Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku Haraldur Guðmundsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2014 08:00 Reynir Traustason, ritstjóri DV, var bjartsýnn fyrir fundinn og sagðist reikna með því að verða áfram ritstjóri. Vísir/Anton Aðalfundi DV ehf. var frestað um eina viku í gær þegar í ljós kom að ársreikningur félagsins hafði ekki legið fyrir í fimm daga eins og lög gera ráð fyrir. Fundurinn fór fram í litlu herbergi í kjallara Hótel Natura. Áður en hann hófst sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, stjórnarmaður og hluthafi í félaginu, að hann væri bjartsýnn á að hann yrði áfram ritstjóri. Stuttu seinna sagði Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, að hann hefði mætt einungis til að koma Reyni frá. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma mátti sjá nokkra fundarmenn ganga hröðum skrefum inn og út úr salnum og blaðamenn DV, sem biðu í ofvæni eftir fréttum af framtíð miðilsins. Reynir Traustason segir hluthafa sem vilji sölsa undir sig blaðið hafa náð að fresta fundinum með því að gera ársreikning félagsins að ágreiningsefni. „Stjórn DV er með álit lögmanns um að formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Guðnason, hafi brotið lög í mjög mörgum tilvikum með því að selja eirikjonsson.is, verðlaust fyrirbæri, inn í DV fyrir hlutafé. Stjórnin ætlaði, til að fría sjálfa sig, að bakka út úr málinu, til að rifta kaupunum og leiðrétta ársreikninginn í samræmi við það,“ segir Reynir og heldur áfram: „Þetta féllust þeir ekki á, hvorki hinn grunaði né fylgismenn hans. Við verðum því að leggja fram gamla ársreikninginn og takast svo á um málið á fundinum næsta föstudag, hvort fyrirtækið vilji kaupa þetta dót sem er einskis virði,“ segir Reynir. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Þorsteins Guðnasonar, gefur lítið fyrir ásakanir Reynis um lögbrot. Hann segir Reyni og meirihluta stjórnarinnar hafa gerst sek um að selja ritstjóranum hlutabréf sem hafi áður verið seld öðrum eiganda félagsins og að í því felist refsivert athæfi. Hann segir klúður við vinnu við ársreikning DV hafa valdið því að fundinum var frestað og ásakar ristjórann um bolabrögð. „Reynir Traustason átti 9,66 prósent í félaginu og hefði því ekki átt að geta farið með nema fimm prósent á fundinum. En af því að hann sat á stjórnarfundi DV fyrir aðalfundinn, þar sem var verið að véla um þessi mál, gat hann fengið meirihluta stjórnarinnar til að samþykkja að hlutabréfaeign hans dreifðist þannig til vina og vandamanna að þau nýttust að fullu á fundinum. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntanlega meirihluta á hluthafafundinum,“ segir Sigurður. Hann segir að allir hluthafar sem eigi fimm prósent eða meira í félaginu muni á næstu dögum framselja hlutabréf sín þannig að atkvæðisréttur þeirra nýtist að fullu. „Þá verður Reynir Traustason kominn í algjöran minnihluta í félaginu,“ segir Sigurður. Reynir segir fundinn hljóta að enda með ósköpum. „Ágreiningsmálið í félaginu er það hvort við ætlum að blessa lögbrotið meinta með því að leyfa þessu að ganga fram og svo er staðan mín, því það eru ákveðnir hluthafar sem vilja reka mig. Ég óttast ekki neitt og verð alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara.“ Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Aðalfundi DV ehf. var frestað um eina viku í gær þegar í ljós kom að ársreikningur félagsins hafði ekki legið fyrir í fimm daga eins og lög gera ráð fyrir. Fundurinn fór fram í litlu herbergi í kjallara Hótel Natura. Áður en hann hófst sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, stjórnarmaður og hluthafi í félaginu, að hann væri bjartsýnn á að hann yrði áfram ritstjóri. Stuttu seinna sagði Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, að hann hefði mætt einungis til að koma Reyni frá. Fundurinn stóð yfir í tvær og hálfa klukkustund. Á þeim tíma mátti sjá nokkra fundarmenn ganga hröðum skrefum inn og út úr salnum og blaðamenn DV, sem biðu í ofvæni eftir fréttum af framtíð miðilsins. Reynir Traustason segir hluthafa sem vilji sölsa undir sig blaðið hafa náð að fresta fundinum með því að gera ársreikning félagsins að ágreiningsefni. „Stjórn DV er með álit lögmanns um að formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Guðnason, hafi brotið lög í mjög mörgum tilvikum með því að selja eirikjonsson.is, verðlaust fyrirbæri, inn í DV fyrir hlutafé. Stjórnin ætlaði, til að fría sjálfa sig, að bakka út úr málinu, til að rifta kaupunum og leiðrétta ársreikninginn í samræmi við það,“ segir Reynir og heldur áfram: „Þetta féllust þeir ekki á, hvorki hinn grunaði né fylgismenn hans. Við verðum því að leggja fram gamla ársreikninginn og takast svo á um málið á fundinum næsta föstudag, hvort fyrirtækið vilji kaupa þetta dót sem er einskis virði,“ segir Reynir. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Þorsteins Guðnasonar, gefur lítið fyrir ásakanir Reynis um lögbrot. Hann segir Reyni og meirihluta stjórnarinnar hafa gerst sek um að selja ritstjóranum hlutabréf sem hafi áður verið seld öðrum eiganda félagsins og að í því felist refsivert athæfi. Hann segir klúður við vinnu við ársreikning DV hafa valdið því að fundinum var frestað og ásakar ristjórann um bolabrögð. „Reynir Traustason átti 9,66 prósent í félaginu og hefði því ekki átt að geta farið með nema fimm prósent á fundinum. En af því að hann sat á stjórnarfundi DV fyrir aðalfundinn, þar sem var verið að véla um þessi mál, gat hann fengið meirihluta stjórnarinnar til að samþykkja að hlutabréfaeign hans dreifðist þannig til vina og vandamanna að þau nýttust að fullu á fundinum. Með þessu móti var Reynir og hirðin í kringum hann búin að tryggja sér væntanlega meirihluta á hluthafafundinum,“ segir Sigurður. Hann segir að allir hluthafar sem eigi fimm prósent eða meira í félaginu muni á næstu dögum framselja hlutabréf sín þannig að atkvæðisréttur þeirra nýtist að fullu. „Þá verður Reynir Traustason kominn í algjöran minnihluta í félaginu,“ segir Sigurður. Reynir segir fundinn hljóta að enda með ósköpum. „Ágreiningsmálið í félaginu er það hvort við ætlum að blessa lögbrotið meinta með því að leyfa þessu að ganga fram og svo er staðan mín, því það eru ákveðnir hluthafar sem vilja reka mig. Ég óttast ekki neitt og verð alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara.“
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun