Þrjár milljónir á dag Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 11. október 2014 09:00 r Ólafur Baldursson, lækningaforstjóri og Sigríður Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóra segja mikinn undirbúning á Landspítala vegna ebólufaraldursins. Visir/Ernir „Við munum lenda í því að einhver kemur inn á bráðadeild Landspítalans vegna gruns um að viðkomandi sé smitaður af ebólu. Við leggjum mikla áherslu á að vera viðbúin þegar það gerist,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að sjúkrahúsið sé ekki að öllu leyti tilbúið til að taka á móti sjúklingi sem væri með grun um ebólusmit, hins vegar yrði sjúkrahúsið að taka á móti viðkomandi ef sú staða kæmi upp. „Viðbragðsáætlun er til og við myndum gera okkar besta við slíkar aðstæður.“ Bráðalyflækningadeild í Fossvogi myndi taka á móti þeim sem kæmu vegna gruns um ebólusmit og þar hefur verið unnið að breytingum á húsnæði svo það henti verkefninu. Ekki er til fullkomin einangrunaraðstaða hér á landi sambærileg við það sem nágrannalöndin hafa yfir að ráða en það er verið að gera úrbætur. Vatns- og örveruheldur hlífðarbúnaður er til staðar og veiruheldar grímur eru til. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að í júlí hafi sjúkrahúsið farið að búa sig undir að taka á móti einstaklingum sem kæmu vegna gruns um ebólusmit. „Það er verið að setja saman teymi sem verður skipað 25 til 30 hjúkrunarfræðingum og læknum. Hlutverk hópsins verður að sinna þeim sem annaðhvort koma inn vegna gruns um smit eða veikjast hér á landi af ebólu. Það á eftir að þjálfa hópinn, en þjálfunarprógramm er tilbúið. Stjórnvöld hafa komið að þessu máli með okkur undanfarna daga hvað mögulegan kostnað varðar,“ segir Sigríður og bætir við að þjálfun hópsins muni ekki bara nýtast vegna ebóluverkefnisins heldur verði hægt að kalla hópinn saman, komi upp aðrar farsóttir í framtíðinni. Eins og komið hefur fram ítrekað í fréttum glímir Landspítalinn við peningaleysi og húsakost sem hentar ekki nútíma háskólasjúkrahúsi. Allur óvæntur kostnaður kemur því illa við sjúkrahúsið. Ólafur segir að nú þegar hafi ebólan kostað sjúkrahúsið að lágmarki 10 milljónir króna. Þær felist í breytingum á húsnæði og launakostnaði þeirra sem eru að búa sig undir að taka á móti smituðum. „Við höfum gert ákveðnar áætlanir vegna ebólunnar og höfum vilyrði fyrir fjármagni í verkefnið,“ segir hann. Sigríður segir að margt starfsfólk þurfi í kringum þá sem kæmu inn á sjúkrahúsið og væru með hugsanlegt ebólusmit. „Hér sinnum við þjónustu allan sólarhringinn. Við þurfum að lágmarki þrjá hjúkrunarfræðinga á hverja átta tíma vakt, og tvo lækna. Það eru því 11 sem þyrftu að sinna viðkomandi hvern sólarhring sem það tæki að skera úr um það hvort viðkomandi væri með ebólu eða einhvern annan sjúkdóm.“ Hún segir að kostnaðurinn yrði að lágmarki þrjár milljónir króna á sólarhring. Ef sinna þyrfti sjúklingi með staðfest smit hleypur kostnaður hinsvegar á tugum milljóna. „Sjúkrahúsið stendur höllum fæti. Þegar við fáum flókið og erfitt verkefni eins og ebólu þá er það þrautin þyngri fyrir sjúkrahúsið. Samt bregðumst við við og leggjum allt í að tryggja öryggi allra, bæði starfsfólksins og hugsanlegra sjúklinga,“ segir Ólafur. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
„Við munum lenda í því að einhver kemur inn á bráðadeild Landspítalans vegna gruns um að viðkomandi sé smitaður af ebólu. Við leggjum mikla áherslu á að vera viðbúin þegar það gerist,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að sjúkrahúsið sé ekki að öllu leyti tilbúið til að taka á móti sjúklingi sem væri með grun um ebólusmit, hins vegar yrði sjúkrahúsið að taka á móti viðkomandi ef sú staða kæmi upp. „Viðbragðsáætlun er til og við myndum gera okkar besta við slíkar aðstæður.“ Bráðalyflækningadeild í Fossvogi myndi taka á móti þeim sem kæmu vegna gruns um ebólusmit og þar hefur verið unnið að breytingum á húsnæði svo það henti verkefninu. Ekki er til fullkomin einangrunaraðstaða hér á landi sambærileg við það sem nágrannalöndin hafa yfir að ráða en það er verið að gera úrbætur. Vatns- og örveruheldur hlífðarbúnaður er til staðar og veiruheldar grímur eru til. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að í júlí hafi sjúkrahúsið farið að búa sig undir að taka á móti einstaklingum sem kæmu vegna gruns um ebólusmit. „Það er verið að setja saman teymi sem verður skipað 25 til 30 hjúkrunarfræðingum og læknum. Hlutverk hópsins verður að sinna þeim sem annaðhvort koma inn vegna gruns um smit eða veikjast hér á landi af ebólu. Það á eftir að þjálfa hópinn, en þjálfunarprógramm er tilbúið. Stjórnvöld hafa komið að þessu máli með okkur undanfarna daga hvað mögulegan kostnað varðar,“ segir Sigríður og bætir við að þjálfun hópsins muni ekki bara nýtast vegna ebóluverkefnisins heldur verði hægt að kalla hópinn saman, komi upp aðrar farsóttir í framtíðinni. Eins og komið hefur fram ítrekað í fréttum glímir Landspítalinn við peningaleysi og húsakost sem hentar ekki nútíma háskólasjúkrahúsi. Allur óvæntur kostnaður kemur því illa við sjúkrahúsið. Ólafur segir að nú þegar hafi ebólan kostað sjúkrahúsið að lágmarki 10 milljónir króna. Þær felist í breytingum á húsnæði og launakostnaði þeirra sem eru að búa sig undir að taka á móti smituðum. „Við höfum gert ákveðnar áætlanir vegna ebólunnar og höfum vilyrði fyrir fjármagni í verkefnið,“ segir hann. Sigríður segir að margt starfsfólk þurfi í kringum þá sem kæmu inn á sjúkrahúsið og væru með hugsanlegt ebólusmit. „Hér sinnum við þjónustu allan sólarhringinn. Við þurfum að lágmarki þrjá hjúkrunarfræðinga á hverja átta tíma vakt, og tvo lækna. Það eru því 11 sem þyrftu að sinna viðkomandi hvern sólarhring sem það tæki að skera úr um það hvort viðkomandi væri með ebólu eða einhvern annan sjúkdóm.“ Hún segir að kostnaðurinn yrði að lágmarki þrjár milljónir króna á sólarhring. Ef sinna þyrfti sjúklingi með staðfest smit hleypur kostnaður hinsvegar á tugum milljóna. „Sjúkrahúsið stendur höllum fæti. Þegar við fáum flókið og erfitt verkefni eins og ebólu þá er það þrautin þyngri fyrir sjúkrahúsið. Samt bregðumst við við og leggjum allt í að tryggja öryggi allra, bæði starfsfólksins og hugsanlegra sjúklinga,“ segir Ólafur.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira