Innlent

Ný lög standast ekki reglugerð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íslenskir vísindamenn hafa áhyggjur vegna reglugerðar ESB sem er í bígerð.
Íslenskir vísindamenn hafa áhyggjur vegna reglugerðar ESB sem er í bígerð. Vísir/GVA
Nýsamþykkt lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði samræmast ekki drögum að reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um vernd persónuupplýsinga. Þetta er mat Þórðar Sveinssonar, lögfræðings hjá Persónuvernd.

„Í íslensku lögunum um vísindarannsóknir er að finna ákvæði þess efnis að í raun megi varðveita til eilífðar upplýsingar sem aflað er um heilsuhagi vegna vísindarannsókna án samþykkis einstaklinga. Í drögunum að reglugerð ESB, eins og þau líta út núna eftir meðferð Evrópuþingsins, er ákvæði sem segir að mjög brýna hagsmuni þurfi til eigi ekki að afla samþykkis fyrir vinnslu gagna um heilsuhagi,“ segir Þórður. Vísindamenn hér hafi áhyggjur vegna væntanlegrar reglugerðar ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×