Leiðréttir goðsagnir um hrunið Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Ný bók, Billions to Bust and Back, fjallar um Björgólf Thor Björgólfsson, líf hans og viðskiptasögu. Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. Það sé hins vegar vilji til þess að hið rétta komi fram sem ráði umfjölluninni fremur en að hann vilji rétta sinn hlut. Björgólfur segir að leiðrétta þurfi goðsögnina að orsaka hrunsins sé að leita í íslensku bönkunum og vitnar til orða prófessor Roberts Aliber um að rót þess sé að finna í brotalömum alþjóðafjármálakerfisins. „Sjálfur trúi ég því að hrunið hafi verið óumflýjanlegt vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar og vaxtastefnu Seðlabankans, þótt ég viðurkenni auðvitað að bankarnir deili sökinni með of hröðum vexti,“ segir Björgólfur. Þá segir hann rangt að fall bankanna hafi haft hlutfallslega meiri neikvæð áhrif á húsnæðiseigendur hér. „Allt bendir til að erlendir lánveitendur bankanna hafi orðið verst úti.“ Skaði húsnæðiseigenda sé að stærstum hluta vegna hruns krónunnar og skuldastöðu landsins. „Íslensku bankarnir eru blórabögglar fyrir stærri kerfislægar brotalamir heimafyrir og erlendis,“ segir hann. „Það er aðallega vegna þess að sú skýring hentar öflum bæði á vinstri vængnum, sem fengu þar staðfestingu á sjónarmiðum sínum um kapítalisma og leið inn í ríkisstjórn, og hægri vængnum sem beina vildi athyglinni frá misheppnaðri efnahagsstefnu sinni.“ Tengdar fréttir Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. Það sé hins vegar vilji til þess að hið rétta komi fram sem ráði umfjölluninni fremur en að hann vilji rétta sinn hlut. Björgólfur segir að leiðrétta þurfi goðsögnina að orsaka hrunsins sé að leita í íslensku bönkunum og vitnar til orða prófessor Roberts Aliber um að rót þess sé að finna í brotalömum alþjóðafjármálakerfisins. „Sjálfur trúi ég því að hrunið hafi verið óumflýjanlegt vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar og vaxtastefnu Seðlabankans, þótt ég viðurkenni auðvitað að bankarnir deili sökinni með of hröðum vexti,“ segir Björgólfur. Þá segir hann rangt að fall bankanna hafi haft hlutfallslega meiri neikvæð áhrif á húsnæðiseigendur hér. „Allt bendir til að erlendir lánveitendur bankanna hafi orðið verst úti.“ Skaði húsnæðiseigenda sé að stærstum hluta vegna hruns krónunnar og skuldastöðu landsins. „Íslensku bankarnir eru blórabögglar fyrir stærri kerfislægar brotalamir heimafyrir og erlendis,“ segir hann. „Það er aðallega vegna þess að sú skýring hentar öflum bæði á vinstri vængnum, sem fengu þar staðfestingu á sjónarmiðum sínum um kapítalisma og leið inn í ríkisstjórn, og hægri vængnum sem beina vildi athyglinni frá misheppnaðri efnahagsstefnu sinni.“
Tengdar fréttir Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13
Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00