Kickup aftur á markað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 10:19 Guðmundur Már Ketilsson á góðri stundu. Munntóbakslíkið Kickup, sem innkallað var úr verslunum í fyrr að ósk Matvælastofnunar, er komið aftur í búðir. Varan var tekin úr umferð þar sem hún þótti ekki uppfylla lög um matvæli. Gamla varan innihélt koffín en í lögum segir að íblöndun koffíns í aðrar vörur en drykkjarvörur sé óheimil. Í tilkynningu frá Kickup kemur fram að vörunni hafi verið breytt til þess að mæta þeim skilyrðum sem fæðubótaefni þurfi að uppfylla. „Ný vara leit svo dagsins ljós í janúar 2014 og er hún nú aftur fáanleg í hillum verslana útum allt land en framleiðendurnir eru það ánægðir með niðurstöðuna að þeir ætla að skipta út allri sinni framleiðslu fyrir "íslensku" uppskriftina,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt Guðmundi Má Ketilssyni hjá Kickup var fyrst reynt að flytja Kickup til landsins árið 2011. Þá sem fæðubótarefni. „En varan var þá stoppuð í tollinum og flokkuð sem tóbakslíki og sem slík þurftum við að greiða af henni tóbaksgjöld og ÁTVR þurfti að sjá um alla sölu og dreifingu sem við samþykktum ekki og í raun ÁTVR ekki heldur þar sem varan inniheldur hvorki tóbak né nikótín.“ Lagabreyting var samþykkt á Alþingi í desember 2012 og innflutningur á tóbakslíkinu Kickup hófst í janúar 2013. „Eftir að hafa verið í hillum verslana í rúmlega mánuð gerði MAST sem sagt athugasemdir með fyrirframgreindum afleiðingum og við þurftum að innkalla allar vörur úr verslunum en meginástæða innköllunar var sú að varan innihélt viðbætt koffín. Við kærðum málið til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði í málinu seinasta sumar og var þeirra úrskurður sá að Kickup væri fæðubótarefni en ekki tóbakslíki.“ Guðmundur tekur fram að engu að síður sé Kickup enn flokkað sem tóbakslíki hjá Tollstjóra og greiddu 25,5 prósenta virðisaukaskattur en ekki 7 prósent líkt og í tilfelli annarra matvæla. „Kickup er eina varan sem er í boði á Íslandi sem gagngert er framleidd til að aðstoða þá einstaklinga sem vilja hætta eða draga úr neyslu munntóbaks og er skaðlaus með öllu.“ Tengdar fréttir Kickup innkallað - inniheldur koffín sem er bannað Matvælastofnun hefur innkallað munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða Kickup Real White og Kickup strong. 5. mars 2013 16:29 Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5. mars 2013 21:12 Árborg bannar munntóbakslíki Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar. 14. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Munntóbakslíkið Kickup, sem innkallað var úr verslunum í fyrr að ósk Matvælastofnunar, er komið aftur í búðir. Varan var tekin úr umferð þar sem hún þótti ekki uppfylla lög um matvæli. Gamla varan innihélt koffín en í lögum segir að íblöndun koffíns í aðrar vörur en drykkjarvörur sé óheimil. Í tilkynningu frá Kickup kemur fram að vörunni hafi verið breytt til þess að mæta þeim skilyrðum sem fæðubótaefni þurfi að uppfylla. „Ný vara leit svo dagsins ljós í janúar 2014 og er hún nú aftur fáanleg í hillum verslana útum allt land en framleiðendurnir eru það ánægðir með niðurstöðuna að þeir ætla að skipta út allri sinni framleiðslu fyrir "íslensku" uppskriftina,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt Guðmundi Má Ketilssyni hjá Kickup var fyrst reynt að flytja Kickup til landsins árið 2011. Þá sem fæðubótarefni. „En varan var þá stoppuð í tollinum og flokkuð sem tóbakslíki og sem slík þurftum við að greiða af henni tóbaksgjöld og ÁTVR þurfti að sjá um alla sölu og dreifingu sem við samþykktum ekki og í raun ÁTVR ekki heldur þar sem varan inniheldur hvorki tóbak né nikótín.“ Lagabreyting var samþykkt á Alþingi í desember 2012 og innflutningur á tóbakslíkinu Kickup hófst í janúar 2013. „Eftir að hafa verið í hillum verslana í rúmlega mánuð gerði MAST sem sagt athugasemdir með fyrirframgreindum afleiðingum og við þurftum að innkalla allar vörur úr verslunum en meginástæða innköllunar var sú að varan innihélt viðbætt koffín. Við kærðum málið til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði í málinu seinasta sumar og var þeirra úrskurður sá að Kickup væri fæðubótarefni en ekki tóbakslíki.“ Guðmundur tekur fram að engu að síður sé Kickup enn flokkað sem tóbakslíki hjá Tollstjóra og greiddu 25,5 prósenta virðisaukaskattur en ekki 7 prósent líkt og í tilfelli annarra matvæla. „Kickup er eina varan sem er í boði á Íslandi sem gagngert er framleidd til að aðstoða þá einstaklinga sem vilja hætta eða draga úr neyslu munntóbaks og er skaðlaus með öllu.“
Tengdar fréttir Kickup innkallað - inniheldur koffín sem er bannað Matvælastofnun hefur innkallað munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða Kickup Real White og Kickup strong. 5. mars 2013 16:29 Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5. mars 2013 21:12 Árborg bannar munntóbakslíki Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar. 14. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Kickup innkallað - inniheldur koffín sem er bannað Matvælastofnun hefur innkallað munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða Kickup Real White og Kickup strong. 5. mars 2013 16:29
Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5. mars 2013 21:12
Árborg bannar munntóbakslíki Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar. 14. febrúar 2013 06:00