Minni völd í héraði með nýjum lögum 9. júlí 2014 08:30 Drög að frumvarpi iðnaðarráðherra skikka sveitarfélög til að hindra ekki framgang áætlunar um lagningu raflína. Fréttablaðið/Anton Þegar þing kemur saman í haust mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á raforkulögum. Í frumvarpinu verður með ítarlegum hætti kveðið á um hvernig standa skuli að gerð áætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Í þessum drögum, sem eru opinber á heimasíðu ráðuneytisins, er sveitarfélögum skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar vegna verkefna í kerfisáætlun. Sveitarfélögum ber einnig að tryggja að skipulagsmál hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur vanta ríkt samráð við sveitarfélögin hvað þetta varðar. „Ég get lítið tjáð mig um málið á þessu stigi en maður leyfir sér að hugsa upphátt þegar þetta ber á góma og velta fyrir sér hvort ekki þurfi á einhvern hátt að skoða heildarmyndina betur. Við þurfum að velta því upp hvort skipulagið milli ríkis og sveitarfélaga sé komið á leiðarenda og við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt.“Halldór Halldórsson Formaður SÍS.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir tilganginn með þessum nýju lögum vera þann að auka þetta samráð við sveitarfélög. „Tilgangurinn er ekki sá að slá vopn úr höndum sveitarfélaga. Tilgangurinn er að ná sátt um niðurstöður kerfisáætlunar og að hafa ríkt samráð við hagsmunaaðila. Það sem er verið að leiða í lög með frumvarpi ráðherra er að færa samráðið framar í ferlinu og að þeir sem við þurfum að hafa samráð við komi strax að borðinu á fyrstu stigum þess. Eins og staðan er núna er ferlið á þá leið að hagsmunaaðilar koma of seint að borðinu, eða þegar framkvæmdaleyfi á að gefa út. Það er okkar von að nú verði verklag skýrara og gegnsærra og að meiri sátt ríki um framkvæmdir.“ Guðmundur telur að sveitarfélögin séu ekki að missa skipulagsvald sitt þegar kemur að raflínum. „Þau setja enn þá raflínur á sitt skipulag. Markmiðið er að kerfisáætlunin fái traustan grundvöll sem er nauðsynlegt fyrir áætlun sem lýtur að mikilvægum grunnkerfum landsins,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið er nú í umsagnarferli og óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 20. ágúst. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þegar þing kemur saman í haust mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á raforkulögum. Í frumvarpinu verður með ítarlegum hætti kveðið á um hvernig standa skuli að gerð áætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Í þessum drögum, sem eru opinber á heimasíðu ráðuneytisins, er sveitarfélögum skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar vegna verkefna í kerfisáætlun. Sveitarfélögum ber einnig að tryggja að skipulagsmál hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur vanta ríkt samráð við sveitarfélögin hvað þetta varðar. „Ég get lítið tjáð mig um málið á þessu stigi en maður leyfir sér að hugsa upphátt þegar þetta ber á góma og velta fyrir sér hvort ekki þurfi á einhvern hátt að skoða heildarmyndina betur. Við þurfum að velta því upp hvort skipulagið milli ríkis og sveitarfélaga sé komið á leiðarenda og við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt.“Halldór Halldórsson Formaður SÍS.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir tilganginn með þessum nýju lögum vera þann að auka þetta samráð við sveitarfélög. „Tilgangurinn er ekki sá að slá vopn úr höndum sveitarfélaga. Tilgangurinn er að ná sátt um niðurstöður kerfisáætlunar og að hafa ríkt samráð við hagsmunaaðila. Það sem er verið að leiða í lög með frumvarpi ráðherra er að færa samráðið framar í ferlinu og að þeir sem við þurfum að hafa samráð við komi strax að borðinu á fyrstu stigum þess. Eins og staðan er núna er ferlið á þá leið að hagsmunaaðilar koma of seint að borðinu, eða þegar framkvæmdaleyfi á að gefa út. Það er okkar von að nú verði verklag skýrara og gegnsærra og að meiri sátt ríki um framkvæmdir.“ Guðmundur telur að sveitarfélögin séu ekki að missa skipulagsvald sitt þegar kemur að raflínum. „Þau setja enn þá raflínur á sitt skipulag. Markmiðið er að kerfisáætlunin fái traustan grundvöll sem er nauðsynlegt fyrir áætlun sem lýtur að mikilvægum grunnkerfum landsins,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið er nú í umsagnarferli og óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 20. ágúst.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira