Skottulækningar Péturs Blöndals Ingimundur Gíslason skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Á Vísi 7. nóvember sl. er haft eftir Pétri Blöndal alþingismanni að vextir á Íslandi séu háir vegna þess að alltof fáir vilji spara. Eitthvað er hæft í þessu en mergurinn málsins er allur annar. Öllum sparnaði fylgir einhver áhætta og hver sá sem leggur fyrir vill á einhverjum tímapunkti fá peningana til sín aftur og gott betur. Einn veigamikill áhættuþáttur hérlendis er lítið traust til gjaldmiðils okkar, íslensku krónunnar. Reynslan og sagan kennir okkur að aldrei er að vita nema nýjar kollsteypur með tilheyrandi gengislækkun íslensku krónunnar drepi aftur á dyr íslenskra heimila. Þessi áhætta dregur úr vilja fólks til að spara peninga. Hún veldur því að bankar hafa háa vexti á útlánum til öryggis. Hér fylgir Pétur dyggilega þeirri íslensku umræðuhefð að minnast helst aldrei á grundvallaratriði hvers máls. Hann spyr því ekki sjálfan sig hver sé ein helsta orsök lítils sparnaðar hér á landi. Pétur bendir á fá úrræði til að örva sparnað nema kannski það helst að fá fólk til að hætta að skulda og í staðinn auka sparnað. En þetta er engin lækning á þjóðarmeini. Þetta er eins og að segja lungnabólgusjúklingi að úða í sig asperíntöflum og að telja honum svo trú um að það muni leiða til fulls bata. Í máli Péturs er lækning einkenna í stað sjúkdóms það helsta sem hann leggur til. Góð leið til að örva sparnað væri að kasta krónunni á haugana og innleiða gjaldmiðil sem betur er treystandi á grundvelli útbreiðslu og stærðar. Hins vegar telur Pétur réttilega að hár skattur á nafnvexti dragi einnig úr hvata til sparnaðar. Tuttugu prósenta fjármagnstekjuskattur er mjög hár í landi þar sem vaxtagjöld eru ekki frádráttarbær eins og tíðkast í sumum nágrannalanda okkar Er ekki kominn tími til að Íslendingar horfist í augu við raunveruleikann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi 7. nóvember sl. er haft eftir Pétri Blöndal alþingismanni að vextir á Íslandi séu háir vegna þess að alltof fáir vilji spara. Eitthvað er hæft í þessu en mergurinn málsins er allur annar. Öllum sparnaði fylgir einhver áhætta og hver sá sem leggur fyrir vill á einhverjum tímapunkti fá peningana til sín aftur og gott betur. Einn veigamikill áhættuþáttur hérlendis er lítið traust til gjaldmiðils okkar, íslensku krónunnar. Reynslan og sagan kennir okkur að aldrei er að vita nema nýjar kollsteypur með tilheyrandi gengislækkun íslensku krónunnar drepi aftur á dyr íslenskra heimila. Þessi áhætta dregur úr vilja fólks til að spara peninga. Hún veldur því að bankar hafa háa vexti á útlánum til öryggis. Hér fylgir Pétur dyggilega þeirri íslensku umræðuhefð að minnast helst aldrei á grundvallaratriði hvers máls. Hann spyr því ekki sjálfan sig hver sé ein helsta orsök lítils sparnaðar hér á landi. Pétur bendir á fá úrræði til að örva sparnað nema kannski það helst að fá fólk til að hætta að skulda og í staðinn auka sparnað. En þetta er engin lækning á þjóðarmeini. Þetta er eins og að segja lungnabólgusjúklingi að úða í sig asperíntöflum og að telja honum svo trú um að það muni leiða til fulls bata. Í máli Péturs er lækning einkenna í stað sjúkdóms það helsta sem hann leggur til. Góð leið til að örva sparnað væri að kasta krónunni á haugana og innleiða gjaldmiðil sem betur er treystandi á grundvelli útbreiðslu og stærðar. Hins vegar telur Pétur réttilega að hár skattur á nafnvexti dragi einnig úr hvata til sparnaðar. Tuttugu prósenta fjármagnstekjuskattur er mjög hár í landi þar sem vaxtagjöld eru ekki frádráttarbær eins og tíðkast í sumum nágrannalanda okkar Er ekki kominn tími til að Íslendingar horfist í augu við raunveruleikann?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun