Tchenguiz íhugar að stefna Kaupþingi 11. ágúst 2014 08:00 Vincent Tchenguiz. Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz, sem breska efnahagsbrotadeildin, SFO, var með til rannsóknar vegna viðskipta hans við íslenska bankann Kaupþing, hefur fengið leyfi dómara til að láta óháð teymi lögfræðinga fara yfir öll skjöl sem tengdust málinu til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að hann fari í mál vegna misbresta á rannsókninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lögfræðingateymið þegar hafið störf og skoðar nú hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun og þá gegn hverjum. Bæði mun teymið hafa til skoðunar að höfða einkamál sem og hvort krefjast skuli opinberrar rannsóknar. Heimildarmenn tengdir Tchenguiz herma að sér í lagi sé athugað hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings, sem og á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi, sem ráðið hafði verið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrotabúið. Starfsmenn Grant Thornton töldu að gögn sýndu að félög í eigu Vincents hefðu lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu lán frá Kaupþingi. Meðal annars á grundvelli þessara gagna var Tchenguiz handtekinn í mars árið 2011 ásamt því sem húsleit var gerð á heimili hans og skrifstofum. Málið var fellt niður vegna mistaka við rannsóknina sem breskur dómari gagnrýndi harðlega og sagðist aldrei hafa „kynnst öðru eins“. SFO gerði samkomulag við Tchenguiz á dögunum og samþykkti að greiða honum þrjár milljónir sterlingspunda á dögunum vegna rannsóknarinnar. Bróðir Vincents, Robert Tchenguiz, var einnig til rannsóknar og hefur líka samið við SFO um bætur. -fbj Tengdar fréttir Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33 Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz, sem breska efnahagsbrotadeildin, SFO, var með til rannsóknar vegna viðskipta hans við íslenska bankann Kaupþing, hefur fengið leyfi dómara til að láta óháð teymi lögfræðinga fara yfir öll skjöl sem tengdust málinu til að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að hann fari í mál vegna misbresta á rannsókninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lögfræðingateymið þegar hafið störf og skoðar nú hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun og þá gegn hverjum. Bæði mun teymið hafa til skoðunar að höfða einkamál sem og hvort krefjast skuli opinberrar rannsóknar. Heimildarmenn tengdir Tchenguiz herma að sér í lagi sé athugað hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings, sem og á hendur endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi, sem ráðið hafði verið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrotabúið. Starfsmenn Grant Thornton töldu að gögn sýndu að félög í eigu Vincents hefðu lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu lán frá Kaupþingi. Meðal annars á grundvelli þessara gagna var Tchenguiz handtekinn í mars árið 2011 ásamt því sem húsleit var gerð á heimili hans og skrifstofum. Málið var fellt niður vegna mistaka við rannsóknina sem breskur dómari gagnrýndi harðlega og sagðist aldrei hafa „kynnst öðru eins“. SFO gerði samkomulag við Tchenguiz á dögunum og samþykkti að greiða honum þrjár milljónir sterlingspunda á dögunum vegna rannsóknarinnar. Bróðir Vincents, Robert Tchenguiz, var einnig til rannsóknar og hefur líka samið við SFO um bætur. -fbj
Tengdar fréttir Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33 Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Hálfan milljarð í bætur vegna Kaupþingsrannsóknar Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO), kemur til með að greiða íranska kaupsýslumanninum Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda, eða rúmlega hálfan milljarð króna í bætur, vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. 25. júlí 2014 19:33
Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Máli Tschenguiz-bræðra er nú formlega lokið í kjölfar samkomulags við SFO um skaðabótagreiðslu og fallið hefur verið frá réttarhöldum sem áttu að hefjast í október. 31. júlí 2014 10:31