „Hvernig líst þér á þetta málverk sem amma mín kom með hingað niður til mín í gær? Ég er ekki viss hvað ég á að gera við það. Amma á það til að koma með ýmsa muni hingað niður til að gleðja mig en ég veit ekki alltaf hvað ég á að gera við þá,“ segir Natalie, og hlær. Hún býr í kjallaraíbúð í húsi ömmu sinnar en í húsinu hefur hún búið allt sitt líf og segir erfitt að yfirgefa æskuslóðirnar þrátt fyrir að hafa oft leitt hugann að því. „Ég ílengdist í þessari íbúð og er hér alltaf þegar ég er á Íslandi. Ég á erfitt með að fara héðan vegna ömmu. Við erum fjölskylda og hún þarf á mér að halda. Ég á kannski ekki venjulega fjölskyldusögu,“ segir Natalie. Vísir/DaníelFaðirinn deyr Natalie á tvær hálfsystur sem ólust upp hjá íslenskri móður hennar í Bandaríkjunum. Einnig á hún uppkomna systur sem bandarískur faðir hennar eignaðist en hann starfaði sem læknir í Chicago. „Pabbi var töluvert eldri en mamma. Hann sendi mér reglulega gjafir og ég hitti hann á sumrin þegar ég heimsótti Chicago. Í einni heimsókninni veiktist hann mikið því hann var nýrnaveikur og lést þegar ég var aðeins 15 ára. Að sjálfsögðu var það sorglegt en ég var mjög þakklát fyrir að hafa kynnst honum og fjölskyldu hans sem var mjög heilsteypt. Samskiptin við mömmu hafa ekki verið sérstaklega mikil þar sem að amma mín var eins og mamma mín alla tíð og afi minn eins og pabbi minn.“Tveggja ára stelpuskott.Hrottalegt einelti „Það vantar brot í mína sögu sem ég veit ekki hvort ég fái nokkurn tímann útskýrð. Ég var lengi vel rosalega leitandi og pirruð að bíða eftir einhverjum svörum um fjölskylduna, en ég er búin að sætta mig við að ég fæ ekki svör við öllum spurningunum. Ég hef aldrei lagt í þá vegferð hvað varðar föðurfjölskyldu mína, kannski legg ég í það einhvern tímann.“ Minningarnar frá því að alast upp í Þingholtunum eru góðar. Borgin var í mikilli uppbyggingu og víða voru BMX-torfærubrautir sem héldu krökkunum í hverfinu uppteknum. „Það var brjálað að gera hjá okkur. Ég var eina stelpan í hverfinu og til að fá að leika sér með strákunum reyndi ég eftir bestu getu að vera minna stelpuleg. Þegar ég fór í Austurbæjarskóla uppgötvaði ég, að ég var alls ekki eins og allir hinir krakkarnir í útliti. Það voru ekki fallegir hlutir sem gerðust. Mér var strítt og hótað og það var ákveðið ofbeldi í gangi allan veturinn. Strákarnir beittu meira líkamlegu ofbeldi,“ segir hún og þagnar skamma stund. „Ég reyndi að segja frá en fólk leit undan og ég fékk þau svör að ekkert væri að. Ég væri bara eins og allir aðrir. Það var ekki fyrr en ég var elt heim einn daginn og þurfti lögreglufylgd heim eftir skólann að fólk uppgötvaði alvarleika málsins. Eftir það var ég látin skipta um skóla, fór í Suðurhlíðaskóla frá 6-9. bekk. Það var æðislegur tími en þar sem ég var að æfa körfubolta með KR ákvað ég að klára 9 og 10. bekk í Hagaskóla.“Rasisminn enn þá til staðar „Eftir tíunda bekk braust út í mér allt það sem ég hafði verið að upplifa varðandi eineltið. Það var allt annar tíðarandi á þessum tíma og við vorum kannski sex krakkar sem vorum blönduð og bjuggum í Reykjavík. Við vissum hvert af öðru en það var alltaf verið að rugla okkur saman. Einn daginn tók kona viðtal við okkur öll. Hún var að skrifa mastersritgerðina sína í Háskólanum um blönduð börn. Þá kom í ljós að upplifun okkar allra var sú sama – að vera blönduð hér á landi í ákveðnum aðstæðum. Ég átti það til að hugsa um hve ég hlakkaði til að verða fullorðin, því þá myndi eineltið hætta þá myndu allir vita hve fáránlegt þetta væri. Rasisminn yrði þá ekki lengur til staðar. Það er því hræðileg þróun sem er í gangi í samfélaginu í dag varðandi innflytjendur og allt þetta umtal í kosningunum, um moskur. Umræðan er á hættulegum stað. Hún er að vísu orðin meiri og fólk er orðið meðvitað um að það getur ekki talað eins og áður því það er ekki pólitísk rétthugsun. Orðræðan er að breytast en að sama skapi er þessi stemning gagnvart útlendingum ekkert betri. Staða mín er svolítið kómísk því ég er alin upp á Íslandi af ömmu minni og afa og öll mín gildi eru mjög íslensk. Við héldum til dæmis ættleiðingarpartí þegar ég var 23 ára og ég bað um brauðtertu í veisluna með íslenska fánanum. En um leið og ég hitti nýtt fólk í samfélaginu þá segir það eitthvað við mig á ensku. Það er mjög erfitt fyrir mig stundum því allt mitt er svo íslenskt og það getur verið mjög sárt að ræskja sig og svara; Nei, ég tala íslensku og þurfa þannig að sanna það. Þannig er sífellt verið að minna mann á að manni er ekki tekið eins og þeim Íslendingi sem maður er.“ Fjölskyldumynd af okkur þremur.Hipphopp bjargaði mér „Í kringum 1993-94 varð hipphopp vinsælt á Íslandi og allir voru að hlusta á rapp. Þessi kúltúr varð mjög vinsæll og ég fann mig í honum. Þar blandaðist ég auðveldlega inn í hópinn og fékk mikinn meðbyr til að geta haldið áfram. Andrúmsloftið gagnvart dökku fólki breyttist mikið og þá varð í lagi að vera ég. Tónlistin hefur alltaf haft líkamleg áhrif á mig. Sú vellíðan sem ég finn fyrir þegar ég heyri gott lag er nóg fyrir mig til að halda áfram að finna næsta lag sem að hefur svona mikil áhrif á mig. Það er aðalástæða þess að ég fór að vinna með tónlist. Sú tónlist sem einna mest hefur mótað mig er 90"s hipphopp og hústónlist. Þetta snýst um að hlusta eftir taktinum en maður þarf að hafa þetta svolítið í sér. Ég var alin upp í mikilli tónlist því afi var tónlistarmaður og ég var þakklát fyrir að fá innblástur frá mörgum stöðum. Þar af leiðandi er ég mjög opin á allar stefnur nema amerískt háskólarokk, það er svo hræðilegt að ég get ekki opnað fyrir það,“ segir hún og brosir.Plötusnúður af lífi og sál „Ég hef alltaf verið að pæla í tónlist og er næm á hljóð. Þegar ég var 18 ára keypti ég mér tvo plötuspilara og mixer. Plötusnúðamennska lá bara næst fyrir og þau kvöld sem að standa upp úr hjá mér eru þegar ég spila tónlist sem enginn þekkir en fólk er samt í geðveiku stuði og dansandi fram í rauðan dauðann. Þá líður mér eins og ég hafi náð til fólks. Ég var komin á fullt að semja en þegar afi veiktist fyrir tveimur árum fór ég bara að hjálpa honum og lagði mitt til hliðar. Nú er ég að vakna til lífsins á ný og er byrjuð að vinna í því aftur og ég er rosa spennt. Ég gerði þó eitt lag með Adda Intro sem er í nýju Nova auglýsingunni. Samstarf okkar hefur gengið mjög vel, en við vorum saman úti í London um daginn þar sem ég var að syngja með honum.“ Natalie er á kafi í ýmsum verkefnum en hún spilar á Secret Solstice í Laugardalnum í lok mánaðarins og stefnir á að fara út í haust að spila. „Ég er með erlendan Dj bókara sem hefur viljað bóka mig yfir allt sumarið úti en ég hef verið milli steins og sleggju því ég vil ekki skilja ömmu eina eftir. Ég hef því ekki getað sinnt þessu 100% út af fjölskylduaðstæðum. Nú eru hins vegar ýmis tækifæri í boði fyrir mig ef ég spila rétt úr spilunum en stór partur af því er að ég fari út. Ísland verður alltaf endastöðin en draumurinn væri að geta spila meira utan landsteinanna. Ég trúi því að hlutirnir gerist þegar þú opnar ákveðnar gáttir og ert tilbúinn að taka því sem kemur.“Natalie er haldin mikilli ævintýraþrá og þegar hún kláraði Kvennaskólann flutti hún um tíma til Frakklands, Spánar, Kaupmannahafnar og Þýskalands. „Mér bauðst að spila heilmikið í Berlín þegar ég bjó þar. Ég var mjög sátt með lífið og var að spila úti um allt ásamt því að skrifa á ensku fyrir þýskt blað. Ég var því engan veginn á leiðinni heim.“ Plönin fóru þó ekki sem skyldi því Natalie þurfti að koma heim til að fara í stóra aðgerð á fæti eftir slys. Hún hafði árið 2009 fallið niður af húsþaki á heimili sínu og handleggs- og fótbrotnað. Í kjölfarið þurfti hún að fara í fimm aðgerðir á fætinum. „Afi veiktist á sama tíma og ég þurfti pakkaði bara öllu mínu saman og flutti heim. Þá skráði ég mig í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og er enn í því námi. Fyrir jól lést afi svo ég ákvað að taka mér árs frí frá náminu til að sinna ömmu betur og tónlistinni. Ég var í raun orðin örlítið þunglynd yfir að vera ekki að gera nógu mikið skapandi og ákvað að gefa tónlistinni meiri tíma og sinna fjölskyldunni sem ég sé alls ekkert eftir. Þau tækifæri sem hafa komið núna hefðu ekki komið hefði einbeitingin verið öll á skólanum.“Samkynhneigð ekki feimnismál „Ég var 23 ára þegar ég ákvað að horfast í augu við þá staðreynd að ég er samkynhneigð. Það vissu það í raun allir á undan mér en ég þrjóskaðist við og var svolítið lengur að viðurkenna það. Ég var í raun löngu komin út úr skápnum en ákvað að takast á við mína samkynhneigð með áfengi. Sjálfsmyndin var brotin og ég var með skrítna sýn á sjálfa mig. Ég náði að flækja þetta fyrir mér lengi en á ákveðnum tímapunkti var þetta óumflýjanlegt. Ég komst að því að þetta væri ekki val og sætti mig við það og ákvað að kalla vini mína á mjög dramatískan fund til að tilkynna þetta. Þeir sögðu; til hamingju að vera búin að uppgötva þetta sjálf, við vissum þetta fyrir löngu,“ segir hún og glottir. „Ég er mjög heppin með vini. Ég var búin að eiga í einhverjum leynisamböndum en nú var engin mótstaða. Ekki heldur með ömmu þrátt fyrir að vera af þessum gamla skóla. Amma hefur alltaf vitað þetta en ég sagði henni þetta þegar ég var byrjuð með stelpu og hún sagði bara að hún vildi að ég yrði hamingjusöm. Í kringum mig hefur því enginn sett sig upp á móti þessu og þá líður mér sjálfri betur með mig að þurfa ekki að vera í neinum feluleik. Með aldrinum næ ég meiri sátt við sjálfa mig og lífið er of stutt til að vera í felum og skammast sín fyrir það hver maður er.“ Talið berst að framtíðinni og barneignum. „Ég hef mjög gaman af börnum. Þegar ég er hætt að vera vandræðaunglingur langar mig að eignast börn. Ég held að allir vilji skapa öryggi og góðan ramma utan um líf barna sinna þar sem þau skortir ekki neitt. Ég sé fyrir mér að þegar ég er komin á þann stað þá er ég tilbúin. Það eru mín markmið áður en ég fer út í barneignir. Vinkonur mínar hafa verið duglegar að eignast börn og það hentar mér mjög vel að vera Natalie frænka, fá að vera vinsælust og dekra þau.“ Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira
Natalie Guðríður Gunnarsdóttir er plötusnúður af lífi og sál. Fjölskyldusaga hennar er óvenjuleg en hún var ættleidd af ömmu sinni og afa. Lífið ræddi við hana um upprunann, eineltið á yngri árum, samkynhneigð og tónlistina sem á hug hennar allan. Natalie fæddist í Chicago í Bandaríkjunum. Aðeins þriggja mánaða gömul var hún send til Íslands með vinafólki móður sinnar í pössun til afa og ömmu, Gunnars og Guðríðar. Heimsóknin varð þó ekki skammvinn eftir allt saman því örlögin gripu í taumana og Natalie átti ekki afturkvæmt til Chicago, nema til að heimsækja foreldra sína sem barn og unglingur. Afi hennar og amma ættleiddu Natalie og gengu henni í foreldra stað. Hún ólst upp í huggulegu húsi í Þingholtunum. „Hvernig líst þér á þetta málverk sem amma mín kom með hingað niður til mín í gær? Ég er ekki viss hvað ég á að gera við það. Amma á það til að koma með ýmsa muni hingað niður til að gleðja mig en ég veit ekki alltaf hvað ég á að gera við þá,“ segir Natalie, og hlær. Hún býr í kjallaraíbúð í húsi ömmu sinnar en í húsinu hefur hún búið allt sitt líf og segir erfitt að yfirgefa æskuslóðirnar þrátt fyrir að hafa oft leitt hugann að því. „Ég ílengdist í þessari íbúð og er hér alltaf þegar ég er á Íslandi. Ég á erfitt með að fara héðan vegna ömmu. Við erum fjölskylda og hún þarf á mér að halda. Ég á kannski ekki venjulega fjölskyldusögu,“ segir Natalie. Vísir/DaníelFaðirinn deyr Natalie á tvær hálfsystur sem ólust upp hjá íslenskri móður hennar í Bandaríkjunum. Einnig á hún uppkomna systur sem bandarískur faðir hennar eignaðist en hann starfaði sem læknir í Chicago. „Pabbi var töluvert eldri en mamma. Hann sendi mér reglulega gjafir og ég hitti hann á sumrin þegar ég heimsótti Chicago. Í einni heimsókninni veiktist hann mikið því hann var nýrnaveikur og lést þegar ég var aðeins 15 ára. Að sjálfsögðu var það sorglegt en ég var mjög þakklát fyrir að hafa kynnst honum og fjölskyldu hans sem var mjög heilsteypt. Samskiptin við mömmu hafa ekki verið sérstaklega mikil þar sem að amma mín var eins og mamma mín alla tíð og afi minn eins og pabbi minn.“Tveggja ára stelpuskott.Hrottalegt einelti „Það vantar brot í mína sögu sem ég veit ekki hvort ég fái nokkurn tímann útskýrð. Ég var lengi vel rosalega leitandi og pirruð að bíða eftir einhverjum svörum um fjölskylduna, en ég er búin að sætta mig við að ég fæ ekki svör við öllum spurningunum. Ég hef aldrei lagt í þá vegferð hvað varðar föðurfjölskyldu mína, kannski legg ég í það einhvern tímann.“ Minningarnar frá því að alast upp í Þingholtunum eru góðar. Borgin var í mikilli uppbyggingu og víða voru BMX-torfærubrautir sem héldu krökkunum í hverfinu uppteknum. „Það var brjálað að gera hjá okkur. Ég var eina stelpan í hverfinu og til að fá að leika sér með strákunum reyndi ég eftir bestu getu að vera minna stelpuleg. Þegar ég fór í Austurbæjarskóla uppgötvaði ég, að ég var alls ekki eins og allir hinir krakkarnir í útliti. Það voru ekki fallegir hlutir sem gerðust. Mér var strítt og hótað og það var ákveðið ofbeldi í gangi allan veturinn. Strákarnir beittu meira líkamlegu ofbeldi,“ segir hún og þagnar skamma stund. „Ég reyndi að segja frá en fólk leit undan og ég fékk þau svör að ekkert væri að. Ég væri bara eins og allir aðrir. Það var ekki fyrr en ég var elt heim einn daginn og þurfti lögreglufylgd heim eftir skólann að fólk uppgötvaði alvarleika málsins. Eftir það var ég látin skipta um skóla, fór í Suðurhlíðaskóla frá 6-9. bekk. Það var æðislegur tími en þar sem ég var að æfa körfubolta með KR ákvað ég að klára 9 og 10. bekk í Hagaskóla.“Rasisminn enn þá til staðar „Eftir tíunda bekk braust út í mér allt það sem ég hafði verið að upplifa varðandi eineltið. Það var allt annar tíðarandi á þessum tíma og við vorum kannski sex krakkar sem vorum blönduð og bjuggum í Reykjavík. Við vissum hvert af öðru en það var alltaf verið að rugla okkur saman. Einn daginn tók kona viðtal við okkur öll. Hún var að skrifa mastersritgerðina sína í Háskólanum um blönduð börn. Þá kom í ljós að upplifun okkar allra var sú sama – að vera blönduð hér á landi í ákveðnum aðstæðum. Ég átti það til að hugsa um hve ég hlakkaði til að verða fullorðin, því þá myndi eineltið hætta þá myndu allir vita hve fáránlegt þetta væri. Rasisminn yrði þá ekki lengur til staðar. Það er því hræðileg þróun sem er í gangi í samfélaginu í dag varðandi innflytjendur og allt þetta umtal í kosningunum, um moskur. Umræðan er á hættulegum stað. Hún er að vísu orðin meiri og fólk er orðið meðvitað um að það getur ekki talað eins og áður því það er ekki pólitísk rétthugsun. Orðræðan er að breytast en að sama skapi er þessi stemning gagnvart útlendingum ekkert betri. Staða mín er svolítið kómísk því ég er alin upp á Íslandi af ömmu minni og afa og öll mín gildi eru mjög íslensk. Við héldum til dæmis ættleiðingarpartí þegar ég var 23 ára og ég bað um brauðtertu í veisluna með íslenska fánanum. En um leið og ég hitti nýtt fólk í samfélaginu þá segir það eitthvað við mig á ensku. Það er mjög erfitt fyrir mig stundum því allt mitt er svo íslenskt og það getur verið mjög sárt að ræskja sig og svara; Nei, ég tala íslensku og þurfa þannig að sanna það. Þannig er sífellt verið að minna mann á að manni er ekki tekið eins og þeim Íslendingi sem maður er.“ Fjölskyldumynd af okkur þremur.Hipphopp bjargaði mér „Í kringum 1993-94 varð hipphopp vinsælt á Íslandi og allir voru að hlusta á rapp. Þessi kúltúr varð mjög vinsæll og ég fann mig í honum. Þar blandaðist ég auðveldlega inn í hópinn og fékk mikinn meðbyr til að geta haldið áfram. Andrúmsloftið gagnvart dökku fólki breyttist mikið og þá varð í lagi að vera ég. Tónlistin hefur alltaf haft líkamleg áhrif á mig. Sú vellíðan sem ég finn fyrir þegar ég heyri gott lag er nóg fyrir mig til að halda áfram að finna næsta lag sem að hefur svona mikil áhrif á mig. Það er aðalástæða þess að ég fór að vinna með tónlist. Sú tónlist sem einna mest hefur mótað mig er 90"s hipphopp og hústónlist. Þetta snýst um að hlusta eftir taktinum en maður þarf að hafa þetta svolítið í sér. Ég var alin upp í mikilli tónlist því afi var tónlistarmaður og ég var þakklát fyrir að fá innblástur frá mörgum stöðum. Þar af leiðandi er ég mjög opin á allar stefnur nema amerískt háskólarokk, það er svo hræðilegt að ég get ekki opnað fyrir það,“ segir hún og brosir.Plötusnúður af lífi og sál „Ég hef alltaf verið að pæla í tónlist og er næm á hljóð. Þegar ég var 18 ára keypti ég mér tvo plötuspilara og mixer. Plötusnúðamennska lá bara næst fyrir og þau kvöld sem að standa upp úr hjá mér eru þegar ég spila tónlist sem enginn þekkir en fólk er samt í geðveiku stuði og dansandi fram í rauðan dauðann. Þá líður mér eins og ég hafi náð til fólks. Ég var komin á fullt að semja en þegar afi veiktist fyrir tveimur árum fór ég bara að hjálpa honum og lagði mitt til hliðar. Nú er ég að vakna til lífsins á ný og er byrjuð að vinna í því aftur og ég er rosa spennt. Ég gerði þó eitt lag með Adda Intro sem er í nýju Nova auglýsingunni. Samstarf okkar hefur gengið mjög vel, en við vorum saman úti í London um daginn þar sem ég var að syngja með honum.“ Natalie er á kafi í ýmsum verkefnum en hún spilar á Secret Solstice í Laugardalnum í lok mánaðarins og stefnir á að fara út í haust að spila. „Ég er með erlendan Dj bókara sem hefur viljað bóka mig yfir allt sumarið úti en ég hef verið milli steins og sleggju því ég vil ekki skilja ömmu eina eftir. Ég hef því ekki getað sinnt þessu 100% út af fjölskylduaðstæðum. Nú eru hins vegar ýmis tækifæri í boði fyrir mig ef ég spila rétt úr spilunum en stór partur af því er að ég fari út. Ísland verður alltaf endastöðin en draumurinn væri að geta spila meira utan landsteinanna. Ég trúi því að hlutirnir gerist þegar þú opnar ákveðnar gáttir og ert tilbúinn að taka því sem kemur.“Natalie er haldin mikilli ævintýraþrá og þegar hún kláraði Kvennaskólann flutti hún um tíma til Frakklands, Spánar, Kaupmannahafnar og Þýskalands. „Mér bauðst að spila heilmikið í Berlín þegar ég bjó þar. Ég var mjög sátt með lífið og var að spila úti um allt ásamt því að skrifa á ensku fyrir þýskt blað. Ég var því engan veginn á leiðinni heim.“ Plönin fóru þó ekki sem skyldi því Natalie þurfti að koma heim til að fara í stóra aðgerð á fæti eftir slys. Hún hafði árið 2009 fallið niður af húsþaki á heimili sínu og handleggs- og fótbrotnað. Í kjölfarið þurfti hún að fara í fimm aðgerðir á fætinum. „Afi veiktist á sama tíma og ég þurfti pakkaði bara öllu mínu saman og flutti heim. Þá skráði ég mig í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og er enn í því námi. Fyrir jól lést afi svo ég ákvað að taka mér árs frí frá náminu til að sinna ömmu betur og tónlistinni. Ég var í raun orðin örlítið þunglynd yfir að vera ekki að gera nógu mikið skapandi og ákvað að gefa tónlistinni meiri tíma og sinna fjölskyldunni sem ég sé alls ekkert eftir. Þau tækifæri sem hafa komið núna hefðu ekki komið hefði einbeitingin verið öll á skólanum.“Samkynhneigð ekki feimnismál „Ég var 23 ára þegar ég ákvað að horfast í augu við þá staðreynd að ég er samkynhneigð. Það vissu það í raun allir á undan mér en ég þrjóskaðist við og var svolítið lengur að viðurkenna það. Ég var í raun löngu komin út úr skápnum en ákvað að takast á við mína samkynhneigð með áfengi. Sjálfsmyndin var brotin og ég var með skrítna sýn á sjálfa mig. Ég náði að flækja þetta fyrir mér lengi en á ákveðnum tímapunkti var þetta óumflýjanlegt. Ég komst að því að þetta væri ekki val og sætti mig við það og ákvað að kalla vini mína á mjög dramatískan fund til að tilkynna þetta. Þeir sögðu; til hamingju að vera búin að uppgötva þetta sjálf, við vissum þetta fyrir löngu,“ segir hún og glottir. „Ég er mjög heppin með vini. Ég var búin að eiga í einhverjum leynisamböndum en nú var engin mótstaða. Ekki heldur með ömmu þrátt fyrir að vera af þessum gamla skóla. Amma hefur alltaf vitað þetta en ég sagði henni þetta þegar ég var byrjuð með stelpu og hún sagði bara að hún vildi að ég yrði hamingjusöm. Í kringum mig hefur því enginn sett sig upp á móti þessu og þá líður mér sjálfri betur með mig að þurfa ekki að vera í neinum feluleik. Með aldrinum næ ég meiri sátt við sjálfa mig og lífið er of stutt til að vera í felum og skammast sín fyrir það hver maður er.“ Talið berst að framtíðinni og barneignum. „Ég hef mjög gaman af börnum. Þegar ég er hætt að vera vandræðaunglingur langar mig að eignast börn. Ég held að allir vilji skapa öryggi og góðan ramma utan um líf barna sinna þar sem þau skortir ekki neitt. Ég sé fyrir mér að þegar ég er komin á þann stað þá er ég tilbúin. Það eru mín markmið áður en ég fer út í barneignir. Vinkonur mínar hafa verið duglegar að eignast börn og það hentar mér mjög vel að vera Natalie frænka, fá að vera vinsælust og dekra þau.“
Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Sjá meira