Útflutningur á áfengi hefur tvöfaldast frá 2012 Haraldur Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2014 00:01 Sex innlendir bjórframleiðendur selja samanlagt yfir 25 mismunandi tegundir af bjór til útlanda. Vísir/Pjetur Útflutningur á áfengi hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum sem má helst rekja til meiri sölu á bjór, brennivíni, gini og vodka til útlanda. Rúm 764 tonn af áfengi voru flutt út á fyrstu sex mánuðum þessa árs en 334 tonn á fyrri helmingi 2012, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem gefur magnið eingöngu upp í tonnum. Verðmæti útflutningsins jókst úr 74 milljónum króna í 161 milljón. Á fyrstu sex mánuðum 2014 fór mest til Bretlands, um 369 tonn, og 265 tonn enduðu í Bandaríkjunum. Samanburðurinn sýnir að sala á bjór til útlanda hefur meira en fimmfaldast. Á fyrri helmingi þessa árs fóru tæp 419 tonn út en 77 tonn á tímabilinu frá janúar til loka júní 2012. Um 7,6 tonn af brennivíni voru flutt út á fyrstu sex mánuðum ársins en 562 kíló árið 2012. Óli Rúnar Jónsson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir eftirspurn eftir íslenskum bjór vera vaxandi. Um tvö ár séu síðan fyrirtækið hóf að leggja aukna áherslu á útflutning. „Brennivínið hefur farið til Færeyja í mörg ár og það hefur alltaf verið einhver minni háttar útflutningur til svæða eins og Manitoba í Kanada. Nú er varan hins vegar komin inn í áfengisverslun sænska ríkisins sem er allavega annar af tveimur stærstu áfengiskaupendum í heimi. Frá síðustu áramótum hefur það einnig verið fáanlegt í Bandaríkjunum og við erum að fara að detta inn á fleiri staði í Kanada,“ segir Óli. Tæp 22 tonn af gini fóru héðan á fyrri helmingi 2012 en rúm 40 tonn á fyrstu sex mánuðum 2014. Fyrirtækið Eimverk Distillery hóf útflutning á gini í maí síðastliðnum. Egill Gauti Þorkelsson, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að varan sé nú fáanleg í sjö löndum. „Mikið af okkar vörum fer utan og við erum að byggja upp dreifingarnet sem nær um allan heim og það er hægt og bítandi að stækka.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Útflutningur á áfengi hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum sem má helst rekja til meiri sölu á bjór, brennivíni, gini og vodka til útlanda. Rúm 764 tonn af áfengi voru flutt út á fyrstu sex mánuðum þessa árs en 334 tonn á fyrri helmingi 2012, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem gefur magnið eingöngu upp í tonnum. Verðmæti útflutningsins jókst úr 74 milljónum króna í 161 milljón. Á fyrstu sex mánuðum 2014 fór mest til Bretlands, um 369 tonn, og 265 tonn enduðu í Bandaríkjunum. Samanburðurinn sýnir að sala á bjór til útlanda hefur meira en fimmfaldast. Á fyrri helmingi þessa árs fóru tæp 419 tonn út en 77 tonn á tímabilinu frá janúar til loka júní 2012. Um 7,6 tonn af brennivíni voru flutt út á fyrstu sex mánuðum ársins en 562 kíló árið 2012. Óli Rúnar Jónsson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir eftirspurn eftir íslenskum bjór vera vaxandi. Um tvö ár séu síðan fyrirtækið hóf að leggja aukna áherslu á útflutning. „Brennivínið hefur farið til Færeyja í mörg ár og það hefur alltaf verið einhver minni háttar útflutningur til svæða eins og Manitoba í Kanada. Nú er varan hins vegar komin inn í áfengisverslun sænska ríkisins sem er allavega annar af tveimur stærstu áfengiskaupendum í heimi. Frá síðustu áramótum hefur það einnig verið fáanlegt í Bandaríkjunum og við erum að fara að detta inn á fleiri staði í Kanada,“ segir Óli. Tæp 22 tonn af gini fóru héðan á fyrri helmingi 2012 en rúm 40 tonn á fyrstu sex mánuðum 2014. Fyrirtækið Eimverk Distillery hóf útflutning á gini í maí síðastliðnum. Egill Gauti Þorkelsson, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að varan sé nú fáanleg í sjö löndum. „Mikið af okkar vörum fer utan og við erum að byggja upp dreifingarnet sem nær um allan heim og það er hægt og bítandi að stækka.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira