Tchenguiz íhugar að stefna Kaupþingi 11. ágúst 2014 08:00 Vincent Tchenguiz. Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz, sem breska efnahagsbrotadeildin, SFO, var með til rannsóknar vegna viðskipta hans við íslenska bankann Kaupþing, hefur fengið leyfi dómara til að láta óháð teymi lögfræðinga fara yfir öll skjöl sem tengdust málinu til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að hann fari í mál vegna misbresta á rannsókninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lögfræðingateymið þegar hafið störf og skoðar nú hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun og þá gegn hverjum. Bæði mun teymið hafa til skoðunar að höfða einkamál sem og hvort krefjast skuli opinberrar rannsóknar. Heimildarmenn tengdir Tchenguiz herma að sér í lagi sé athugað hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings, sem og á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi, sem ráðið hafði verið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrotabúið. Starfsmenn Grant Thornton töldu að gögn sýndu að félög í eigu Vincents hefðu lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu lán frá Kaupþingi. Meðal annars á grundvelli þessara gagna var Tchenguiz handtekinn í mars árið 2011 ásamt því sem húsleit var gerð á heimili hans og skrifstofum. Málið var fellt niður vegna mistaka við rannsóknina sem breskur dómari gagnrýndi harðlega og sagðist aldrei hafa „kynnst öðru eins“. SFO gerði samkomulag við Tchenguiz á dögunum og samþykkti að greiða honum þrjár milljónir sterlingspunda á dögunum vegna rannsóknarinnar. Bróðir Vincents, Robert Tchenguiz, var einnig til rannsóknar og hefur líka samið við SFO um bætur. -fbj Tengdar fréttir Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33 Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz, sem breska efnahagsbrotadeildin, SFO, var með til rannsóknar vegna viðskipta hans við íslenska bankann Kaupþing, hefur fengið leyfi dómara til að láta óháð teymi lögfræðinga fara yfir öll skjöl sem tengdust málinu til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að hann fari í mál vegna misbresta á rannsókninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lögfræðingateymið þegar hafið störf og skoðar nú hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun og þá gegn hverjum. Bæði mun teymið hafa til skoðunar að höfða einkamál sem og hvort krefjast skuli opinberrar rannsóknar. Heimildarmenn tengdir Tchenguiz herma að sér í lagi sé athugað hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings, sem og á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi, sem ráðið hafði verið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrotabúið. Starfsmenn Grant Thornton töldu að gögn sýndu að félög í eigu Vincents hefðu lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu lán frá Kaupþingi. Meðal annars á grundvelli þessara gagna var Tchenguiz handtekinn í mars árið 2011 ásamt því sem húsleit var gerð á heimili hans og skrifstofum. Málið var fellt niður vegna mistaka við rannsóknina sem breskur dómari gagnrýndi harðlega og sagðist aldrei hafa „kynnst öðru eins“. SFO gerði samkomulag við Tchenguiz á dögunum og samþykkti að greiða honum þrjár milljónir sterlingspunda á dögunum vegna rannsóknarinnar. Bróðir Vincents, Robert Tchenguiz, var einnig til rannsóknar og hefur líka samið við SFO um bætur. -fbj
Tengdar fréttir Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33 Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33
Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31