Minni völd í héraði með nýjum lögum 9. júlí 2014 08:30 Drög að frumvarpi iðnaðarráðherra skikka sveitarfélög til að hindra ekki framgang áætlunar um lagningu raflína. Fréttablaðið/Anton Þegar þing kemur saman í haust mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á raforkulögum. Í frumvarpinu verður með ítarlegum hætti kveðið á um hvernig standa skuli að gerð áætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Í þessum drögum, sem eru opinber á heimasíðu ráðuneytisins, er sveitarfélögum skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar vegna verkefna í kerfisáætlun. Sveitarfélögum ber einnig að tryggja að skipulagsmál hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur vanta ríkt samráð við sveitarfélögin hvað þetta varðar. „Ég get lítið tjáð mig um málið á þessu stigi en maður leyfir sér að hugsa upphátt þegar þetta ber á góma og velta fyrir sér hvort ekki þurfi á einhvern hátt að skoða heildarmyndina betur. Við þurfum að velta því upp hvort skipulagið milli ríkis og sveitarfélaga sé komið á leiðarenda og við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt.“Halldór Halldórsson Formaður SÍS.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir tilganginn með þessum nýju lögum vera þann að auka þetta samráð við sveitarfélög. „Tilgangurinn er ekki sá að slá vopn úr höndum sveitarfélaga. Tilgangurinn er að ná sátt um niðurstöður kerfisáætlunar og að hafa ríkt samráð við hagsmunaaðila. Það sem er verið að leiða í lög með frumvarpi ráðherra er að færa samráðið framar í ferlinu og að þeir sem við þurfum að hafa samráð við komi strax að borðinu á fyrstu stigum þess. Eins og staðan er núna er ferlið á þá leið að hagsmunaaðilar koma of seint að borðinu, eða þegar framkvæmdaleyfi á að gefa út. Það er okkar von að nú verði verklag skýrara og gegnsærra og að meiri sátt ríki um framkvæmdir.“ Guðmundur telur að sveitarfélögin séu ekki að missa skipulagsvald sitt þegar kemur að raflínum. „Þau setja enn þá raflínur á sitt skipulag. Markmiðið er að kerfisáætlunin fái traustan grundvöll sem er nauðsynlegt fyrir áætlun sem lýtur að mikilvægum grunnkerfum landsins,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið er nú í umsagnarferli og óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 20. ágúst. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þegar þing kemur saman í haust mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á raforkulögum. Í frumvarpinu verður með ítarlegum hætti kveðið á um hvernig standa skuli að gerð áætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Í þessum drögum, sem eru opinber á heimasíðu ráðuneytisins, er sveitarfélögum skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar vegna verkefna í kerfisáætlun. Sveitarfélögum ber einnig að tryggja að skipulagsmál hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur vanta ríkt samráð við sveitarfélögin hvað þetta varðar. „Ég get lítið tjáð mig um málið á þessu stigi en maður leyfir sér að hugsa upphátt þegar þetta ber á góma og velta fyrir sér hvort ekki þurfi á einhvern hátt að skoða heildarmyndina betur. Við þurfum að velta því upp hvort skipulagið milli ríkis og sveitarfélaga sé komið á leiðarenda og við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt.“Halldór Halldórsson Formaður SÍS.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir tilganginn með þessum nýju lögum vera þann að auka þetta samráð við sveitarfélög. „Tilgangurinn er ekki sá að slá vopn úr höndum sveitarfélaga. Tilgangurinn er að ná sátt um niðurstöður kerfisáætlunar og að hafa ríkt samráð við hagsmunaaðila. Það sem er verið að leiða í lög með frumvarpi ráðherra er að færa samráðið framar í ferlinu og að þeir sem við þurfum að hafa samráð við komi strax að borðinu á fyrstu stigum þess. Eins og staðan er núna er ferlið á þá leið að hagsmunaaðilar koma of seint að borðinu, eða þegar framkvæmdaleyfi á að gefa út. Það er okkar von að nú verði verklag skýrara og gegnsærra og að meiri sátt ríki um framkvæmdir.“ Guðmundur telur að sveitarfélögin séu ekki að missa skipulagsvald sitt þegar kemur að raflínum. „Þau setja enn þá raflínur á sitt skipulag. Markmiðið er að kerfisáætlunin fái traustan grundvöll sem er nauðsynlegt fyrir áætlun sem lýtur að mikilvægum grunnkerfum landsins,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið er nú í umsagnarferli og óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 20. ágúst.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira