Innlent

Reykur í Álftamýrinni

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðið reykræsti íbúðina.
Slökkviliðið reykræsti íbúðina. visir/eyþór
Slökkviliðinu var tilkynnt um eld í íbúð í fjölbýlishúsi við Álftamýri í Reykjavík í gærkvöldi.

Þegar það kom á vettvang var mikill reykur í íbúðinni, en engin eldur, heldur hafði pottur gleymst á logandi eldavél og hafði innihald hans sviðnað með þessum afleiðingum. Engum varð meint af og reykræsti slökkviliðið íbúðina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×