Hreyfing í upphafi skóladags eykur einbeitingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Fjör á skólalóðinni. Nemendur fá útrás fyrir hreyfiþörf sína í upphafi hvers skóladags. Þeir fara einnig í frímínútur eins og venjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrsti og annar bekkur nemenda í Flataskóla í Garðabæ hafa frá upphafi haustannar byrjað skóladaginn á skipulagðri hreyfingu. Nú þegar má sjá árangur af breyttu skipulagi skóladagsins, að því er Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri greinir frá. „Börnin í fyrsta og öðrum bekk og að hluta til í þriðja bekk eru ýmist í íþróttum, sundi eða skipulögðum hreyfileikjum á skólalóðinni fyrstu kennslustund dagsins alla fimm daga vikunnar. Það er greinilegt að þau eru búin að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína þegar þau koma inn í kennslustofuna. Þau einbeita sér nefnilega betur að verkefnum sínum.“Elín GuðmundsdóttirVerkefnin sem þau takast fyrst á við að lokinni hreyfingu eru lestur og stærðfræði og er það í samræmi við hugmyndir Hermundar Sigmundssonar, prófessors við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. „Við fylgdumst með því sem hann var að gera í Noregi. Við teljum að það skipti miklu máli að einbeita sér að grunnþáttunum fyrir hádegi,“ segir Elín. Hermundur segir hugmyndir sínar um skipulag skóladagsins hafa hlotið góðar viðtökur í Noregi og að þær byggist meðal annars á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á nokkrum 14 ára nemendum í Norður-Þrændalögum árið 2010 í tengslum við meistaranám. Skoðað var annars vegar hvaða áhrif skipulögð hreyfing í lok skóladags hafði á einbeitingu og hins vegar hreyfing í upphafi skóladags. Rannsóknin stóð yfir í 30 daga og leiddi í ljós að meiri ró varð í kennslustundum ef nemendur byrjuðu skóladaginn á hreyfingu.hermundur Sigmundsson„Aðrar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að börn eru betur í stakk búin til að einbeita sér að námi fái þau næga hreyfingu. Að byrja skóladaginn með hreyfingu gæti verið ein af lausnunum til að bæta árangur í skólanum en þetta þyrfti að rannsaka betur. Það þarf ekki að kosta mikið fyrir skólana að breyta skipulagi skóladagsins. Fyrstu árin er mikilvægast að ná góðum tökum á lestri og stærðfræði. Lestur er lykillinn að öllu. Við vitum af vandamálum eins og skorti á lesfærni og brottfalli. Þetta eru áskoranir sem þarf að takast á við og við ættum að byggja á nýjustu rannsóknum,“ segir Hermundur og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að kennslustundir séu ekki lengri en 40 mínútur í senn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla leiddu í ljós að nemendum í 5. bekk grunnskóla sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Niðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Fyrsti og annar bekkur nemenda í Flataskóla í Garðabæ hafa frá upphafi haustannar byrjað skóladaginn á skipulagðri hreyfingu. Nú þegar má sjá árangur af breyttu skipulagi skóladagsins, að því er Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri greinir frá. „Börnin í fyrsta og öðrum bekk og að hluta til í þriðja bekk eru ýmist í íþróttum, sundi eða skipulögðum hreyfileikjum á skólalóðinni fyrstu kennslustund dagsins alla fimm daga vikunnar. Það er greinilegt að þau eru búin að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína þegar þau koma inn í kennslustofuna. Þau einbeita sér nefnilega betur að verkefnum sínum.“Elín GuðmundsdóttirVerkefnin sem þau takast fyrst á við að lokinni hreyfingu eru lestur og stærðfræði og er það í samræmi við hugmyndir Hermundar Sigmundssonar, prófessors við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. „Við fylgdumst með því sem hann var að gera í Noregi. Við teljum að það skipti miklu máli að einbeita sér að grunnþáttunum fyrir hádegi,“ segir Elín. Hermundur segir hugmyndir sínar um skipulag skóladagsins hafa hlotið góðar viðtökur í Noregi og að þær byggist meðal annars á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á nokkrum 14 ára nemendum í Norður-Þrændalögum árið 2010 í tengslum við meistaranám. Skoðað var annars vegar hvaða áhrif skipulögð hreyfing í lok skóladags hafði á einbeitingu og hins vegar hreyfing í upphafi skóladags. Rannsóknin stóð yfir í 30 daga og leiddi í ljós að meiri ró varð í kennslustundum ef nemendur byrjuðu skóladaginn á hreyfingu.hermundur Sigmundsson„Aðrar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að börn eru betur í stakk búin til að einbeita sér að námi fái þau næga hreyfingu. Að byrja skóladaginn með hreyfingu gæti verið ein af lausnunum til að bæta árangur í skólanum en þetta þyrfti að rannsaka betur. Það þarf ekki að kosta mikið fyrir skólana að breyta skipulagi skóladagsins. Fyrstu árin er mikilvægast að ná góðum tökum á lestri og stærðfræði. Lestur er lykillinn að öllu. Við vitum af vandamálum eins og skorti á lesfærni og brottfalli. Þetta eru áskoranir sem þarf að takast á við og við ættum að byggja á nýjustu rannsóknum,“ segir Hermundur og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að kennslustundir séu ekki lengri en 40 mínútur í senn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla leiddu í ljós að nemendum í 5. bekk grunnskóla sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Niðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira