Dreifa matvælum til bágstaddra Starri Freyr Jónsson skrifar 22. september 2014 11:00 Þrír af fjórum meðlimum hópsins Matargjafir. Frá vinstri: Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Árdísi Pétursdóttur. MYND/PJETUR Nýlega setti hópur kvenna á fót Facebook-síðuna Matargjafir sem hefur það markmið að gefa illa stöddu fólki og fjölskyldum mat. Upphafið má rekja til annars hóps á Facebook sem heitir Gefins, allt gefins! þar sem einstaklingar gefa allt milli himins og jarðar. Einn daginn setti Jóhanna Bjarndís Arapinowicz inn auglýsingu þar sem hún vildi gefa ársgamalt kjöt úr frystikistunni. Kjötið rauk út og í kjölfarið hófu fleiri að gefa mat. „Aðsókn í mat var svo mikil að það vaknaði hugmynd að sérstakri síðu sem væri aðgengilegri fyrir bæði þiggjendur og gefendur matar,“ segir Jóhanna. Síðan sjálf var stofnuð í júlílok og fleiri bættust við skipulagningu hópsins. Í dag eru fjórar konur sem stýra honum; áðurnefnd Jóhanna, Lilja Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Árdís Pétursdóttir. Allar eiga þær sameiginlegt að sögn Lilju að vilja skila einhverju til samfélagsins. „Með því að gefa tíma okkar og vinnu í þetta mikilvæga verkefni hjálpum við vonandi eitthvað til. Auk okkar hafa tvær yndislegar konur, Lilja Torfadóttir og Kristín Snorradóttir, sett af stað peningasöfnun á Facebook, en peninginn nýta þær til að kaupa mat í samráði við okkur sem við deilum út.“ Hver sem er getur sótt um aðild að hópnum og þar er bæði hægt gefa mat eða óska eftir honum. „Einstaklingar gefa þarna mat milliliðalaust. Við tökum líka við mat og deilum út, því eðlilega vilja ekki allir koma fram undir nafni enda skammast sín margir fyrir fátækt. Engin vandamál hafa þó komið upp hjá okkur enda leggjum við mikla áherslu á trúnað við þá sem til okkar leita.“ Að sögn Lilju og Jóhönnu hafa viðbrögðin verið mun sterkari en þær áttu von á. „Í dag eru tæplega 2.900 manns skráðir í hópinn, bæði gefendur og þiggjendur. Þeir sem óska eftir mat eru aðallega fólk á örorkubótum, einstæðingar og einstæðir foreldrar með börn. Það virðist vera rosalega mikil neyð í samfélaginu og margt fólk sem virðist engan veginn ná endum saman. Þörfin fyrir svona hóp er því greinilega mikil.“ Hópurinn hefur frá ágústmánuði deilt mat til um 60 manns og fjölskyldna og þá eru bara taldir þeir sem hafa sent inn beiðni til stjórnenda síðunnar. „Bara í september höfum við látið tíu fjölskyldur hafa matarpoka. Við höfum hins vegar enga tölu á þeim sem hafa fengið mat í gegnum vegg síðunnar og aðrir sjá um að gefa.“ Matarpokinn inniheldur mismunandi matvæli, allt eftir því hvað fólk og fyrirtæki hafa gefið. „Við reynum alltaf að hafa smjör, ost, brauð og mjólk ásamt einhverjum kvöldmat á borð við hakk, kjötfars og pylsur. Við sækjum mikið eftir þurrvöru sem fólk getur matreitt úr enda geymist hún lengi. Fyrirtæki og verslanir hafa líka styrkt okkur, til dæmis Fiska.is sem gaf okkur fisk, Fiskikónginn sem gaf mörgum síld og Sjávarhöllin gaf okkur fisk. Við viljum endilega hvetja önnur fyrirtæki til að taka þessar verslanir og fyrirtæki til fyrirmyndar og gera það sama. Einnig erum við að leita eftir fyrirtækjum til að styrkja okkur til dæmis mánaðarlega með mat til að deila út. Öll framlög eru vel þegin.“ Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Nýlega setti hópur kvenna á fót Facebook-síðuna Matargjafir sem hefur það markmið að gefa illa stöddu fólki og fjölskyldum mat. Upphafið má rekja til annars hóps á Facebook sem heitir Gefins, allt gefins! þar sem einstaklingar gefa allt milli himins og jarðar. Einn daginn setti Jóhanna Bjarndís Arapinowicz inn auglýsingu þar sem hún vildi gefa ársgamalt kjöt úr frystikistunni. Kjötið rauk út og í kjölfarið hófu fleiri að gefa mat. „Aðsókn í mat var svo mikil að það vaknaði hugmynd að sérstakri síðu sem væri aðgengilegri fyrir bæði þiggjendur og gefendur matar,“ segir Jóhanna. Síðan sjálf var stofnuð í júlílok og fleiri bættust við skipulagningu hópsins. Í dag eru fjórar konur sem stýra honum; áðurnefnd Jóhanna, Lilja Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Árdís Pétursdóttir. Allar eiga þær sameiginlegt að sögn Lilju að vilja skila einhverju til samfélagsins. „Með því að gefa tíma okkar og vinnu í þetta mikilvæga verkefni hjálpum við vonandi eitthvað til. Auk okkar hafa tvær yndislegar konur, Lilja Torfadóttir og Kristín Snorradóttir, sett af stað peningasöfnun á Facebook, en peninginn nýta þær til að kaupa mat í samráði við okkur sem við deilum út.“ Hver sem er getur sótt um aðild að hópnum og þar er bæði hægt gefa mat eða óska eftir honum. „Einstaklingar gefa þarna mat milliliðalaust. Við tökum líka við mat og deilum út, því eðlilega vilja ekki allir koma fram undir nafni enda skammast sín margir fyrir fátækt. Engin vandamál hafa þó komið upp hjá okkur enda leggjum við mikla áherslu á trúnað við þá sem til okkar leita.“ Að sögn Lilju og Jóhönnu hafa viðbrögðin verið mun sterkari en þær áttu von á. „Í dag eru tæplega 2.900 manns skráðir í hópinn, bæði gefendur og þiggjendur. Þeir sem óska eftir mat eru aðallega fólk á örorkubótum, einstæðingar og einstæðir foreldrar með börn. Það virðist vera rosalega mikil neyð í samfélaginu og margt fólk sem virðist engan veginn ná endum saman. Þörfin fyrir svona hóp er því greinilega mikil.“ Hópurinn hefur frá ágústmánuði deilt mat til um 60 manns og fjölskyldna og þá eru bara taldir þeir sem hafa sent inn beiðni til stjórnenda síðunnar. „Bara í september höfum við látið tíu fjölskyldur hafa matarpoka. Við höfum hins vegar enga tölu á þeim sem hafa fengið mat í gegnum vegg síðunnar og aðrir sjá um að gefa.“ Matarpokinn inniheldur mismunandi matvæli, allt eftir því hvað fólk og fyrirtæki hafa gefið. „Við reynum alltaf að hafa smjör, ost, brauð og mjólk ásamt einhverjum kvöldmat á borð við hakk, kjötfars og pylsur. Við sækjum mikið eftir þurrvöru sem fólk getur matreitt úr enda geymist hún lengi. Fyrirtæki og verslanir hafa líka styrkt okkur, til dæmis Fiska.is sem gaf okkur fisk, Fiskikónginn sem gaf mörgum síld og Sjávarhöllin gaf okkur fisk. Við viljum endilega hvetja önnur fyrirtæki til að taka þessar verslanir og fyrirtæki til fyrirmyndar og gera það sama. Einnig erum við að leita eftir fyrirtækjum til að styrkja okkur til dæmis mánaðarlega með mat til að deila út. Öll framlög eru vel þegin.“
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira