Innlent

Þriggja ára búsetutími skilyrði

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að erlendir makar Íslendinga verði að hafa búið hér í þrjú ár til að fá ríkisborgararétt.
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að erlendir makar Íslendinga verði að hafa búið hér í þrjú ár til að fá ríkisborgararétt. Visir/Vilhelm
Erlendur maki Íslendings þarf að uppfylla sambærileg skilyrði og aðrir útlendingar sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt, að því undanskildu að skilyrði um búsetutíma hér á landi er þrjú ár frá stofnun hjúskapar í stað almenns búsetuskilyrðis sem er sjö ár.

Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni þingmanni Samfylkingar. Össur spurði Hönnu Birnu hvaða skilyrði erlendur maki Íslendings þurfi að uppfylla til að fá íslenskan ríkisborgararétt.

Í svari Hönnu Birnu kemur ennfremur fram að umsækjandi verði að uppfylla skilyrði þess að fá búsetuleyfi útgefið af Útlendingastofnun og hafa slíkt leyfi þegar sótt er um íslenskan ríkisborgararétt, nema umsækjandi sé undanþeginn skyldu til að hafa dvalarleyfi hér á landi samkvæmt lögum um útlendinga.

Samkvæmt útlendingalögum er útlendingi, sem er í hjúskap með íslenskum ríkisborgara og hefur búið með honum hér á landi og haft dvalarleyfi samfellt í þrjú ár frá stofnun hjúskapar, heimilt að dvelja hér á landi án dvalarleyfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×