Betri Kópavogur Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausnarefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjarstjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosningar í vor. Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils framdráttar. Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörðungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum. Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur. Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausnarefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjarstjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosningar í vor. Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils framdráttar. Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörðungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum. Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur. Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun