Hundruð Íslendinga greiða fyrir vörur með snjallsímanum einum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2014 20:00 Eflaust kannast einhverjir við komast að því við búðarkassann að veskið hafi verið skilið heima. Nú er lausn í sjónmáli. Smáforritið Pyngjan gerir fólki kleift að greiða með snjallsímanum en forritið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það að gleyma veskinu heima þarf því ekkert endilega að vera neitt tiltökumál. Forritið, sem kom á markað fyrir tæpum mánuði, er hægt og bítandi að sækja í sig veðrið, en þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér þessa nýjung hérlendis. Um helmingur Íslendinga gengur með snjallsíma í vasanum og nýtist þetta því stórum hópi fólksEn upp á hvaða möguleika býður slík þjónusta?„Einn möguleiki er að hraða afgreiðslu eins og ísbúðirnar hafa gert. Þær bjóða notendum að skanna inn QR-kóða og greiða fyrir ísinn áður en komið er inn í ísbúðina. Þannig er hægt að ganga beint að afgreiðsluborðinu og fá ísinn afhentan. Þannig að þetta flýtir og er til þæginda fyrir notendur,”segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH samskipta. Dagný segir þetta vera verslunarmáta framtíðarinnar. Þróun Pyngjunnar tók tvör ár en fór í loftið í júní. Þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér smáforritið. en fjórir söluaðilar bjóða upp á þessa lausn á ellefu stöðum í Reykjavík og í Reykjanesbæ. En er hægt að treysta þessu? Hverjar eru hætturnar? „Það er lagt mjög mikið upp úr öryggismálum í þessari greiðslulausn eins og öllum öðrum greiðslulausnum. Allar tæknilegar ráðstafanir eru gerðar til að öryggi verði eins og best verður á kosið. Við teljum þetta mjög örugga greiðsluleið og munum fá það vottað innan skamms að uppfylla alla staðla á þessu sviði sem gerðir eru til greiðslulausna.“ Það er leikur einn að nota Pyngjuna. Hægt er að ná í forritið í netverslunum Android og Apple. því næst eru kortaupplýsingar slegnar inn og forritið virkjast. Forritið er hægt að nota á kaffihúsum Kaffitárs og segir rekstrarstjóri þar á bæ Pyngjuna nýtast bæði söluaðilum og kúnnum og telur það hafa flýtt fyrir afgreiðslu umtalsvert „Þetta einfaldar afgreiðsluna og flýtir fyrir og býður upp á möguleika sem annars eru ekki fyrir hendi. Við sjáum að þetta fækkar handtökum starfsmanna við afgreiðsluna og gefur okkur þá frekar tækifæri til að eiga betra spjall við viðskiptavininn,“ segir Lilja Pétursdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa Kaffitárs. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Eflaust kannast einhverjir við komast að því við búðarkassann að veskið hafi verið skilið heima. Nú er lausn í sjónmáli. Smáforritið Pyngjan gerir fólki kleift að greiða með snjallsímanum en forritið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það að gleyma veskinu heima þarf því ekkert endilega að vera neitt tiltökumál. Forritið, sem kom á markað fyrir tæpum mánuði, er hægt og bítandi að sækja í sig veðrið, en þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér þessa nýjung hérlendis. Um helmingur Íslendinga gengur með snjallsíma í vasanum og nýtist þetta því stórum hópi fólksEn upp á hvaða möguleika býður slík þjónusta?„Einn möguleiki er að hraða afgreiðslu eins og ísbúðirnar hafa gert. Þær bjóða notendum að skanna inn QR-kóða og greiða fyrir ísinn áður en komið er inn í ísbúðina. Þannig er hægt að ganga beint að afgreiðsluborðinu og fá ísinn afhentan. Þannig að þetta flýtir og er til þæginda fyrir notendur,”segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH samskipta. Dagný segir þetta vera verslunarmáta framtíðarinnar. Þróun Pyngjunnar tók tvör ár en fór í loftið í júní. Þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér smáforritið. en fjórir söluaðilar bjóða upp á þessa lausn á ellefu stöðum í Reykjavík og í Reykjanesbæ. En er hægt að treysta þessu? Hverjar eru hætturnar? „Það er lagt mjög mikið upp úr öryggismálum í þessari greiðslulausn eins og öllum öðrum greiðslulausnum. Allar tæknilegar ráðstafanir eru gerðar til að öryggi verði eins og best verður á kosið. Við teljum þetta mjög örugga greiðsluleið og munum fá það vottað innan skamms að uppfylla alla staðla á þessu sviði sem gerðir eru til greiðslulausna.“ Það er leikur einn að nota Pyngjuna. Hægt er að ná í forritið í netverslunum Android og Apple. því næst eru kortaupplýsingar slegnar inn og forritið virkjast. Forritið er hægt að nota á kaffihúsum Kaffitárs og segir rekstrarstjóri þar á bæ Pyngjuna nýtast bæði söluaðilum og kúnnum og telur það hafa flýtt fyrir afgreiðslu umtalsvert „Þetta einfaldar afgreiðsluna og flýtir fyrir og býður upp á möguleika sem annars eru ekki fyrir hendi. Við sjáum að þetta fækkar handtökum starfsmanna við afgreiðsluna og gefur okkur þá frekar tækifæri til að eiga betra spjall við viðskiptavininn,“ segir Lilja Pétursdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa Kaffitárs.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent