
Ákvarðanir vel tengda embættismannsins
„Við erum til þess“
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda.
„En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann.
Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.
Ekki framleitt á Íslandi
Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum.
Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir.
Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar.
Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar.
Skoðun

Pæling um lokaeinkunnir
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Það birtir alltaf til!
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Toppurinn á ísjakanum
Anna Steinsen skrifar

Nýtt minnisblað um áhrif Hvammsvirkjunar á Þjórsárlaxinn
Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson,Árni Finnsson skrifar

Allt gerist svo hægt
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands?
Örn Karlsson skrifar

Hættuleg orðræða
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Siðferðinu kastað á bálið
Þórarinn Eyfjörð skrifar

Gjaldmiðillinn ásamt forsætis- og fjármálaráðherra þarf að víkja
Vilhelm Jónsson skrifar

Í landi tækifæranna
Inga Sæland skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna?
Jón Árni Vignisson skrifar

Þetta er ekki hjálplegt, Ásgeir
Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig
Lóa Ólafsdóttir skrifar

Taktlaus seðlabankastjóri
Karl Guðlaugsson skrifar

Blessað sé miskunnarleysið á leigumarkaði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Ferðamenn til mestu óþurftar!
Bjarnheiður Hallsdóttir ,Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Málstol aftur í hámæli
Ingunn Högnadóttir skrifar

Guggan lifir enn
Páll Steingrímsson skrifar

„Geðveikir“ starfsmenn
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Clapton er guð
Kristinn Theódórsson skrifar

Staða örykja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“
Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Vilja allir fljúga?
Ólafur St. Arnarsson skrifar

Listin að lifa ekki tilbúnu lífi annarra
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar

Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni
Bjarni Jónsson skrifar

Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun
Margaret J. Filardo skrifar

Dauðarefsing við samkynhneigð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig
Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar