Ákvarðanir vel tengda embættismannsins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. október 2014 07:00 Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun