Innlent

Álit starfsmanns RKÍ um þróunarmál

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjá RKÍ, var fenginn til að gera skýrsluna af utanríkisráðherra.
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjá RKÍ, var fenginn til að gera skýrsluna af utanríkisráðherra. vísir/gva
Þórir Guðmundssonar, höfundur skýrslu um starf Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), fjallar um í skýrslunni að auknar verði fjárheimildir til borgararsamtaka, þar á meðal frjálsra félagasamtaka og neyðarhjálpar.

Þórir Guðmundsson hefur um langa hríð starfað sem sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs Rauða kross Íslands. Hluti af starfi hans er að sækja um fjárveitingu fyrir neyðaraðstoð tvisvar á ári til utanríkisráðuneytisins.

Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, segist þó ekki sjá ástæðu til að halda að skýrsluhöfundur gangi erinda Rauða krossins. „Því er þó ekki að neita að athugasemd hefur verið gerð um hagsmunatengsl. Það hefur þó ekki komið frá okkur.“

Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslandsvísir/stefán
ÞSSÍ gerir þó athugasemdir við ýmislegt í skýrslunni. Sérstaklega við tillögur Þóris um að ÞSSÍ verði hluti af utanríkisráðuneytinu og fækka eigi samstarfslöndum. Engilbert telur í heildina ekki tímabært að gera meiriháttar breytingar á starfi ÞSSÍ byggðar á skýrslunni enda sé stefnt að stórri úttekt á vegum OECD eftir tvö ár.

„Það er ekki kafað nógu djúpt og margt sem við teljum ekki rétta stöðugreiningu. Það þarf að skoða áhættu og mögulegan sparnað áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“

Engilbert telur þó eðlilegt að utanríkisráðherra fái aðila til að gefa álit sitt og setur ekki út á það sem slíkt. Þess má geta að kostnaður vegna skýrslu Þóris er um ellefu milljónir króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×