Útflutningur á áfengi hefur tvöfaldast frá 2012 Haraldur Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2014 00:01 Sex innlendir bjórframleiðendur selja samanlagt yfir 25 mismunandi tegundir af bjór til útlanda. Vísir/Pjetur Útflutningur á áfengi hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum sem má helst rekja til meiri sölu á bjór, brennivíni, gini og vodka til útlanda. Rúm 764 tonn af áfengi voru flutt út á fyrstu sex mánuðum þessa árs en 334 tonn á fyrri helmingi 2012, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem gefur magnið eingöngu upp í tonnum. Verðmæti útflutningsins jókst úr 74 milljónum króna í 161 milljón. Á fyrstu sex mánuðum 2014 fór mest til Bretlands, um 369 tonn, og 265 tonn enduðu í Bandaríkjunum. Samanburðurinn sýnir að sala á bjór til útlanda hefur meira en fimmfaldast. Á fyrri helmingi þessa árs fóru tæp 419 tonn út en 77 tonn á tímabilinu frá janúar til loka júní 2012. Um 7,6 tonn af brennivíni voru flutt út á fyrstu sex mánuðum ársins en 562 kíló árið 2012. Óli Rúnar Jónsson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir eftirspurn eftir íslenskum bjór vera vaxandi. Um tvö ár séu síðan fyrirtækið hóf að leggja aukna áherslu á útflutning. „Brennivínið hefur farið til Færeyja í mörg ár og það hefur alltaf verið einhver minni háttar útflutningur til svæða eins og Manitoba í Kanada. Nú er varan hins vegar komin inn í áfengisverslun sænska ríkisins sem er allavega annar af tveimur stærstu áfengiskaupendum í heimi. Frá síðustu áramótum hefur það einnig verið fáanlegt í Bandaríkjunum og við erum að fara að detta inn á fleiri staði í Kanada,“ segir Óli. Tæp 22 tonn af gini fóru héðan á fyrri helmingi 2012 en rúm 40 tonn á fyrstu sex mánuðum 2014. Fyrirtækið Eimverk Distillery hóf útflutning á gini í maí síðastliðnum. Egill Gauti Þorkelsson, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að varan sé nú fáanleg í sjö löndum. „Mikið af okkar vörum fer utan og við erum að byggja upp dreifingarnet sem nær um allan heim og það er hægt og bítandi að stækka.“ Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Útflutningur á áfengi hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum sem má helst rekja til meiri sölu á bjór, brennivíni, gini og vodka til útlanda. Rúm 764 tonn af áfengi voru flutt út á fyrstu sex mánuðum þessa árs en 334 tonn á fyrri helmingi 2012, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem gefur magnið eingöngu upp í tonnum. Verðmæti útflutningsins jókst úr 74 milljónum króna í 161 milljón. Á fyrstu sex mánuðum 2014 fór mest til Bretlands, um 369 tonn, og 265 tonn enduðu í Bandaríkjunum. Samanburðurinn sýnir að sala á bjór til útlanda hefur meira en fimmfaldast. Á fyrri helmingi þessa árs fóru tæp 419 tonn út en 77 tonn á tímabilinu frá janúar til loka júní 2012. Um 7,6 tonn af brennivíni voru flutt út á fyrstu sex mánuðum ársins en 562 kíló árið 2012. Óli Rúnar Jónsson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir eftirspurn eftir íslenskum bjór vera vaxandi. Um tvö ár séu síðan fyrirtækið hóf að leggja aukna áherslu á útflutning. „Brennivínið hefur farið til Færeyja í mörg ár og það hefur alltaf verið einhver minni háttar útflutningur til svæða eins og Manitoba í Kanada. Nú er varan hins vegar komin inn í áfengisverslun sænska ríkisins sem er allavega annar af tveimur stærstu áfengiskaupendum í heimi. Frá síðustu áramótum hefur það einnig verið fáanlegt í Bandaríkjunum og við erum að fara að detta inn á fleiri staði í Kanada,“ segir Óli. Tæp 22 tonn af gini fóru héðan á fyrri helmingi 2012 en rúm 40 tonn á fyrstu sex mánuðum 2014. Fyrirtækið Eimverk Distillery hóf útflutning á gini í maí síðastliðnum. Egill Gauti Þorkelsson, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að varan sé nú fáanleg í sjö löndum. „Mikið af okkar vörum fer utan og við erum að byggja upp dreifingarnet sem nær um allan heim og það er hægt og bítandi að stækka.“
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent