Hreyfing í upphafi skóladags eykur einbeitingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Fjör á skólalóðinni. Nemendur fá útrás fyrir hreyfiþörf sína í upphafi hvers skóladags. Þeir fara einnig í frímínútur eins og venjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrsti og annar bekkur nemenda í Flataskóla í Garðabæ hafa frá upphafi haustannar byrjað skóladaginn á skipulagðri hreyfingu. Nú þegar má sjá árangur af breyttu skipulagi skóladagsins, að því er Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri greinir frá. „Börnin í fyrsta og öðrum bekk og að hluta til í þriðja bekk eru ýmist í íþróttum, sundi eða skipulögðum hreyfileikjum á skólalóðinni fyrstu kennslustund dagsins alla fimm daga vikunnar. Það er greinilegt að þau eru búin að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína þegar þau koma inn í kennslustofuna. Þau einbeita sér nefnilega betur að verkefnum sínum.“Elín GuðmundsdóttirVerkefnin sem þau takast fyrst á við að lokinni hreyfingu eru lestur og stærðfræði og er það í samræmi við hugmyndir Hermundar Sigmundssonar, prófessors við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. „Við fylgdumst með því sem hann var að gera í Noregi. Við teljum að það skipti miklu máli að einbeita sér að grunnþáttunum fyrir hádegi,“ segir Elín. Hermundur segir hugmyndir sínar um skipulag skóladagsins hafa hlotið góðar viðtökur í Noregi og að þær byggist meðal annars á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á nokkrum 14 ára nemendum í Norður-Þrændalögum árið 2010 í tengslum við meistaranám. Skoðað var annars vegar hvaða áhrif skipulögð hreyfing í lok skóladags hafði á einbeitingu og hins vegar hreyfing í upphafi skóladags. Rannsóknin stóð yfir í 30 daga og leiddi í ljós að meiri ró varð í kennslustundum ef nemendur byrjuðu skóladaginn á hreyfingu.hermundur Sigmundsson„Aðrar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að börn eru betur í stakk búin til að einbeita sér að námi fái þau næga hreyfingu. Að byrja skóladaginn með hreyfingu gæti verið ein af lausnunum til að bæta árangur í skólanum en þetta þyrfti að rannsaka betur. Það þarf ekki að kosta mikið fyrir skólana að breyta skipulagi skóladagsins. Fyrstu árin er mikilvægast að ná góðum tökum á lestri og stærðfræði. Lestur er lykillinn að öllu. Við vitum af vandamálum eins og skorti á lesfærni og brottfalli. Þetta eru áskoranir sem þarf að takast á við og við ættum að byggja á nýjustu rannsóknum,“ segir Hermundur og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að kennslustundir séu ekki lengri en 40 mínútur í senn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla leiddu í ljós að nemendum í 5. bekk grunnskóla sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Niðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fyrsti og annar bekkur nemenda í Flataskóla í Garðabæ hafa frá upphafi haustannar byrjað skóladaginn á skipulagðri hreyfingu. Nú þegar má sjá árangur af breyttu skipulagi skóladagsins, að því er Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri greinir frá. „Börnin í fyrsta og öðrum bekk og að hluta til í þriðja bekk eru ýmist í íþróttum, sundi eða skipulögðum hreyfileikjum á skólalóðinni fyrstu kennslustund dagsins alla fimm daga vikunnar. Það er greinilegt að þau eru búin að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína þegar þau koma inn í kennslustofuna. Þau einbeita sér nefnilega betur að verkefnum sínum.“Elín GuðmundsdóttirVerkefnin sem þau takast fyrst á við að lokinni hreyfingu eru lestur og stærðfræði og er það í samræmi við hugmyndir Hermundar Sigmundssonar, prófessors við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. „Við fylgdumst með því sem hann var að gera í Noregi. Við teljum að það skipti miklu máli að einbeita sér að grunnþáttunum fyrir hádegi,“ segir Elín. Hermundur segir hugmyndir sínar um skipulag skóladagsins hafa hlotið góðar viðtökur í Noregi og að þær byggist meðal annars á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á nokkrum 14 ára nemendum í Norður-Þrændalögum árið 2010 í tengslum við meistaranám. Skoðað var annars vegar hvaða áhrif skipulögð hreyfing í lok skóladags hafði á einbeitingu og hins vegar hreyfing í upphafi skóladags. Rannsóknin stóð yfir í 30 daga og leiddi í ljós að meiri ró varð í kennslustundum ef nemendur byrjuðu skóladaginn á hreyfingu.hermundur Sigmundsson„Aðrar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að börn eru betur í stakk búin til að einbeita sér að námi fái þau næga hreyfingu. Að byrja skóladaginn með hreyfingu gæti verið ein af lausnunum til að bæta árangur í skólanum en þetta þyrfti að rannsaka betur. Það þarf ekki að kosta mikið fyrir skólana að breyta skipulagi skóladagsins. Fyrstu árin er mikilvægast að ná góðum tökum á lestri og stærðfræði. Lestur er lykillinn að öllu. Við vitum af vandamálum eins og skorti á lesfærni og brottfalli. Þetta eru áskoranir sem þarf að takast á við og við ættum að byggja á nýjustu rannsóknum,“ segir Hermundur og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að kennslustundir séu ekki lengri en 40 mínútur í senn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla leiddu í ljós að nemendum í 5. bekk grunnskóla sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Niðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira