30.000 án sjúkrasjóðs Gunnar Páll Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Hvergi í hinum vestræna heimi er stéttarfélagsþátttaka eins almenn og á Íslandi. Um 80% fólks á vinnumarkaði eru í stéttarfélögum í samanburði við um 20% t.d. í Bretlandi. Ástæður er væntanlega nokkrar, einn veigamesti þátturinn er að stéttarfélögin hafa tekið að sér að reka hluta af velferðarkerfinu með sjúkrasjóðum og síðan óbeint með aðkomu að lífeyrissjóðum. Íslenska almannatryggingakerfið er veikt í samanburði við nágrannalöndin og því hafa stéttarfélög stoppað í götin sem annars staðar eru á hendi ríkis eða sveitarfélaga. Hér tryggja sjúkrasjóðir stéttarfélaga greiðslu á 80% af launum, eftir að veikindaréttur er búinn hjá vinnuveitanda, í 6-9 mánuði þar til hægt er að komast á örorkubætur hjá lífeyrissjóðunum ef veikindi eða afleiðingar slysa vara svo lengi. Auk þess eru flestir sjúkrasjóðir með dánarbætur, einhverjir eru með dagpeningagreiðslur vegna veikinda barna o.s.frv. Út frá tölum um þátttöku félagsmanna stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði í atkvæðagreiðslum innan þeirra má álykta að þau séu orðnar fjöldahreyfingar þar sem félagsmenn eru að stórum hluta áhugalausir um kjarabaráttu, en sækjast fyrst og fremst eftir annarri þjónustu félaganna, s.s. vernd sjúkrasjóða, orlofshúsum og starfsmenntun. Öll stéttarfélögin hér eru eins upp byggð með félagssjóði til kjarabaráttu, sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntasjóði og taka til sín 2-2,5% af launasummunni í landinu, yfir 10 milljarða á ári. Mörg hver sýna góðan hagnað og hafa byggt upp myndarlega sjóði. Spurning er hvort ekki megi gera þetta kerfi ódýrara? Það er athyglisvert að þeir u.þ.b. 30.000 einstaklingar sem standa utan stéttarfélaga og vinnuveitendur þeirra virðast í fæstum tilfellum gera sér grein fyrir stöðunni ef viðkomandi verður óvinnufær af völdum veikinda eða slysa og verður launalaus í 6-9 mánuði. Tryggingarfélögin bjóða upp á vissar lausnir en flestir hafa ekki gert nægjanlegar ráðstafanir og eru illa settir í þessum málum. Ég hvet þá sem standa utan stéttarfélaga að fara yfir sínar afkomutryggingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Hvergi í hinum vestræna heimi er stéttarfélagsþátttaka eins almenn og á Íslandi. Um 80% fólks á vinnumarkaði eru í stéttarfélögum í samanburði við um 20% t.d. í Bretlandi. Ástæður er væntanlega nokkrar, einn veigamesti þátturinn er að stéttarfélögin hafa tekið að sér að reka hluta af velferðarkerfinu með sjúkrasjóðum og síðan óbeint með aðkomu að lífeyrissjóðum. Íslenska almannatryggingakerfið er veikt í samanburði við nágrannalöndin og því hafa stéttarfélög stoppað í götin sem annars staðar eru á hendi ríkis eða sveitarfélaga. Hér tryggja sjúkrasjóðir stéttarfélaga greiðslu á 80% af launum, eftir að veikindaréttur er búinn hjá vinnuveitanda, í 6-9 mánuði þar til hægt er að komast á örorkubætur hjá lífeyrissjóðunum ef veikindi eða afleiðingar slysa vara svo lengi. Auk þess eru flestir sjúkrasjóðir með dánarbætur, einhverjir eru með dagpeningagreiðslur vegna veikinda barna o.s.frv. Út frá tölum um þátttöku félagsmanna stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði í atkvæðagreiðslum innan þeirra má álykta að þau séu orðnar fjöldahreyfingar þar sem félagsmenn eru að stórum hluta áhugalausir um kjarabaráttu, en sækjast fyrst og fremst eftir annarri þjónustu félaganna, s.s. vernd sjúkrasjóða, orlofshúsum og starfsmenntun. Öll stéttarfélögin hér eru eins upp byggð með félagssjóði til kjarabaráttu, sjúkrasjóði, orlofssjóði og starfsmenntasjóði og taka til sín 2-2,5% af launasummunni í landinu, yfir 10 milljarða á ári. Mörg hver sýna góðan hagnað og hafa byggt upp myndarlega sjóði. Spurning er hvort ekki megi gera þetta kerfi ódýrara? Það er athyglisvert að þeir u.þ.b. 30.000 einstaklingar sem standa utan stéttarfélaga og vinnuveitendur þeirra virðast í fæstum tilfellum gera sér grein fyrir stöðunni ef viðkomandi verður óvinnufær af völdum veikinda eða slysa og verður launalaus í 6-9 mánuði. Tryggingarfélögin bjóða upp á vissar lausnir en flestir hafa ekki gert nægjanlegar ráðstafanir og eru illa settir í þessum málum. Ég hvet þá sem standa utan stéttarfélaga að fara yfir sínar afkomutryggingar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun