YouTube kemur til bjargar Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. mars 2014 12:00 Jónatan Garðarsson tónlistarsérfræðingur og rokksögukennari Fréttablaðið/Villi Íslensk tónlistarmyndbönd hafa að undanförnu látið meira á sér bera en undanfarin ár. Til að mynda er flokkurinn Myndband ársins kominn á ný inn í Íslensku tónlistarverðlaunin. Sá flokkur kom til sögunnar árið 2001 og lifði farsælu lífi til ársins 2006 en þá var flokkurinn að ákveðnu leyti tekinn út, enda lítið af myndböndum í framleiðslu á þeim tíma. Á árunum 2007 til 2012 voru engar tilnefningar til myndbanda ársins heldur eingöngu valið eitt myndband sem varð sigurvegari. Hins vegar kom flokkurinn á ný inn í Tónlistarverðlaunin árið 2012 og voru þá fimm myndbönd tilnefnd. Á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðva 365 miðla eru tilnefningar í flokknum myndband ársins sex talsins og á Íslensku tónlistarverðlaununum eru tilnefningarnar í sama flokki fimm talsins. „Það eru fleiri að sýna tónlistarmyndböndunum áhuga og það sést til dæmis á því að það eru fleiri tilnefningar á tónlistarverðlaununum,“ segir Magnús Leifsson leikstjóri, en hann vann verðlaunin fyrir myndband ársins á síðasta ári fyrir myndband sitt við lagið Glow með Retro Stefson. „Þeir sem eru að gera myndböndin eru ekki að gera þau út af peningunum, en þetta er góð leið til þess að koma sér á framfæri, bæði fyrir leikstjórann og tónlistarmanninn,“ segir Magnús. Hann segir einnig að með allri tækninni og stafrænu myndavélunum sé orðið einfaldara fyrir fólk úti í bæ að búa til vel útlitandi efni sem hægt er að setja á vefinn. „KK sextettinn kom fram í fyrsta íslenska tónlistarmyndbandinu árið 1947 en það var þó ekkert hljóð þá,“ segir Jónatan Garðarsson, tónlistarsérfræðingur og rokksögukennari, spurður út upprunann. Mikill uppgangur var í tónlistarmyndböndum á Íslandi fram til ársins 2007. „Á árunum 2006-2007 hrynur þetta og sjónvarpsstöðin Popptíví hættir. Rétt á eftir læsir Skjár Einn sinni stöð. Þá er lítill markaður og lítill tilgangur að búa til myndbönd. Þetta breytist svo allt þegar YouTube-vefurinn verður vinsæll,“ segir Jónatan. Þá eru listamenn að setja myndböndin sín á Vimeo sem er einnig geysivinsæl síða. Einnig hafa ófá myndbönd verið frumsýnd á Vísi, líkt og til mynda tvö af þeim fimm myndböndum sem tilnefnd eru sem myndband ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Nú eru íslensk nöfn í tónlistarheiminum á borð við Of Monsters and Men, Sóleyju, Árstíðir, Björk, Sigur Rós, Retro Stefson og mörg önnur geysivinsæl á YouTube og með mjög mikið áhorf.Magnús Leifsson leikstjóriVísir/Anton BrinkTilnefningar fyrir myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum Baarregaard & Briem- Love with you Stjórn: Harald Haraldsson Grísalappalísa - Hver er ég? Stjórn: Sigurður Möller Sívertsen Ólafur Arnalds - Only the Winds Stjórn: Harald Haraldsson DJ. Flugvél og Geimskip - Glamúr í geimnum Stjórn: Steinunn Harðardóttir Úlfur - Heaven in a Wildflower Stjórn: Máni M. Sigfússo Myndbönd með mikið áhorf á Youtube Björk: All is full of love - 15.869.820 Emilíana Torrini: Jungle Drum - 14.029.473 Sóley: Pretty Face - 15.687.298 Of Monsters and Men: Little Talks (Live on KEXP) - 7.340,651 Myndbönd Sóleyjar og OMAM eru ekki leikstýrð myndbönd. Sóley sýnir einungis mynd af plötuumslaginu á meðan lagið er spilað og upptaka hljómsveitarinnar Of Monsters and Men eru einfaldlega hljómsveitarmeðlimir sem sitja í stofu í hring og syngja lagið. Það má segja að myndbandið hafi verið upphafið að velgengni sveitarinnar. Þessar tölur sýna að stundum er myndbandið sjálft aukaatriði ef lagið er gott.) Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Íslensk tónlistarmyndbönd hafa að undanförnu látið meira á sér bera en undanfarin ár. Til að mynda er flokkurinn Myndband ársins kominn á ný inn í Íslensku tónlistarverðlaunin. Sá flokkur kom til sögunnar árið 2001 og lifði farsælu lífi til ársins 2006 en þá var flokkurinn að ákveðnu leyti tekinn út, enda lítið af myndböndum í framleiðslu á þeim tíma. Á árunum 2007 til 2012 voru engar tilnefningar til myndbanda ársins heldur eingöngu valið eitt myndband sem varð sigurvegari. Hins vegar kom flokkurinn á ný inn í Tónlistarverðlaunin árið 2012 og voru þá fimm myndbönd tilnefnd. Á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðva 365 miðla eru tilnefningar í flokknum myndband ársins sex talsins og á Íslensku tónlistarverðlaununum eru tilnefningarnar í sama flokki fimm talsins. „Það eru fleiri að sýna tónlistarmyndböndunum áhuga og það sést til dæmis á því að það eru fleiri tilnefningar á tónlistarverðlaununum,“ segir Magnús Leifsson leikstjóri, en hann vann verðlaunin fyrir myndband ársins á síðasta ári fyrir myndband sitt við lagið Glow með Retro Stefson. „Þeir sem eru að gera myndböndin eru ekki að gera þau út af peningunum, en þetta er góð leið til þess að koma sér á framfæri, bæði fyrir leikstjórann og tónlistarmanninn,“ segir Magnús. Hann segir einnig að með allri tækninni og stafrænu myndavélunum sé orðið einfaldara fyrir fólk úti í bæ að búa til vel útlitandi efni sem hægt er að setja á vefinn. „KK sextettinn kom fram í fyrsta íslenska tónlistarmyndbandinu árið 1947 en það var þó ekkert hljóð þá,“ segir Jónatan Garðarsson, tónlistarsérfræðingur og rokksögukennari, spurður út upprunann. Mikill uppgangur var í tónlistarmyndböndum á Íslandi fram til ársins 2007. „Á árunum 2006-2007 hrynur þetta og sjónvarpsstöðin Popptíví hættir. Rétt á eftir læsir Skjár Einn sinni stöð. Þá er lítill markaður og lítill tilgangur að búa til myndbönd. Þetta breytist svo allt þegar YouTube-vefurinn verður vinsæll,“ segir Jónatan. Þá eru listamenn að setja myndböndin sín á Vimeo sem er einnig geysivinsæl síða. Einnig hafa ófá myndbönd verið frumsýnd á Vísi, líkt og til mynda tvö af þeim fimm myndböndum sem tilnefnd eru sem myndband ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Nú eru íslensk nöfn í tónlistarheiminum á borð við Of Monsters and Men, Sóleyju, Árstíðir, Björk, Sigur Rós, Retro Stefson og mörg önnur geysivinsæl á YouTube og með mjög mikið áhorf.Magnús Leifsson leikstjóriVísir/Anton BrinkTilnefningar fyrir myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum Baarregaard & Briem- Love with you Stjórn: Harald Haraldsson Grísalappalísa - Hver er ég? Stjórn: Sigurður Möller Sívertsen Ólafur Arnalds - Only the Winds Stjórn: Harald Haraldsson DJ. Flugvél og Geimskip - Glamúr í geimnum Stjórn: Steinunn Harðardóttir Úlfur - Heaven in a Wildflower Stjórn: Máni M. Sigfússo Myndbönd með mikið áhorf á Youtube Björk: All is full of love - 15.869.820 Emilíana Torrini: Jungle Drum - 14.029.473 Sóley: Pretty Face - 15.687.298 Of Monsters and Men: Little Talks (Live on KEXP) - 7.340,651 Myndbönd Sóleyjar og OMAM eru ekki leikstýrð myndbönd. Sóley sýnir einungis mynd af plötuumslaginu á meðan lagið er spilað og upptaka hljómsveitarinnar Of Monsters and Men eru einfaldlega hljómsveitarmeðlimir sem sitja í stofu í hring og syngja lagið. Það má segja að myndbandið hafi verið upphafið að velgengni sveitarinnar. Þessar tölur sýna að stundum er myndbandið sjálft aukaatriði ef lagið er gott.)
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira