Naggrís í matinn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 10:00 Ásgerður í Inkaborginni Machu Picchu í Perú. Hún segir fegurð og orku staðarins óraunverulega. mynd/úr einkasafni Ásgerður Kjartansdóttir bókasafnsfræðingur er vinur Perú. Hún heklaði 145 gullfallegar húfur sem hún færði fátækum börnum í Andesfjöllunum. Maturinn í Perú var ljúffengur og fengum við meðal annars að prófa þjóðarrétt Perúmanna sem er steiktur naggrís,“ segir Ásgerður, sem er ekki smeyk við að leggja sér til munns framandi rétti þegar hún er á faraldsfæti um heiminn. „Naggrísakjötið minnti svolítið á önd; var brúnt, stökkt og virkilega gott. Kjötið sér maður á öllum mörkuðum í Perú og sérstaklega í fjöllunum.“Þúsund bækur fyrir fátæk börn Ásgerður er heilluð af landi og þjóð eftir ríflega tveggja vikna ferðalag um Perú. „Forsprakki ferðarinnar var Sigrún Klara Hannesdóttir, fyrrverandi landsbókavörður, sem bjó og starfaði í Perú fyrir hartnær fjörutíu árum. Ferðin var því eins konar pílagrímsferð vina og fjölskyldu Sigrúnar Klöru um gamalkunnar slóðir,“ útskýrir Ásgerður, sem ásamt þremur öðrum vinkonum Sigrúnar Klöru slóst í hópinn til Perú. Sigrún Klara stofnaði árið 2007 samtökin Vini Perú sem styður meðal annars barnaskóla í fjallaþorpinu Chosecani. „Þannig hafa Vinir Perú meðal annars byggt eldhús til að tryggja að börnin fái morgunmat því með mettan maga læra þau betur í skólanum,“ segir Ásgerður. Á ferð sinni um Perú heimsóttu ferðafélagarnir barnaskólann í Chosecani og fleiri skóla í fátækrahverfum Líma. „Sigrún Klara varð sjötug í fyrra en afþakkaði þá afmælisgjafir og óskaði í staðinn eftir fjárframlögum til að geta opnað skólabókasafn í fátækrahverfinu Quebrada Verde í Líma. Bókasafnið var svo opnað með pompi og prakt á meðan við vorum í Perú og tókst að kaupa þúsund bækur fyrir afmælisféð ásamt því að veita styrk til tölvukaupa fyrir börnin.“Ásgerður og Sigrún Klara ( til hægri) með húfuprýddum börnum í barnaskólanum í Chosecani.Mynd/Úr einkasafni Stelpur með bleikan smekk Ferðalangarnir frá Íslandi tóku með sér níu myndarlegar ferðatöskur sem innihéldu fatnað og skóladót fyrir perúsku skólabörnin. „Ég hef alltaf haft yndi af því að hekla og vissi að konur í Grensássókn prjónuðu sokka fyrir skólann í Chosecani. Því datt mér í hug að hekla húfur handa börnunum og stefndi að 150 húfum þremur mánuðum fyrir brottför. Eftir að hafa setið við hannyrðir í öllum mínum frístundum stóð ég svo uppi með 145 húfur úr garni frá vinum og ættingjum og þótti gott að geta gefið börnunum skjólgóðar húfur því á kvöldin og um nætur verður gríðarlega kalt í Andesfjöllunum,“ segir Ásgerður. Börnin tóku íslenskum velgjörðarmönnum sínum vel og voru ánægð með skóladótið og húfurnar. „Þegar krakkarnir fengu að velja sér húfu að eigin vali kom berlega í ljós að smekkur stúlkna er sá sami hvar sem þær búa í heiminum því allar vildu indíánastelpurnar í Andesfjöllunum bleikar og fjólubláar húfur,“ segir Ásgerður hlæjandi. Hún segir börnin hafa verið hrein og vel til höfð í skólabúningum sem sumir voru slitnir og margir alltof litlir eða stórir. „Ég bjó um tíma í Malaví í Afríku þar sem ég upplifði meiri eymd og fátækt en í Perú. Hins vegar er eins og tvær þjóðir búi í Perú og gífurleg fátækt í fjöllunum. Því vantar þar margt og ekki vanþörf á að leggja snauðum Perúbúum lið.“Börnin bræddu hjörtun Ásgerður ferðaðist víða um Norður- og Suður-Perú, meðal annars til gömlu heimaborgar Sigrúnar Klöru sem sýndi þeim háskólann sem hún starfaði við. „Ferðin var ævintýri frá upphafi til enda og mig langar aftur til Perú sem er ekki bara Machu Picchu og Inkastígurinn. Þar er að finna stórmerkileg söfn og fornminjar sem hljóta að vera gósenland fornleifafræðinga. Náttúra Perú er ægifögur, fólkið kemur við hjartað á manni og börnin bræða mann. Ég vil því láta enn frekar gott af mér leiða,“ segir Ásgerður, sem er gengin til liðs við Vini Perú. „Það sem stendur upp úr er stórfengleg fegurð og orka Machu Picchu en líka móttökurnar í Andesfjöllunum þar sem börnin í Chosecani höfðu skipulagt tveggja tíma dagskrá með ljóðum, söng og dansi. Það þótti okkur afar vænt um. Það var líka einstök upplifun að koma til Titicaca-eyja sem eru búnar til úr sefi og dúa eins og vatnsrúm þegar maður stígur á land. Þar hefur fólk búið á fjörutíu sefgraseyjum um aldir.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Ásgerður Kjartansdóttir bókasafnsfræðingur er vinur Perú. Hún heklaði 145 gullfallegar húfur sem hún færði fátækum börnum í Andesfjöllunum. Maturinn í Perú var ljúffengur og fengum við meðal annars að prófa þjóðarrétt Perúmanna sem er steiktur naggrís,“ segir Ásgerður, sem er ekki smeyk við að leggja sér til munns framandi rétti þegar hún er á faraldsfæti um heiminn. „Naggrísakjötið minnti svolítið á önd; var brúnt, stökkt og virkilega gott. Kjötið sér maður á öllum mörkuðum í Perú og sérstaklega í fjöllunum.“Þúsund bækur fyrir fátæk börn Ásgerður er heilluð af landi og þjóð eftir ríflega tveggja vikna ferðalag um Perú. „Forsprakki ferðarinnar var Sigrún Klara Hannesdóttir, fyrrverandi landsbókavörður, sem bjó og starfaði í Perú fyrir hartnær fjörutíu árum. Ferðin var því eins konar pílagrímsferð vina og fjölskyldu Sigrúnar Klöru um gamalkunnar slóðir,“ útskýrir Ásgerður, sem ásamt þremur öðrum vinkonum Sigrúnar Klöru slóst í hópinn til Perú. Sigrún Klara stofnaði árið 2007 samtökin Vini Perú sem styður meðal annars barnaskóla í fjallaþorpinu Chosecani. „Þannig hafa Vinir Perú meðal annars byggt eldhús til að tryggja að börnin fái morgunmat því með mettan maga læra þau betur í skólanum,“ segir Ásgerður. Á ferð sinni um Perú heimsóttu ferðafélagarnir barnaskólann í Chosecani og fleiri skóla í fátækrahverfum Líma. „Sigrún Klara varð sjötug í fyrra en afþakkaði þá afmælisgjafir og óskaði í staðinn eftir fjárframlögum til að geta opnað skólabókasafn í fátækrahverfinu Quebrada Verde í Líma. Bókasafnið var svo opnað með pompi og prakt á meðan við vorum í Perú og tókst að kaupa þúsund bækur fyrir afmælisféð ásamt því að veita styrk til tölvukaupa fyrir börnin.“Ásgerður og Sigrún Klara ( til hægri) með húfuprýddum börnum í barnaskólanum í Chosecani.Mynd/Úr einkasafni Stelpur með bleikan smekk Ferðalangarnir frá Íslandi tóku með sér níu myndarlegar ferðatöskur sem innihéldu fatnað og skóladót fyrir perúsku skólabörnin. „Ég hef alltaf haft yndi af því að hekla og vissi að konur í Grensássókn prjónuðu sokka fyrir skólann í Chosecani. Því datt mér í hug að hekla húfur handa börnunum og stefndi að 150 húfum þremur mánuðum fyrir brottför. Eftir að hafa setið við hannyrðir í öllum mínum frístundum stóð ég svo uppi með 145 húfur úr garni frá vinum og ættingjum og þótti gott að geta gefið börnunum skjólgóðar húfur því á kvöldin og um nætur verður gríðarlega kalt í Andesfjöllunum,“ segir Ásgerður. Börnin tóku íslenskum velgjörðarmönnum sínum vel og voru ánægð með skóladótið og húfurnar. „Þegar krakkarnir fengu að velja sér húfu að eigin vali kom berlega í ljós að smekkur stúlkna er sá sami hvar sem þær búa í heiminum því allar vildu indíánastelpurnar í Andesfjöllunum bleikar og fjólubláar húfur,“ segir Ásgerður hlæjandi. Hún segir börnin hafa verið hrein og vel til höfð í skólabúningum sem sumir voru slitnir og margir alltof litlir eða stórir. „Ég bjó um tíma í Malaví í Afríku þar sem ég upplifði meiri eymd og fátækt en í Perú. Hins vegar er eins og tvær þjóðir búi í Perú og gífurleg fátækt í fjöllunum. Því vantar þar margt og ekki vanþörf á að leggja snauðum Perúbúum lið.“Börnin bræddu hjörtun Ásgerður ferðaðist víða um Norður- og Suður-Perú, meðal annars til gömlu heimaborgar Sigrúnar Klöru sem sýndi þeim háskólann sem hún starfaði við. „Ferðin var ævintýri frá upphafi til enda og mig langar aftur til Perú sem er ekki bara Machu Picchu og Inkastígurinn. Þar er að finna stórmerkileg söfn og fornminjar sem hljóta að vera gósenland fornleifafræðinga. Náttúra Perú er ægifögur, fólkið kemur við hjartað á manni og börnin bræða mann. Ég vil því láta enn frekar gott af mér leiða,“ segir Ásgerður, sem er gengin til liðs við Vini Perú. „Það sem stendur upp úr er stórfengleg fegurð og orka Machu Picchu en líka móttökurnar í Andesfjöllunum þar sem börnin í Chosecani höfðu skipulagt tveggja tíma dagskrá með ljóðum, söng og dansi. Það þótti okkur afar vænt um. Það var líka einstök upplifun að koma til Titicaca-eyja sem eru búnar til úr sefi og dúa eins og vatnsrúm þegar maður stígur á land. Þar hefur fólk búið á fjörutíu sefgraseyjum um aldir.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira