Ákvarðanir vel tengda embættismannsins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. október 2014 07:00 Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun