Ástarjátning Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. september 2014 07:00 Ég elska plötur. Hvort sem það er Glass Houses með Billy Joel eða Once Upon the Cross með Deicide þá finnst mér hljómplatan hið fullkomna listform. Átta til tólf lög, þrjátíu til sextíu mínútur, upphaf, miðja og endir. Ég elska að velta fyrir mér uppröðun laga á hljómplötu. Fyrsta lagið er gríðarlega mikilvægt. Seinasta lagið einnig. Þetta eru lögin sem binda plötuna saman. Fyrsta lagið er agnið. Seinasta lagið er það sem ræður úrslitum um það hvort þú hlustar aftur á plötuna eða ekki. Ég elska að hlusta á plötur í fartölvuhátölurum, í símanum mínum, á Spotify, á geisladiskum, í lélegum bílgræjum og á vínylplötum. Ég nenni ekki að snobba fyrir afspilunarbúnaði. Vínyll er frábær og eigulegur. En iTunes er líka frábært. Stundum hlusta ég meira að segja á heilar plötur á YouTube. Ég vil innihaldið, fyrst og fremst. Ég elska tónlistarfólk sem gefur ennþá út plötur. Dauða hljómplötunnar hefur verið spáð í mörg ár og það má vel vera að platan sé nú þegar dauð í augum margra. Tónlistarfólk sem gefur skít í plötur og gefur bara út stök lög hefur eflaust heilmikið til síns máls. Af hverju að kaupa fjögur góð lög og sex miðlungsgóð á 2.500 kall í stað þess að kaupa bara góðu lögin fjögur og vínarbrauð fyrir mismuninn? Ég skil reyndar hugsunina á bak við það að kaupa heildarpakkann. Ég elska nefnilega líka uppfyllingarefnið. Lögin sem lyfta bestu lögunum upp á enn hærra plan. Prófaðu að hlusta á safnplötu með hljómsveit sem á ógrynni af frábærum lögum. Stundum verður það hreinlega of mikið. Svona eins og að smyrja Nutella ofan á Lindubuff (ég hef ekki gert það, ég lofa). Ég þarf tíma til að ná áttum eftir lag eins og Blackened með Metallica. Þá er fínt að dotta yfir einhverju miðjumoði í smástund. Ég hata þá staðreynd að einhvern daginn muni tónlistarfólk mögulega hætta að gefa út plötur. En þangað til það gerist ætla ég að nota tímann og reyna að hlusta á sem flestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Ég elska plötur. Hvort sem það er Glass Houses með Billy Joel eða Once Upon the Cross með Deicide þá finnst mér hljómplatan hið fullkomna listform. Átta til tólf lög, þrjátíu til sextíu mínútur, upphaf, miðja og endir. Ég elska að velta fyrir mér uppröðun laga á hljómplötu. Fyrsta lagið er gríðarlega mikilvægt. Seinasta lagið einnig. Þetta eru lögin sem binda plötuna saman. Fyrsta lagið er agnið. Seinasta lagið er það sem ræður úrslitum um það hvort þú hlustar aftur á plötuna eða ekki. Ég elska að hlusta á plötur í fartölvuhátölurum, í símanum mínum, á Spotify, á geisladiskum, í lélegum bílgræjum og á vínylplötum. Ég nenni ekki að snobba fyrir afspilunarbúnaði. Vínyll er frábær og eigulegur. En iTunes er líka frábært. Stundum hlusta ég meira að segja á heilar plötur á YouTube. Ég vil innihaldið, fyrst og fremst. Ég elska tónlistarfólk sem gefur ennþá út plötur. Dauða hljómplötunnar hefur verið spáð í mörg ár og það má vel vera að platan sé nú þegar dauð í augum margra. Tónlistarfólk sem gefur skít í plötur og gefur bara út stök lög hefur eflaust heilmikið til síns máls. Af hverju að kaupa fjögur góð lög og sex miðlungsgóð á 2.500 kall í stað þess að kaupa bara góðu lögin fjögur og vínarbrauð fyrir mismuninn? Ég skil reyndar hugsunina á bak við það að kaupa heildarpakkann. Ég elska nefnilega líka uppfyllingarefnið. Lögin sem lyfta bestu lögunum upp á enn hærra plan. Prófaðu að hlusta á safnplötu með hljómsveit sem á ógrynni af frábærum lögum. Stundum verður það hreinlega of mikið. Svona eins og að smyrja Nutella ofan á Lindubuff (ég hef ekki gert það, ég lofa). Ég þarf tíma til að ná áttum eftir lag eins og Blackened með Metallica. Þá er fínt að dotta yfir einhverju miðjumoði í smástund. Ég hata þá staðreynd að einhvern daginn muni tónlistarfólk mögulega hætta að gefa út plötur. En þangað til það gerist ætla ég að nota tímann og reyna að hlusta á sem flestar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun