Borgaraþing klári stjórnarskrármálið Eiríkur Bergmann skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag lagði ég til að sérstöku slembivöldu borgaraþingi verði falið að klára stjórnarskrármálið með styrkum stuðningi sérfræðinga og í þéttu samráði við Alþingi. Byggt yrði á niðurstöðum þjóðfundarins, skýrslu stjórnlaganefndar og frumvarpsdrögum stjórnlagaráðs auk annars fyrra starfs í málinu. Þessi tillaga byggir á lærdómi dregnum af samanburði við álíka tilraunir erlendis sem ég kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ síðastliðinn föstudag. Íslenska stjórnlagaferlið fellur í hóp álíka tilrauna í Kanada, Hollandi, Belgíu, Írlandi, Eistlandi og Brasilíu. Samanlagt eru slíkar tilraunir að verða að módeli fyrir framþróun lýðræðis. Svona borgaraþing (á ensku ýmist kölluð Citizens Assembly eða Mini Public) – oftast slembivalin en stundum kjörin eins og hér var – gagnast einkum við takast á við deiluefni sem þjóðþingin hafa átt örðugt með að útkljá. Borgaraþing af þessu tagi starfa ekki í andstöðu við þjóðþingin heldur styðja við starf löggjafarsamkundunnar og bæta nýrri vídd við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Viðlíka tilraunir um veröldina hafa eins og á Íslandi gjarnan verið gerðar í kjölfar áfalls heima fyrir. Á Íslandi leiddi efnahagsáfallið hins vegar til nánast upplausnarástands í stjórnmálum heima fyrir sem gerði allar lýðræðisumbætur ómögulegar vegna innri deilna. Lærdómurinn að utan sýnir að árangurinn er mestur þar sem þétt samráð og gagnkvæm virðing ríkir á milli borgaraþingsins og þjóðþingsins. Eins og til að mynda var raunin á Írlandi þar sem 33 þingmenn og 66 slembivaldir borgarar studdir sveit öflugra sérfræðinga komu saman og ræddu til niðurstöðu mörg helstu álitamál írskrar þjóðskipunar. Öfugt við spár þeirra sem óttuðust að þingmennirnir myndu yfirgnæfa starfið gerðist hið öndverða. Þingmennirnir hlustuðu á sjónarmið borgaranna og kappkostuðu að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu. Svo skipti sköpum að þegar tillögurnar loks komu inn á þjóðþingið voru þar fyrir 33 bandamenn verkefnisins úr öllum flokkum sem litu á það sem sitt hlutverk að þræða málið í gegnum hina þinglegu meðferð. Því miður var annað uppi á teningnum hjá okkur. Þingið var ekki með í ráðum í starfi stjórnlagaráðs sem skýrir að hluta kaldar móttökur stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi. Tilraunin á Írlandi bendir eindregið til þess að vænlegra til árangurs sé að flétta þátttöku þingmanna við starf borgaraþingsins. Því legg ég til framangreinda leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag lagði ég til að sérstöku slembivöldu borgaraþingi verði falið að klára stjórnarskrármálið með styrkum stuðningi sérfræðinga og í þéttu samráði við Alþingi. Byggt yrði á niðurstöðum þjóðfundarins, skýrslu stjórnlaganefndar og frumvarpsdrögum stjórnlagaráðs auk annars fyrra starfs í málinu. Þessi tillaga byggir á lærdómi dregnum af samanburði við álíka tilraunir erlendis sem ég kynnti á Þjóðarspeglinum í HÍ síðastliðinn föstudag. Íslenska stjórnlagaferlið fellur í hóp álíka tilrauna í Kanada, Hollandi, Belgíu, Írlandi, Eistlandi og Brasilíu. Samanlagt eru slíkar tilraunir að verða að módeli fyrir framþróun lýðræðis. Svona borgaraþing (á ensku ýmist kölluð Citizens Assembly eða Mini Public) – oftast slembivalin en stundum kjörin eins og hér var – gagnast einkum við takast á við deiluefni sem þjóðþingin hafa átt örðugt með að útkljá. Borgaraþing af þessu tagi starfa ekki í andstöðu við þjóðþingin heldur styðja við starf löggjafarsamkundunnar og bæta nýrri vídd við hið hefðbundna fulltrúalýðræði. Viðlíka tilraunir um veröldina hafa eins og á Íslandi gjarnan verið gerðar í kjölfar áfalls heima fyrir. Á Íslandi leiddi efnahagsáfallið hins vegar til nánast upplausnarástands í stjórnmálum heima fyrir sem gerði allar lýðræðisumbætur ómögulegar vegna innri deilna. Lærdómurinn að utan sýnir að árangurinn er mestur þar sem þétt samráð og gagnkvæm virðing ríkir á milli borgaraþingsins og þjóðþingsins. Eins og til að mynda var raunin á Írlandi þar sem 33 þingmenn og 66 slembivaldir borgarar studdir sveit öflugra sérfræðinga komu saman og ræddu til niðurstöðu mörg helstu álitamál írskrar þjóðskipunar. Öfugt við spár þeirra sem óttuðust að þingmennirnir myndu yfirgnæfa starfið gerðist hið öndverða. Þingmennirnir hlustuðu á sjónarmið borgaranna og kappkostuðu að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu. Svo skipti sköpum að þegar tillögurnar loks komu inn á þjóðþingið voru þar fyrir 33 bandamenn verkefnisins úr öllum flokkum sem litu á það sem sitt hlutverk að þræða málið í gegnum hina þinglegu meðferð. Því miður var annað uppi á teningnum hjá okkur. Þingið var ekki með í ráðum í starfi stjórnlagaráðs sem skýrir að hluta kaldar móttökur stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi. Tilraunin á Írlandi bendir eindregið til þess að vænlegra til árangurs sé að flétta þátttöku þingmanna við starf borgaraþingsins. Því legg ég til framangreinda leið.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun