Hreyfing í upphafi skóladags eykur einbeitingu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Fjör á skólalóðinni. Nemendur fá útrás fyrir hreyfiþörf sína í upphafi hvers skóladags. Þeir fara einnig í frímínútur eins og venjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrsti og annar bekkur nemenda í Flataskóla í Garðabæ hafa frá upphafi haustannar byrjað skóladaginn á skipulagðri hreyfingu. Nú þegar má sjá árangur af breyttu skipulagi skóladagsins, að því er Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri greinir frá. „Börnin í fyrsta og öðrum bekk og að hluta til í þriðja bekk eru ýmist í íþróttum, sundi eða skipulögðum hreyfileikjum á skólalóðinni fyrstu kennslustund dagsins alla fimm daga vikunnar. Það er greinilegt að þau eru búin að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína þegar þau koma inn í kennslustofuna. Þau einbeita sér nefnilega betur að verkefnum sínum.“Elín GuðmundsdóttirVerkefnin sem þau takast fyrst á við að lokinni hreyfingu eru lestur og stærðfræði og er það í samræmi við hugmyndir Hermundar Sigmundssonar, prófessors við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. „Við fylgdumst með því sem hann var að gera í Noregi. Við teljum að það skipti miklu máli að einbeita sér að grunnþáttunum fyrir hádegi,“ segir Elín. Hermundur segir hugmyndir sínar um skipulag skóladagsins hafa hlotið góðar viðtökur í Noregi og að þær byggist meðal annars á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á nokkrum 14 ára nemendum í Norður-Þrændalögum árið 2010 í tengslum við meistaranám. Skoðað var annars vegar hvaða áhrif skipulögð hreyfing í lok skóladags hafði á einbeitingu og hins vegar hreyfing í upphafi skóladags. Rannsóknin stóð yfir í 30 daga og leiddi í ljós að meiri ró varð í kennslustundum ef nemendur byrjuðu skóladaginn á hreyfingu.hermundur Sigmundsson„Aðrar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að börn eru betur í stakk búin til að einbeita sér að námi fái þau næga hreyfingu. Að byrja skóladaginn með hreyfingu gæti verið ein af lausnunum til að bæta árangur í skólanum en þetta þyrfti að rannsaka betur. Það þarf ekki að kosta mikið fyrir skólana að breyta skipulagi skóladagsins. Fyrstu árin er mikilvægast að ná góðum tökum á lestri og stærðfræði. Lestur er lykillinn að öllu. Við vitum af vandamálum eins og skorti á lesfærni og brottfalli. Þetta eru áskoranir sem þarf að takast á við og við ættum að byggja á nýjustu rannsóknum,“ segir Hermundur og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að kennslustundir séu ekki lengri en 40 mínútur í senn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla leiddu í ljós að nemendum í 5. bekk grunnskóla sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Niðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Fyrsti og annar bekkur nemenda í Flataskóla í Garðabæ hafa frá upphafi haustannar byrjað skóladaginn á skipulagðri hreyfingu. Nú þegar má sjá árangur af breyttu skipulagi skóladagsins, að því er Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri greinir frá. „Börnin í fyrsta og öðrum bekk og að hluta til í þriðja bekk eru ýmist í íþróttum, sundi eða skipulögðum hreyfileikjum á skólalóðinni fyrstu kennslustund dagsins alla fimm daga vikunnar. Það er greinilegt að þau eru búin að fá útrás fyrir hreyfiþörf sína þegar þau koma inn í kennslustofuna. Þau einbeita sér nefnilega betur að verkefnum sínum.“Elín GuðmundsdóttirVerkefnin sem þau takast fyrst á við að lokinni hreyfingu eru lestur og stærðfræði og er það í samræmi við hugmyndir Hermundar Sigmundssonar, prófessors við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. „Við fylgdumst með því sem hann var að gera í Noregi. Við teljum að það skipti miklu máli að einbeita sér að grunnþáttunum fyrir hádegi,“ segir Elín. Hermundur segir hugmyndir sínar um skipulag skóladagsins hafa hlotið góðar viðtökur í Noregi og að þær byggist meðal annars á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á nokkrum 14 ára nemendum í Norður-Þrændalögum árið 2010 í tengslum við meistaranám. Skoðað var annars vegar hvaða áhrif skipulögð hreyfing í lok skóladags hafði á einbeitingu og hins vegar hreyfing í upphafi skóladags. Rannsóknin stóð yfir í 30 daga og leiddi í ljós að meiri ró varð í kennslustundum ef nemendur byrjuðu skóladaginn á hreyfingu.hermundur Sigmundsson„Aðrar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að börn eru betur í stakk búin til að einbeita sér að námi fái þau næga hreyfingu. Að byrja skóladaginn með hreyfingu gæti verið ein af lausnunum til að bæta árangur í skólanum en þetta þyrfti að rannsaka betur. Það þarf ekki að kosta mikið fyrir skólana að breyta skipulagi skóladagsins. Fyrstu árin er mikilvægast að ná góðum tökum á lestri og stærðfræði. Lestur er lykillinn að öllu. Við vitum af vandamálum eins og skorti á lesfærni og brottfalli. Þetta eru áskoranir sem þarf að takast á við og við ættum að byggja á nýjustu rannsóknum,“ segir Hermundur og leggur um leið áherslu á mikilvægi þess að kennslustundir séu ekki lengri en 40 mínútur í senn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Gautaborgarháskóla leiddu í ljós að nemendum í 5. bekk grunnskóla sem fengu tvo viðbótartíma í íþróttum á viku gekk betur í samræmdum prófum í sænsku, ensku og stærðfræði en viðmiðunarhópum. Niðurstöður stórrar rannsóknar á Íslandi, Lífsstíll 7 til 9 ára grunnskólabarna – íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu, gefa til kynna að þau sem juku hreyfingu sína og borðuðu hollari mat náðu marktækt betri námsárangri í samræmdu prófi í íslensku og stærðfræði við 9 ára aldur en börn í samanburðarhópi. Rannsóknin var gerð í sex grunnskólum í Reykjavík, þremur íhlutunarskólum og þremur viðmiðunarskólum, frá 2006 til 2008.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent