Viðskipti innlent

Dæmt til að greiða slitastjórn Glitnis þrjá milljarða

Haraldur Guðmundsson skrifar
Málið á rætur að rekja til vaxta- og gjaldmiðlasamnings sem Glitnir og Havfisk  gerðu árið 2005.
Málið á rætur að rekja til vaxta- og gjaldmiðlasamnings sem Glitnir og Havfisk gerðu árið 2005. Mynd/Valli
Norska fyrirtækið Havfisk var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða slitastjórn Glitnis um þrjá milljarða íslenskra króna, eða 158 milljónir norskra króna. Dómurinn féll 30. desember síðastliðinn.

Málið á rætur að rekja til vaxta- og gjaldmiðlasamnings sem Glitnir og Havfisk, áður Aker Seafoods, gerðu árið 2005. Slitastjórnin krafði fyrirtækið um nærri tveggja milljarða greiðslu vegna samningsins í september 2010 og sú krafa endaði fyrir dómstólum í desember 2011. 

Olav Holst Dyrnes, framkvæmdastjóra Havfisk, segir í tilkynningu sem birtist í norskum fjölmiðlum að fyrirtækið sé mjög ósátt við dóm Héraðsdóms og að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×