Innlent

Silkihænur drápust í bruna á Eyrarbakka

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Vísir/Magnús Hlynur
Eldur kom upp i fjárhúsi á Eyrarbakka í hesthúsahverfi þorpsins á ellefta tímanum i morgun en inn í húsinu voru tíu silkihænur og nokkrar landnámshænur með ungum, sem allar drápust.

Kindurnar voru úti í haga. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu réði niðurlögum eldsins á stuttum tíma en sjúkraflutningamenn og lögregla voru líka á staðnum.

Fjárhúsið hefur nýlega verið gert upp og er því um tilfinnanlegt tjón fyrir eigandann að ræða. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstöflu en lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins og kannar það frekar.

Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×