Verið að skjóta okkur niður Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. október 2014 09:00 Verði fjárlagafrumvarpið samþykkt fá þeir sem orðnir eru 25 ára og eldri ekki inngöngu í framhaldsskóla. Þeir verða því að fara aðrar leiðir ætli þeir í háskólanám. Vísir/Anton Það er byggðamál að styðja við og styrkja starfsemi fjölbrauta- og menntaskóla úti á landi, segja stjórnmálamenn og undir það tekur skólafólk úti á landi. Með því móti fái fleiri háskólamenntaðir störf á landsbyggðinni. Fólk sem hefur hætt í skóla á unglingsaldri hefur komist í nám í sinni heimabyggð hafi það á annað borð hug á að afla sér menntunar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, verði það að lögum, á að neita fólki sem orðið er 25 ára um skólavist í framhaldsskólum og það kemur illa við marga litla skóla á landsbyggðinni, svo sem Menntaskólann á Egilsstöðum, Menntaskólann á Tröllaskaga og Fjölbrautaskóla Snæfellsness. „Ég var að vona að við gætum haldið áfram að byggja áfram upp og leyft skólanum að stækka og þróast. Fólk hefur viljað flytja hingað til að stunda nám því skólinn hefur þótt góður. Nú er hins vegar verið að skjóta okkur niður,“ segir Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, sem hefur höfuðstöðvar í Ólafsfirði. Hulda ÓlafsdóttirHún segir að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í þeirri mynd sem það liggi fyrir og 25 ára og eldri fái ekki aðgang að framhaldsskólunum verði hún að vísa 40 til 60 nemendum úr skólanum. Þetta sé allt fullorðið fólk sem sé að reyna að verða sér úti um stúdentspróf. „Ég veit hins vegar ekki hvort mér er heimilt samkvæmt lögum að vísa þessu fólki frá. Það er búið að bjóða það velkomið í skólann og svo stendur skólinn ekki við sitt, það þarf að athuga vel stöðu þessa hóps,“ segir Lára. Önnur áhrif segir hún þau að það muni draga úr námsframboði fyrir yngri nemendur, auk þess að um leið og kennsla minnki verði að fækka kennurum við skólann. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt að það séu aðrar menntunarleiðir fyrir 25 ára og eldri en fara í framhaldsskóla. Vissulega er það rétt. Þar má til að mynda nefna Mími, eina af ellefu símenntunarstöðvum landsins. Þar er hægt að ljúka nógu mörgum einingum á framhaldsskólastigi til þess að eiga möguleika á að komast í frumgreinadeild í Keili, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst og þaðan í háskólanám. Lára StefánsdóttirHulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis símenntunar, segir að Mímir hafi mikla reynslu í að mennta fullorðið fólk og segir ekkert því til fyrirstöðu að taka við fleiri nemendum fáist til þess fjármagn. „Við getum fjölgað nemendum en til þess þurfum við fjármagn frá hinu opinbera. Við höfum reynslu og þekkingu og erum viðurkennd fræðslustofnun. Faglega getum við gert þetta en við bætum ekki við okkur nemendum nema til komi aukið fjármagn,“ segir Hulda. Fólk sem fer í frumgreinadeildir getur lokið eins árs námi sem undirbýr það fyrir háskólanám. Við háskólabrúna á Keili eru nú um 200 manns við nám, bæði á Ásbrú á Suðurnesjum og á Akureyri. „Auðvitað þarf fjármagn með hverjum nemenda, fáist það er ekkert því til fyrirstöðu að við getum tekið við mun fleiri nemendum en stunda nú nám hjá okkur. Við myndum gera viðeigandi ráðstafanir til þess að taka á móti fleirum ef á þyrfti að halda,“ segir Soffía Waag, forstöðumaður Háskólabrúar Keilis. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Það er byggðamál að styðja við og styrkja starfsemi fjölbrauta- og menntaskóla úti á landi, segja stjórnmálamenn og undir það tekur skólafólk úti á landi. Með því móti fái fleiri háskólamenntaðir störf á landsbyggðinni. Fólk sem hefur hætt í skóla á unglingsaldri hefur komist í nám í sinni heimabyggð hafi það á annað borð hug á að afla sér menntunar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, verði það að lögum, á að neita fólki sem orðið er 25 ára um skólavist í framhaldsskólum og það kemur illa við marga litla skóla á landsbyggðinni, svo sem Menntaskólann á Egilsstöðum, Menntaskólann á Tröllaskaga og Fjölbrautaskóla Snæfellsness. „Ég var að vona að við gætum haldið áfram að byggja áfram upp og leyft skólanum að stækka og þróast. Fólk hefur viljað flytja hingað til að stunda nám því skólinn hefur þótt góður. Nú er hins vegar verið að skjóta okkur niður,“ segir Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, sem hefur höfuðstöðvar í Ólafsfirði. Hulda ÓlafsdóttirHún segir að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í þeirri mynd sem það liggi fyrir og 25 ára og eldri fái ekki aðgang að framhaldsskólunum verði hún að vísa 40 til 60 nemendum úr skólanum. Þetta sé allt fullorðið fólk sem sé að reyna að verða sér úti um stúdentspróf. „Ég veit hins vegar ekki hvort mér er heimilt samkvæmt lögum að vísa þessu fólki frá. Það er búið að bjóða það velkomið í skólann og svo stendur skólinn ekki við sitt, það þarf að athuga vel stöðu þessa hóps,“ segir Lára. Önnur áhrif segir hún þau að það muni draga úr námsframboði fyrir yngri nemendur, auk þess að um leið og kennsla minnki verði að fækka kennurum við skólann. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt að það séu aðrar menntunarleiðir fyrir 25 ára og eldri en fara í framhaldsskóla. Vissulega er það rétt. Þar má til að mynda nefna Mími, eina af ellefu símenntunarstöðvum landsins. Þar er hægt að ljúka nógu mörgum einingum á framhaldsskólastigi til þess að eiga möguleika á að komast í frumgreinadeild í Keili, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst og þaðan í háskólanám. Lára StefánsdóttirHulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis símenntunar, segir að Mímir hafi mikla reynslu í að mennta fullorðið fólk og segir ekkert því til fyrirstöðu að taka við fleiri nemendum fáist til þess fjármagn. „Við getum fjölgað nemendum en til þess þurfum við fjármagn frá hinu opinbera. Við höfum reynslu og þekkingu og erum viðurkennd fræðslustofnun. Faglega getum við gert þetta en við bætum ekki við okkur nemendum nema til komi aukið fjármagn,“ segir Hulda. Fólk sem fer í frumgreinadeildir getur lokið eins árs námi sem undirbýr það fyrir háskólanám. Við háskólabrúna á Keili eru nú um 200 manns við nám, bæði á Ásbrú á Suðurnesjum og á Akureyri. „Auðvitað þarf fjármagn með hverjum nemenda, fáist það er ekkert því til fyrirstöðu að við getum tekið við mun fleiri nemendum en stunda nú nám hjá okkur. Við myndum gera viðeigandi ráðstafanir til þess að taka á móti fleirum ef á þyrfti að halda,“ segir Soffía Waag, forstöðumaður Háskólabrúar Keilis.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira