Koma jólin á fasteignamarkaði í ár? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Það er engu líkara en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna. Það er afrek útaf fyrir sig að svo almenn og víðtæk efnahagsaðgerð verði nú loksins að veruleika. Hækkandi fasteignaverðHeimilin munu án efa njóta góðs af þessari aðgerð, beint í formi lækkunar á greiðslubyrði og óbeint þar sem þetta er mikil innspýting inn í hagkerfið. Yngra fólk er stærsti hópurinn sem fær leiðréttingu. Sá hópur er á barneignaraldri og eflaust hafa margir þurft að stækka við sig en ekki treyst sér til þess. Ef þessi hópur fer nú að hugsa sér til hreyfings hefur það keðjuverkandi áhrif á fasteignaverð. Undanfarin misseri hafa minnstu eignirnar selst vel og hækkað hlutfallslega meira en aðrar, en svokallaðar millieignir hafa setið eftir. Betri greiðslugeta, aukin bjartsýni og meira atvinnuöryggi eru forsendur þess að fólk ræðst frekar í fasteignakaup. Það hefur jákvæð áhrif á allan fasteignamarkaðinn. Almenn jákvæð efnahagsaðgerðSpáð er auknum hagvexti á næsta ári. Með skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar verður innspýting inn í hagkerfið allt að 150 milljarðar á næstu 3 árum. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á einkaneyslu sem kallar á fleiri störf og sennilega betri kjör. Hvað verður um þessa 80 milljarða sem fara í beinar höfuðstólsleiðréttingar strax á næsta ári? Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir fá þessa peninga til sín og þurfa að koma þeim aftur í ávöxtun. Fjárfestingartækifæri eru mjög takmörkuð fyrir lífeyrissjóði, jafnvel þó gjaldeyrishöftunum verði aflétt, því þeir verða líklega síðastir til að fá að fara með peningana úr landi. Bankar og aðrar lánastofnanir þurfa að koma peningunum aftur í vinnu með útlánum. Skapist meira framboð af lánsfé en eftirspurn, þá eru komnar forsendur fyrir því að vextir lækki loksins… að því gefnu að Seðlabankinn grípi ekki inn í. Mikið væri nú gott að sjá vexti lækka. Þá fengju heimilin og atvinnulífið loksins tækifæri til að fjármagna sig með minni vaxtakostnaði. Fólk myndi þá ráða miklu betur við afborganir af húsnæðislánum og eiga auðveldara með að standast greiðslumat. Það hefði einnig jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn. Nú á Seðlabankinn leikinn og þarf að lækka vexti til að hagsældin sem nú er framundan skili sér til heimilanna, í formi betri lífskjara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er engu líkara en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna. Það er afrek útaf fyrir sig að svo almenn og víðtæk efnahagsaðgerð verði nú loksins að veruleika. Hækkandi fasteignaverðHeimilin munu án efa njóta góðs af þessari aðgerð, beint í formi lækkunar á greiðslubyrði og óbeint þar sem þetta er mikil innspýting inn í hagkerfið. Yngra fólk er stærsti hópurinn sem fær leiðréttingu. Sá hópur er á barneignaraldri og eflaust hafa margir þurft að stækka við sig en ekki treyst sér til þess. Ef þessi hópur fer nú að hugsa sér til hreyfings hefur það keðjuverkandi áhrif á fasteignaverð. Undanfarin misseri hafa minnstu eignirnar selst vel og hækkað hlutfallslega meira en aðrar, en svokallaðar millieignir hafa setið eftir. Betri greiðslugeta, aukin bjartsýni og meira atvinnuöryggi eru forsendur þess að fólk ræðst frekar í fasteignakaup. Það hefur jákvæð áhrif á allan fasteignamarkaðinn. Almenn jákvæð efnahagsaðgerðSpáð er auknum hagvexti á næsta ári. Með skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar verður innspýting inn í hagkerfið allt að 150 milljarðar á næstu 3 árum. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á einkaneyslu sem kallar á fleiri störf og sennilega betri kjör. Hvað verður um þessa 80 milljarða sem fara í beinar höfuðstólsleiðréttingar strax á næsta ári? Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir fá þessa peninga til sín og þurfa að koma þeim aftur í ávöxtun. Fjárfestingartækifæri eru mjög takmörkuð fyrir lífeyrissjóði, jafnvel þó gjaldeyrishöftunum verði aflétt, því þeir verða líklega síðastir til að fá að fara með peningana úr landi. Bankar og aðrar lánastofnanir þurfa að koma peningunum aftur í vinnu með útlánum. Skapist meira framboð af lánsfé en eftirspurn, þá eru komnar forsendur fyrir því að vextir lækki loksins… að því gefnu að Seðlabankinn grípi ekki inn í. Mikið væri nú gott að sjá vexti lækka. Þá fengju heimilin og atvinnulífið loksins tækifæri til að fjármagna sig með minni vaxtakostnaði. Fólk myndi þá ráða miklu betur við afborganir af húsnæðislánum og eiga auðveldara með að standast greiðslumat. Það hefði einnig jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn. Nú á Seðlabankinn leikinn og þarf að lækka vexti til að hagsældin sem nú er framundan skili sér til heimilanna, í formi betri lífskjara.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar