Litlar bruggverksmiðjur gætu átt erfitt uppdráttar Sveinn Arnarsson skrifar 15. júlí 2014 00:01 Agnes Sigurðardóttir. Skiptar skoðanir eru meðal bjórframleiðenda um framlagningu frumvarps Vilhjálms Árnasonar þess efnis að gera sölu bjórs og léttvíns frjálsa á Íslandi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt ætlun sína um að leggja fram frumvarp á haustþingi um afnám einkaleyfis ÁTVR á sölu léttvíns og bjórs. Sams konar frumvarp lagði Sigurður Kári Kristjánsson fram veturinn 2007-2008. Þá voru fjórir núverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins meðflutningsmenn Sigurðar.Agnes Sigurðardóttir, einn eigenda Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi sem bruggar Kalda, er hrædd um að Íslendingar muni taka nokkur skref aftur á bak verði frumvarpið samþykkt. Margar litlar bruggverksmiðjur muni líklega eiga erfitt uppdráttar að hennar mati. „Við sjáum að þjónustan sem vínbúðirnar veita í dag er frábær og þær eru hvorki að hygla okkar vörum né annarra. Einnig hefur myndast mikil fagmennska innan vínbúðanna sem myndi hverfa. Það sem er hvað erfiðast er að þegar stóru matvörukeðjurnar eru komnar inn á þennan markað þá munu þær taka inn mikið magn af bjór á hagstæðu verði sem við getum ekki keppt við,“ segir hún. Agnes telur að hún muni sakna vínbúðanna eins og þær eru í dag.Í bruggsmiðju Kalda Íslensk örbrugghús gætu átt erfitt uppdráttar með að komast inn í lágvöruverðsverslanir. Mynd/Rúnar Þór„Í vínbúðunum eru allir jafnir, það er það sem skiptir svo miklu máli fyrir okkur litlu framleiðendurna. Flutningskostnaður leggst jafnt á alla og búseta einstaklinga skiptir ekki máli þegar kemur að því að kaupa vöruna okkar. Margir útlendingar sem við höfum rætt við öfunda okkur af því kerfi sem við búum við í dag,“ segir Agnes. Dagbjartur Arilíusson, forstjóri bruggverksmiðjunnar Steðja í Borgarfirði, er ekki sömu skoðunar og Agnes og átelur vinnubrögð ÁTVR. „Við höfum velt þessu fyrir okkur. Fyrstu viðbrögð einkenndust af hræðslu við breytingarnar, þar sem við myndum eiga erfitt með að komast inn í lágvöruverðsverslanir. Hins vegar finnst okkur hjá Steðja vínbúðirnar ekki vera að sinna íslenskri framleiðslu nógu vel. Okkur gengur erfiðlega að komast í allar verslanir á vegum ÁTVR eins og okkur þykir eðlilegt,“ segir Dagbjartur. „Á meðan við komumst ekki í allar verslanir þá höfum við þannig séð engu að tapa og við myndum halda áfram með okkar árstíðabundna bjór.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal bjórframleiðenda um framlagningu frumvarps Vilhjálms Árnasonar þess efnis að gera sölu bjórs og léttvíns frjálsa á Íslandi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt ætlun sína um að leggja fram frumvarp á haustþingi um afnám einkaleyfis ÁTVR á sölu léttvíns og bjórs. Sams konar frumvarp lagði Sigurður Kári Kristjánsson fram veturinn 2007-2008. Þá voru fjórir núverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins meðflutningsmenn Sigurðar.Agnes Sigurðardóttir, einn eigenda Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi sem bruggar Kalda, er hrædd um að Íslendingar muni taka nokkur skref aftur á bak verði frumvarpið samþykkt. Margar litlar bruggverksmiðjur muni líklega eiga erfitt uppdráttar að hennar mati. „Við sjáum að þjónustan sem vínbúðirnar veita í dag er frábær og þær eru hvorki að hygla okkar vörum né annarra. Einnig hefur myndast mikil fagmennska innan vínbúðanna sem myndi hverfa. Það sem er hvað erfiðast er að þegar stóru matvörukeðjurnar eru komnar inn á þennan markað þá munu þær taka inn mikið magn af bjór á hagstæðu verði sem við getum ekki keppt við,“ segir hún. Agnes telur að hún muni sakna vínbúðanna eins og þær eru í dag.Í bruggsmiðju Kalda Íslensk örbrugghús gætu átt erfitt uppdráttar með að komast inn í lágvöruverðsverslanir. Mynd/Rúnar Þór„Í vínbúðunum eru allir jafnir, það er það sem skiptir svo miklu máli fyrir okkur litlu framleiðendurna. Flutningskostnaður leggst jafnt á alla og búseta einstaklinga skiptir ekki máli þegar kemur að því að kaupa vöruna okkar. Margir útlendingar sem við höfum rætt við öfunda okkur af því kerfi sem við búum við í dag,“ segir Agnes. Dagbjartur Arilíusson, forstjóri bruggverksmiðjunnar Steðja í Borgarfirði, er ekki sömu skoðunar og Agnes og átelur vinnubrögð ÁTVR. „Við höfum velt þessu fyrir okkur. Fyrstu viðbrögð einkenndust af hræðslu við breytingarnar, þar sem við myndum eiga erfitt með að komast inn í lágvöruverðsverslanir. Hins vegar finnst okkur hjá Steðja vínbúðirnar ekki vera að sinna íslenskri framleiðslu nógu vel. Okkur gengur erfiðlega að komast í allar verslanir á vegum ÁTVR eins og okkur þykir eðlilegt,“ segir Dagbjartur. „Á meðan við komumst ekki í allar verslanir þá höfum við þannig séð engu að tapa og við myndum halda áfram með okkar árstíðabundna bjór.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent