YouTube kemur til bjargar Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. mars 2014 12:00 Jónatan Garðarsson tónlistarsérfræðingur og rokksögukennari Fréttablaðið/Villi Íslensk tónlistarmyndbönd hafa að undanförnu látið meira á sér bera en undanfarin ár. Til að mynda er flokkurinn Myndband ársins kominn á ný inn í Íslensku tónlistarverðlaunin. Sá flokkur kom til sögunnar árið 2001 og lifði farsælu lífi til ársins 2006 en þá var flokkurinn að ákveðnu leyti tekinn út, enda lítið af myndböndum í framleiðslu á þeim tíma. Á árunum 2007 til 2012 voru engar tilnefningar til myndbanda ársins heldur eingöngu valið eitt myndband sem varð sigurvegari. Hins vegar kom flokkurinn á ný inn í Tónlistarverðlaunin árið 2012 og voru þá fimm myndbönd tilnefnd. Á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðva 365 miðla eru tilnefningar í flokknum myndband ársins sex talsins og á Íslensku tónlistarverðlaununum eru tilnefningarnar í sama flokki fimm talsins. „Það eru fleiri að sýna tónlistarmyndböndunum áhuga og það sést til dæmis á því að það eru fleiri tilnefningar á tónlistarverðlaununum,“ segir Magnús Leifsson leikstjóri, en hann vann verðlaunin fyrir myndband ársins á síðasta ári fyrir myndband sitt við lagið Glow með Retro Stefson. „Þeir sem eru að gera myndböndin eru ekki að gera þau út af peningunum, en þetta er góð leið til þess að koma sér á framfæri, bæði fyrir leikstjórann og tónlistarmanninn,“ segir Magnús. Hann segir einnig að með allri tækninni og stafrænu myndavélunum sé orðið einfaldara fyrir fólk úti í bæ að búa til vel útlitandi efni sem hægt er að setja á vefinn. „KK sextettinn kom fram í fyrsta íslenska tónlistarmyndbandinu árið 1947 en það var þó ekkert hljóð þá,“ segir Jónatan Garðarsson, tónlistarsérfræðingur og rokksögukennari, spurður út upprunann. Mikill uppgangur var í tónlistarmyndböndum á Íslandi fram til ársins 2007. „Á árunum 2006-2007 hrynur þetta og sjónvarpsstöðin Popptíví hættir. Rétt á eftir læsir Skjár Einn sinni stöð. Þá er lítill markaður og lítill tilgangur að búa til myndbönd. Þetta breytist svo allt þegar YouTube-vefurinn verður vinsæll,“ segir Jónatan. Þá eru listamenn að setja myndböndin sín á Vimeo sem er einnig geysivinsæl síða. Einnig hafa ófá myndbönd verið frumsýnd á Vísi, líkt og til mynda tvö af þeim fimm myndböndum sem tilnefnd eru sem myndband ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Nú eru íslensk nöfn í tónlistarheiminum á borð við Of Monsters and Men, Sóleyju, Árstíðir, Björk, Sigur Rós, Retro Stefson og mörg önnur geysivinsæl á YouTube og með mjög mikið áhorf.Magnús Leifsson leikstjóriVísir/Anton BrinkTilnefningar fyrir myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum Baarregaard & Briem- Love with you Stjórn: Harald Haraldsson Grísalappalísa - Hver er ég? Stjórn: Sigurður Möller Sívertsen Ólafur Arnalds - Only the Winds Stjórn: Harald Haraldsson DJ. Flugvél og Geimskip - Glamúr í geimnum Stjórn: Steinunn Harðardóttir Úlfur - Heaven in a Wildflower Stjórn: Máni M. Sigfússo Myndbönd með mikið áhorf á Youtube Björk: All is full of love - 15.869.820 Emilíana Torrini: Jungle Drum - 14.029.473 Sóley: Pretty Face - 15.687.298 Of Monsters and Men: Little Talks (Live on KEXP) - 7.340,651 Myndbönd Sóleyjar og OMAM eru ekki leikstýrð myndbönd. Sóley sýnir einungis mynd af plötuumslaginu á meðan lagið er spilað og upptaka hljómsveitarinnar Of Monsters and Men eru einfaldlega hljómsveitarmeðlimir sem sitja í stofu í hring og syngja lagið. Það má segja að myndbandið hafi verið upphafið að velgengni sveitarinnar. Þessar tölur sýna að stundum er myndbandið sjálft aukaatriði ef lagið er gott.) Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Íslensk tónlistarmyndbönd hafa að undanförnu látið meira á sér bera en undanfarin ár. Til að mynda er flokkurinn Myndband ársins kominn á ný inn í Íslensku tónlistarverðlaunin. Sá flokkur kom til sögunnar árið 2001 og lifði farsælu lífi til ársins 2006 en þá var flokkurinn að ákveðnu leyti tekinn út, enda lítið af myndböndum í framleiðslu á þeim tíma. Á árunum 2007 til 2012 voru engar tilnefningar til myndbanda ársins heldur eingöngu valið eitt myndband sem varð sigurvegari. Hins vegar kom flokkurinn á ný inn í Tónlistarverðlaunin árið 2012 og voru þá fimm myndbönd tilnefnd. Á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðva 365 miðla eru tilnefningar í flokknum myndband ársins sex talsins og á Íslensku tónlistarverðlaununum eru tilnefningarnar í sama flokki fimm talsins. „Það eru fleiri að sýna tónlistarmyndböndunum áhuga og það sést til dæmis á því að það eru fleiri tilnefningar á tónlistarverðlaununum,“ segir Magnús Leifsson leikstjóri, en hann vann verðlaunin fyrir myndband ársins á síðasta ári fyrir myndband sitt við lagið Glow með Retro Stefson. „Þeir sem eru að gera myndböndin eru ekki að gera þau út af peningunum, en þetta er góð leið til þess að koma sér á framfæri, bæði fyrir leikstjórann og tónlistarmanninn,“ segir Magnús. Hann segir einnig að með allri tækninni og stafrænu myndavélunum sé orðið einfaldara fyrir fólk úti í bæ að búa til vel útlitandi efni sem hægt er að setja á vefinn. „KK sextettinn kom fram í fyrsta íslenska tónlistarmyndbandinu árið 1947 en það var þó ekkert hljóð þá,“ segir Jónatan Garðarsson, tónlistarsérfræðingur og rokksögukennari, spurður út upprunann. Mikill uppgangur var í tónlistarmyndböndum á Íslandi fram til ársins 2007. „Á árunum 2006-2007 hrynur þetta og sjónvarpsstöðin Popptíví hættir. Rétt á eftir læsir Skjár Einn sinni stöð. Þá er lítill markaður og lítill tilgangur að búa til myndbönd. Þetta breytist svo allt þegar YouTube-vefurinn verður vinsæll,“ segir Jónatan. Þá eru listamenn að setja myndböndin sín á Vimeo sem er einnig geysivinsæl síða. Einnig hafa ófá myndbönd verið frumsýnd á Vísi, líkt og til mynda tvö af þeim fimm myndböndum sem tilnefnd eru sem myndband ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Nú eru íslensk nöfn í tónlistarheiminum á borð við Of Monsters and Men, Sóleyju, Árstíðir, Björk, Sigur Rós, Retro Stefson og mörg önnur geysivinsæl á YouTube og með mjög mikið áhorf.Magnús Leifsson leikstjóriVísir/Anton BrinkTilnefningar fyrir myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum Baarregaard & Briem- Love with you Stjórn: Harald Haraldsson Grísalappalísa - Hver er ég? Stjórn: Sigurður Möller Sívertsen Ólafur Arnalds - Only the Winds Stjórn: Harald Haraldsson DJ. Flugvél og Geimskip - Glamúr í geimnum Stjórn: Steinunn Harðardóttir Úlfur - Heaven in a Wildflower Stjórn: Máni M. Sigfússo Myndbönd með mikið áhorf á Youtube Björk: All is full of love - 15.869.820 Emilíana Torrini: Jungle Drum - 14.029.473 Sóley: Pretty Face - 15.687.298 Of Monsters and Men: Little Talks (Live on KEXP) - 7.340,651 Myndbönd Sóleyjar og OMAM eru ekki leikstýrð myndbönd. Sóley sýnir einungis mynd af plötuumslaginu á meðan lagið er spilað og upptaka hljómsveitarinnar Of Monsters and Men eru einfaldlega hljómsveitarmeðlimir sem sitja í stofu í hring og syngja lagið. Það má segja að myndbandið hafi verið upphafið að velgengni sveitarinnar. Þessar tölur sýna að stundum er myndbandið sjálft aukaatriði ef lagið er gott.)
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira