Hömlur á viðskiptafrelsi eru brýn nauðsyn Einar Ólafsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Með því að segja að hömlur á viðskiptafrelsi séu brýn nauðsyn verða eflaust margir til að telja mig gamaldags og íhaldssaman, enda er það útbreidd skoðun að framtíðin liggi í æ frjálsari viðskiptum. Frelsi til athafna og samskipta er sannarlega í grundvallaratriðum af hinu góða og það ætti að hafa að leiðarljósi. Það á líka við um frelsi manna til að stunda viðskipti sín á milli. En algert frelsi er óhugsandi í samfélagi, frelsi til athafna hlýtur alltaf að takmarkast við að þær skaði ekki aðra. Þess vegna eru ýmsar hömlur á frelsi almennt viðurkenndar. T.d. hafa hömlur á frelsi til ýmissa athafna vegna umhverfisáhrifa smám saman verið auknar. Og það er einmitt vegna umhverfisáhrifa sem nauðsynlegt er að takmarka viðskiptafrelsið. Vöruflutningar valda mengun. Stórir vörubílar, flugvélar og skip valda mengun. Loftslagsbreytingar af völdum mengunar geta haft geigvænlegar afleiðingar á umhverfi okkar og við verðum, þegar til framtíðar er litið, að velja milli þeirra og takmarkana á ýmsu frelsi, svo sem frelsi til vöruviðskipta um langan veg. Þess vegna er mikilvægt að leitast sé við að vörur séu framleiddar sem næst kaupandanum. Þar verður þó við ramman reip að draga, því að voldugir og áhrifamiklir aðilar munu beita sér gegn því þegar það ógnar hagsmunum þeirra. Auk þess þykir það ekki nútímalegt og þess vegna mun almenningur líka verða tregur í taumi, ekki síst margir sem telja sig upplýsta og nútímalega. Og svo krefst það líka mikilla breytinga á viðskipta- og framleiðslukerfi heimsins. Efnahagskerfi heimsins.Má útfæra á ýmsan hátt Þess vegna er mikilvægt að fara að huga að þessu sem allra fyrst, því að óhjákvæmilega taka róttækar breytingar í þessum efnum langan tíma. Þessar viðskiptatakmarkanir má útfæra á ýmsan hátt annan en með beinu banni. Frekar mætti hugsa sér mengunargjald á vöruflutninga, kílómetragjald eða eitthvað svoleiðis. Í þessu sambandi getum við leitt hugann að viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, enda er mörgum það mjög hugleikið. Íslendingar geta kannski hrósað happi yfir þeim takmörkunum sem við höfum nú á þeim viðskiptum. Við þurfum sem sagt ekki róttækan viðsnúning á því sviði heldur getum við þróað breytingar á því út frá þessari nauðsyn. Við þurfum ekki að rífast um gjöld á innflutning landbúnaðarvara, þau er sjálfsögð sem mengunargjöld. Að undanskildum vörum sem valda smithættu verður innflutningur leyfður, en við sættum okkur við að innfluttar vörur verði dýrar vegna mengunargjaldsins. Gjalds sem sjálfsagt rennur svo í sameiginlega sjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Með því að segja að hömlur á viðskiptafrelsi séu brýn nauðsyn verða eflaust margir til að telja mig gamaldags og íhaldssaman, enda er það útbreidd skoðun að framtíðin liggi í æ frjálsari viðskiptum. Frelsi til athafna og samskipta er sannarlega í grundvallaratriðum af hinu góða og það ætti að hafa að leiðarljósi. Það á líka við um frelsi manna til að stunda viðskipti sín á milli. En algert frelsi er óhugsandi í samfélagi, frelsi til athafna hlýtur alltaf að takmarkast við að þær skaði ekki aðra. Þess vegna eru ýmsar hömlur á frelsi almennt viðurkenndar. T.d. hafa hömlur á frelsi til ýmissa athafna vegna umhverfisáhrifa smám saman verið auknar. Og það er einmitt vegna umhverfisáhrifa sem nauðsynlegt er að takmarka viðskiptafrelsið. Vöruflutningar valda mengun. Stórir vörubílar, flugvélar og skip valda mengun. Loftslagsbreytingar af völdum mengunar geta haft geigvænlegar afleiðingar á umhverfi okkar og við verðum, þegar til framtíðar er litið, að velja milli þeirra og takmarkana á ýmsu frelsi, svo sem frelsi til vöruviðskipta um langan veg. Þess vegna er mikilvægt að leitast sé við að vörur séu framleiddar sem næst kaupandanum. Þar verður þó við ramman reip að draga, því að voldugir og áhrifamiklir aðilar munu beita sér gegn því þegar það ógnar hagsmunum þeirra. Auk þess þykir það ekki nútímalegt og þess vegna mun almenningur líka verða tregur í taumi, ekki síst margir sem telja sig upplýsta og nútímalega. Og svo krefst það líka mikilla breytinga á viðskipta- og framleiðslukerfi heimsins. Efnahagskerfi heimsins.Má útfæra á ýmsan hátt Þess vegna er mikilvægt að fara að huga að þessu sem allra fyrst, því að óhjákvæmilega taka róttækar breytingar í þessum efnum langan tíma. Þessar viðskiptatakmarkanir má útfæra á ýmsan hátt annan en með beinu banni. Frekar mætti hugsa sér mengunargjald á vöruflutninga, kílómetragjald eða eitthvað svoleiðis. Í þessu sambandi getum við leitt hugann að viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, enda er mörgum það mjög hugleikið. Íslendingar geta kannski hrósað happi yfir þeim takmörkunum sem við höfum nú á þeim viðskiptum. Við þurfum sem sagt ekki róttækan viðsnúning á því sviði heldur getum við þróað breytingar á því út frá þessari nauðsyn. Við þurfum ekki að rífast um gjöld á innflutning landbúnaðarvara, þau er sjálfsögð sem mengunargjöld. Að undanskildum vörum sem valda smithættu verður innflutningur leyfður, en við sættum okkur við að innfluttar vörur verði dýrar vegna mengunargjaldsins. Gjalds sem sjálfsagt rennur svo í sameiginlega sjóði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar