30.000 án sjúkrasjóðs Gunnar Páll Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Hvergi í hinum vestræna heimi er stéttarfélagsþátttaka eins almenn og á Íslandi. Um 80% fólks á vinnumarkaði eru í stéttarfélögum í samanburði við um 20% t.d. í Bretlandi. Ástæður er væntanlega nokkrar, einn veigamesti þátturinn er að stéttarfélögin hafa tekið að sér að reka hluta af velferðarkerfinu með sjúkrasjóðum og síðan óbeint með aðkomu að lífeyrissjóðum. Íslenska almannatryggingakerfið er veikt í samanburði við nágrannalöndin og því hafa stéttarfélög stoppað í götin sem annars staðar eru á hendi ríkis eða sveitarfélaga. Hér tryggja sjúkrasjóðir stéttarfélaga greiðslu á 80% af launum, eftir að veikindaréttur er búinn hjá vinnuveitanda, í 6-9 mánuði þar til hægt er að komast á örorkubætur hjá lífeyrissjóðunum ef veikindi eða afleiðingar slysa vara svo lengi. Auk þess eru flestir sjúkrasjóðir með dánarbætur, einhverjir eru með dagpeningagreiðslur vegna veikinda barna o.s.frv. Út frá tölum um þátttöku félagsmanna stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði í atkvæðagreiðslum innan þeirra má álykta að þau séu orðnar fjöldahreyfingar þar sem félagsmenn eru að stórum hluta áhugalausir um kjarabaráttu, en sækjast fyrst og fremst eftir annarri þjónustu félaganna, s.s. vernd sjúkrasjóða, orlofshúsum og starfsmenntun. Öll stéttarfélögin hér eru eins upp byggð með félagssjóði til kjarabaráttu, sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntasjóði og taka til sín 2-2,5% af launasummunni í landinu, yfir 10 milljarða á ári. Mörg hver sýna góðan hagnað og hafa byggt upp myndarlega sjóði. Spurning er hvort ekki megi gera þetta kerfi ódýrara? Það er athyglisvert að þeir u.þ.b. 30.000 einstaklingar sem standa utan stéttarfélaga og vinnuveitendur þeirra virðast í fæstum tilfellum gera sér grein fyrir stöðunni ef viðkomandi verður óvinnufær af völdum veikinda eða slysa og verður launalaus í 6-9 mánuði. Tryggingarfélögin bjóða upp á vissar lausnir en flestir hafa ekki gert nægjanlegar ráðstafanir og eru illa settir í þessum málum. Ég hvet þá sem standa utan stéttarfélaga að fara yfir sínar afkomutryggingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hvergi í hinum vestræna heimi er stéttarfélagsþátttaka eins almenn og á Íslandi. Um 80% fólks á vinnumarkaði eru í stéttarfélögum í samanburði við um 20% t.d. í Bretlandi. Ástæður er væntanlega nokkrar, einn veigamesti þátturinn er að stéttarfélögin hafa tekið að sér að reka hluta af velferðarkerfinu með sjúkrasjóðum og síðan óbeint með aðkomu að lífeyrissjóðum. Íslenska almannatryggingakerfið er veikt í samanburði við nágrannalöndin og því hafa stéttarfélög stoppað í götin sem annars staðar eru á hendi ríkis eða sveitarfélaga. Hér tryggja sjúkrasjóðir stéttarfélaga greiðslu á 80% af launum, eftir að veikindaréttur er búinn hjá vinnuveitanda, í 6-9 mánuði þar til hægt er að komast á örorkubætur hjá lífeyrissjóðunum ef veikindi eða afleiðingar slysa vara svo lengi. Auk þess eru flestir sjúkrasjóðir með dánarbætur, einhverjir eru með dagpeningagreiðslur vegna veikinda barna o.s.frv. Út frá tölum um þátttöku félagsmanna stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði í atkvæðagreiðslum innan þeirra má álykta að þau séu orðnar fjöldahreyfingar þar sem félagsmenn eru að stórum hluta áhugalausir um kjarabaráttu, en sækjast fyrst og fremst eftir annarri þjónustu félaganna, s.s. vernd sjúkrasjóða, orlofshúsum og starfsmenntun. Öll stéttarfélögin hér eru eins upp byggð með félagssjóði til kjarabaráttu, sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntasjóði og taka til sín 2-2,5% af launasummunni í landinu, yfir 10 milljarða á ári. Mörg hver sýna góðan hagnað og hafa byggt upp myndarlega sjóði. Spurning er hvort ekki megi gera þetta kerfi ódýrara? Það er athyglisvert að þeir u.þ.b. 30.000 einstaklingar sem standa utan stéttarfélaga og vinnuveitendur þeirra virðast í fæstum tilfellum gera sér grein fyrir stöðunni ef viðkomandi verður óvinnufær af völdum veikinda eða slysa og verður launalaus í 6-9 mánuði. Tryggingarfélögin bjóða upp á vissar lausnir en flestir hafa ekki gert nægjanlegar ráðstafanir og eru illa settir í þessum málum. Ég hvet þá sem standa utan stéttarfélaga að fara yfir sínar afkomutryggingar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar