Innlent

Bæjarstjóri fær áttatíu milljónir á fjórum árum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ásta Stefánsdóttir fær 1.150 þúsund krónur í föst mánaðarlaun og 450 þúsund að auki.
Ásta Stefánsdóttir fær 1.150 þúsund krónur í föst mánaðarlaun og 450 þúsund að auki.
Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks í minnihluta í bæjarráði Árborgar segja nýjan ráðningarsamning við Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þýða greiðslur til hennar upp á 1,6 milljónir króna á mánuði.

Föst laun framkvæmdastjórans, sem gegnir sama hlutverki og bæjarstjóri í sambærilegum sveitarfélögum, verða 1.150 þúsund krónur á mánuði. Þar ofan á koma eitt hundrað þúsund krónur vegna vinnu við málefni Leigubústaða Árborgar, 162 þúsund í fastan bílastyrk, 30 þúsund fyrir formennsku í skipulags- og byggingarnefnd og 158 þúsund króna þóknun fyrir störf sem kjörinn fulltrúi.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks felldu tillögu minnihlutans um að lækka föstu launin í eina milljón, tengja bílapeninga fjölda ekinna kílómetra, fella út 100 þúsund króna greiðslu vegna Leigubústaða og að launin yrðu ekki tengd við breytingu á launavísitölu heldur fylgdu breytingum á launum opinberra starfsmanna á Suðurlandi.

„Samkvæmt þeim ráðningarsamningi sem hér er til afgreiðslu, er gert ráð fyrir að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins fái í þóknun fyrir sín störf um það bil 1.600.000 krónur per mánuð. Eða tæpar 80 milljónir á kjörtímabilinu,“ segir í bókun minnihlutans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×