Flett ofan af fornu samsæri? Oddgeir Einarsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Nýverið var Samkeppniseftirlitinu sent erindi þar sem umbjóðandi minn, Mjólkurbúið ehf., hélt því fram að náið samstarf MS og KS undanfarin ár bryti gegn ákvæðum samkeppnislaga sem banna samkeppnishamlandi samráð fyrirtækja. Málið snýst í grundvallaratriðum um hvort MS njóti undanþágu búvörulaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Í búvörulögum kemur fram að aðeins „afurðastöðvar í mjólkuriðnaði“ njóti undanþágunnar. Ræður því úrslitum hvort MS sé „afurðastöð“ í skilningi búvörulaga. Hugtakið er sérstaklega skilgreint í lögunum þannig: „Afurðastöð er hver sú atvinnustarfsemi lögaðila eða einstaklings sem tekur við búvörum úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.“ Að mati umbjóðanda míns hefur MS augljóslega aldrei uppfyllt þetta skilyrði þar sem félagið hefur aldrei átt í viðskiptum við framleiðendur (bændur) með mjólk. Hið rétta er að Auðhumla, sem á meirihluta hlutafjár í MS, kaupir mjólkina af bændum og á þær fasteignir sem mjólkin er lögð inn í eftir að hún hefur verið sótt til bænda. Af þeim sökum er Auðhumla, og hefur alltaf verið, aðili að Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) en MS ekki. Þessu til enn frekari stuðnings má nefna að þegar núgildandi undanþáguákvæði í búvörulögunum voru sett árið 2004 sagði m.a. í greinargerð með frumvarpinu að lögunum á Alþingi: „Í þessu felst að fara ber varlega þegar lagður er sá skilningur í lagaákvæði að þau undanskilji tiltekna þætti í atvinnustarfsemi gildissviði samkeppnislaga og þar með íhlutunarvaldi samkeppnisyfirvalda. Því þarf með skýrum lagatexta að lögfesta vilja löggjafans til þess undanskilja ákveðna þætti landbúnaðarins gildissviði samkeppnislaga.“ Eftir að fréttir bárust af því að tilkynnt hefði verið um meint brot MS og fleiri aðila til Samkeppniseftirlitsins birtust útskýringar forstjóra MS í fjölmiðlum. Meðal annars sagði hann í viðskiptablaðinu þann 28. október sl. að hann teldi „vangavelturnar byggðar á misskilningi“. Þessu til stuðnings nefndi hann að MS væri „skilgreind sem afurðastöð samkvæmt Matvælastofnun“.Kýrskýrt Um þetta er það að segja að hvergi í regluverki Matvælastofnunar er stofnuninni falið að skilgreina hvaða aðilar séu afurðastöð og hvað þá samkvæmt framangreindri skilgreiningu í búvörulögum. Vísun í skilgreiningu Matvælastofnunar er því að mati umbjóðanda míns í besta falli misskilningur en í versta falli blekking. Forstjóri MS sagði enn fremur að skilgreining á afurðastöð færi ekki eftir því hvort fyrirtækið væri í reikningssambandi við bændur. Auðhumla sjái um reikningshaldið en innviktun mjólkur sé á höndum MS. Hér gerir forstjóri MS afar lítið úr hlutverki Auðhumlu og nefnir að það sjái bara um „reikningshaldið“. Ef rétt væri að MS væri afurðastöðin og Auðhumla sjái bara um reikningshaldið er rétt að spyrja: Ef það, að sækja mjólkina fyrir kaupandann Auðhumlu, ræður úrslitum um hvort aðili er afurðastöð, en ekki hver kaupi í raun mjólkina og gerir reikninga fyrir henni, af hverju er MS þá ekki aðili að samtökum afurðastöðva í stað Auðhumlu? Í fréttatilkynningu sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 28. janúar 2010 var fjallað um ráðningu Guðna Ágústssonar til SAM. Þar sagði m.a.: „Afurðastöðvar, sem taka við mjólk beint frá framleiðendum, eiga rétt á að gerast aðilar að samtökunum. Allar afurðastöðvar landsins eiga aðild að SAM.“ Það var því alveg kýrskýrt árið 2010 að MS var ekki afurðastöð heldur Auðhumla. Ekkert hefur breyst síðan þá og er MS heldur ekki afurðastöð í dag. Þar sem MS er ekki afurðastöð má ljóst vera að samráð félagsins við aðra aðila sem sannanlega hefur átt sér stað og gerir enn t.d. um verðtilfærslur og skiptingu markaða fellur undir samkeppnislög. Að mati umbjóðanda míns virðist Samkeppniseftirlitið líkt og margir aðrir ranglega hafa litið svo á undanfarin ár að MS væri undanþegið samkeppnislögum að einhverju leyti. Jafnvel umbjóðanda mínum kom ekki annað til hugar. Umbjóðandi minn hefur nú skorað á Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á háttsemi MS og annarra á mjólkurmarkaði undanfarin ár, sérstaklega með hliðsjón af því hvort ákvæði um ólögmætt samráð kunni að eiga við um háttsemi aðila. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitsins. Á mjólkurfernum MS stendur nú áberandi stöfum: „Hefur þú flett ofan af fornu samsæri nýlega?“ Þeirri spurningu er auðsvarað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýverið var Samkeppniseftirlitinu sent erindi þar sem umbjóðandi minn, Mjólkurbúið ehf., hélt því fram að náið samstarf MS og KS undanfarin ár bryti gegn ákvæðum samkeppnislaga sem banna samkeppnishamlandi samráð fyrirtækja. Málið snýst í grundvallaratriðum um hvort MS njóti undanþágu búvörulaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Í búvörulögum kemur fram að aðeins „afurðastöðvar í mjólkuriðnaði“ njóti undanþágunnar. Ræður því úrslitum hvort MS sé „afurðastöð“ í skilningi búvörulaga. Hugtakið er sérstaklega skilgreint í lögunum þannig: „Afurðastöð er hver sú atvinnustarfsemi lögaðila eða einstaklings sem tekur við búvörum úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.“ Að mati umbjóðanda míns hefur MS augljóslega aldrei uppfyllt þetta skilyrði þar sem félagið hefur aldrei átt í viðskiptum við framleiðendur (bændur) með mjólk. Hið rétta er að Auðhumla, sem á meirihluta hlutafjár í MS, kaupir mjólkina af bændum og á þær fasteignir sem mjólkin er lögð inn í eftir að hún hefur verið sótt til bænda. Af þeim sökum er Auðhumla, og hefur alltaf verið, aðili að Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) en MS ekki. Þessu til enn frekari stuðnings má nefna að þegar núgildandi undanþáguákvæði í búvörulögunum voru sett árið 2004 sagði m.a. í greinargerð með frumvarpinu að lögunum á Alþingi: „Í þessu felst að fara ber varlega þegar lagður er sá skilningur í lagaákvæði að þau undanskilji tiltekna þætti í atvinnustarfsemi gildissviði samkeppnislaga og þar með íhlutunarvaldi samkeppnisyfirvalda. Því þarf með skýrum lagatexta að lögfesta vilja löggjafans til þess undanskilja ákveðna þætti landbúnaðarins gildissviði samkeppnislaga.“ Eftir að fréttir bárust af því að tilkynnt hefði verið um meint brot MS og fleiri aðila til Samkeppniseftirlitsins birtust útskýringar forstjóra MS í fjölmiðlum. Meðal annars sagði hann í viðskiptablaðinu þann 28. október sl. að hann teldi „vangavelturnar byggðar á misskilningi“. Þessu til stuðnings nefndi hann að MS væri „skilgreind sem afurðastöð samkvæmt Matvælastofnun“.Kýrskýrt Um þetta er það að segja að hvergi í regluverki Matvælastofnunar er stofnuninni falið að skilgreina hvaða aðilar séu afurðastöð og hvað þá samkvæmt framangreindri skilgreiningu í búvörulögum. Vísun í skilgreiningu Matvælastofnunar er því að mati umbjóðanda míns í besta falli misskilningur en í versta falli blekking. Forstjóri MS sagði enn fremur að skilgreining á afurðastöð færi ekki eftir því hvort fyrirtækið væri í reikningssambandi við bændur. Auðhumla sjái um reikningshaldið en innviktun mjólkur sé á höndum MS. Hér gerir forstjóri MS afar lítið úr hlutverki Auðhumlu og nefnir að það sjái bara um „reikningshaldið“. Ef rétt væri að MS væri afurðastöðin og Auðhumla sjái bara um reikningshaldið er rétt að spyrja: Ef það, að sækja mjólkina fyrir kaupandann Auðhumlu, ræður úrslitum um hvort aðili er afurðastöð, en ekki hver kaupi í raun mjólkina og gerir reikninga fyrir henni, af hverju er MS þá ekki aðili að samtökum afurðastöðva í stað Auðhumlu? Í fréttatilkynningu sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 28. janúar 2010 var fjallað um ráðningu Guðna Ágústssonar til SAM. Þar sagði m.a.: „Afurðastöðvar, sem taka við mjólk beint frá framleiðendum, eiga rétt á að gerast aðilar að samtökunum. Allar afurðastöðvar landsins eiga aðild að SAM.“ Það var því alveg kýrskýrt árið 2010 að MS var ekki afurðastöð heldur Auðhumla. Ekkert hefur breyst síðan þá og er MS heldur ekki afurðastöð í dag. Þar sem MS er ekki afurðastöð má ljóst vera að samráð félagsins við aðra aðila sem sannanlega hefur átt sér stað og gerir enn t.d. um verðtilfærslur og skiptingu markaða fellur undir samkeppnislög. Að mati umbjóðanda míns virðist Samkeppniseftirlitið líkt og margir aðrir ranglega hafa litið svo á undanfarin ár að MS væri undanþegið samkeppnislögum að einhverju leyti. Jafnvel umbjóðanda mínum kom ekki annað til hugar. Umbjóðandi minn hefur nú skorað á Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á háttsemi MS og annarra á mjólkurmarkaði undanfarin ár, sérstaklega með hliðsjón af því hvort ákvæði um ólögmætt samráð kunni að eiga við um háttsemi aðila. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitsins. Á mjólkurfernum MS stendur nú áberandi stöfum: „Hefur þú flett ofan af fornu samsæri nýlega?“ Þeirri spurningu er auðsvarað.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar