Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 13:43 Upp úr sauð í fyrri hálfleik í dag. Vísir/Daníel Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita