Landsbankinn hefur leiðrétt lán um 21 milljarð Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2014 16:32 Samanlögð fjárhæð leiðréttinganna er um 21 milljarður króna. Landsbankinn hefur nú lokið leiðréttingu endurreiknings á um 18.000 lánum sem kváðu á um ólögmæta gengistryggingu, þar með talið bílalána, fasteignalána og lána til fyrirtækja. Samanlögð fjárhæð þessara leiðréttinga er um 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Undanfarna mánuði hefur verið lögð áhersla á að reikna lán sem féllu undir dóm Hæstaréttar í svokölluðu Plastiðjumáli. Lokið hefur verið við að leiðrétta um 90% þeirra lána. Leiðrétting endurreiknings þeirra lána og samninga sem eftir eru hefur reynst flóknari og tímafrekari en áætlað var í fyrstu. Í kjölfar nýlegra dóma Hæstaréttar sem vörðuðu uppgreidda samninga og fjármögnunarleigusamninga, liggur fyrir að leiðrétta og endurreikna þarf um 17.000 lán til viðbótar því sem áður var talið. Bankinn hefur sett sér það markmið að leiðréttingu allra þessara lána verði að fullu lokið á fyrri hluta ársins 2014. Fram kemur í fréttatilkynningu Landsbankans að áhrif nýrra dóma Hæstaréttar séu: • Í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Haga hf. gegn Arion banka hf. mun Landsbankinn leiðrétta endurreikning lána einstaklinga og smærri fyrirtækja sem uppgreidd voru fyrir endurreikning, að öðrum skilyrðum uppfylltum m.a. varðandi festu í greiðslu, aðstöðumun og áhrif á fjárhagslega stöðu. Þetta hefur áhrif á meira en 15.000 bíla- og húsnæðislán auk lána til fyrirtækja. Einungis er um að ræða nokkra tugi lántaka þar sem aðstöðumunar gætir ekki og ekki kemur til leiðréttingar á lánum þeirra, nema nýir dómar kveði á um slíkt. • Rétt er að taka fram að dómurinn í Hagamálinu hefur ekki áhrif á lán þeirra sem áður voru viðskiptavinir Avant hf., höfðu greitt upp sín lán þar og fengið greiddar kröfur samkvæmt nauðasamningi. • Dómur Hæstaréttar í máli Landsbankans hf. gegn Flugustraumi ehf. felur í sér að margir samningar sem áður töldust fjármögnunarleigusamningar eru í raun lánssamningar með ólögmæta gengistryggingu. Landsbankinn mun því endurreikna slíka samninga. Bráðabirgðamat bankans er að þeir samningar séu um 2000 talsins og að um 95% þeirra snerti fyrirtæki. Endurreikningur fyrstu fjármögnunarleigusamninga verður birtur í janúar. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Landsbankinn hefur nú lokið leiðréttingu endurreiknings á um 18.000 lánum sem kváðu á um ólögmæta gengistryggingu, þar með talið bílalána, fasteignalána og lána til fyrirtækja. Samanlögð fjárhæð þessara leiðréttinga er um 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Undanfarna mánuði hefur verið lögð áhersla á að reikna lán sem féllu undir dóm Hæstaréttar í svokölluðu Plastiðjumáli. Lokið hefur verið við að leiðrétta um 90% þeirra lána. Leiðrétting endurreiknings þeirra lána og samninga sem eftir eru hefur reynst flóknari og tímafrekari en áætlað var í fyrstu. Í kjölfar nýlegra dóma Hæstaréttar sem vörðuðu uppgreidda samninga og fjármögnunarleigusamninga, liggur fyrir að leiðrétta og endurreikna þarf um 17.000 lán til viðbótar því sem áður var talið. Bankinn hefur sett sér það markmið að leiðréttingu allra þessara lána verði að fullu lokið á fyrri hluta ársins 2014. Fram kemur í fréttatilkynningu Landsbankans að áhrif nýrra dóma Hæstaréttar séu: • Í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Haga hf. gegn Arion banka hf. mun Landsbankinn leiðrétta endurreikning lána einstaklinga og smærri fyrirtækja sem uppgreidd voru fyrir endurreikning, að öðrum skilyrðum uppfylltum m.a. varðandi festu í greiðslu, aðstöðumun og áhrif á fjárhagslega stöðu. Þetta hefur áhrif á meira en 15.000 bíla- og húsnæðislán auk lána til fyrirtækja. Einungis er um að ræða nokkra tugi lántaka þar sem aðstöðumunar gætir ekki og ekki kemur til leiðréttingar á lánum þeirra, nema nýir dómar kveði á um slíkt. • Rétt er að taka fram að dómurinn í Hagamálinu hefur ekki áhrif á lán þeirra sem áður voru viðskiptavinir Avant hf., höfðu greitt upp sín lán þar og fengið greiddar kröfur samkvæmt nauðasamningi. • Dómur Hæstaréttar í máli Landsbankans hf. gegn Flugustraumi ehf. felur í sér að margir samningar sem áður töldust fjármögnunarleigusamningar eru í raun lánssamningar með ólögmæta gengistryggingu. Landsbankinn mun því endurreikna slíka samninga. Bráðabirgðamat bankans er að þeir samningar séu um 2000 talsins og að um 95% þeirra snerti fyrirtæki. Endurreikningur fyrstu fjármögnunarleigusamninga verður birtur í janúar.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira