Segir aðgerð lögreglu í Hraunbæ ekki refsiverða Bjarki Ármannsson skrifar 14. júní 2014 11:00 Lögreglan að störfum í Hraunbæ í desember í fyrra. Vísir/Pjetur Rannsókn Ríkissaksóknara á aðgerðum lögreglu í skotárásinni í Hraunbæ í desember síðastliðnum segir ekkert benda til refsiverðrar háttsemi lögreglumannanna. Sævar Rafn Jónasson, íbúi í fjölbýlishúsinu við Hraunbæ 20, lét lífið vegna skotsára sem hann hlaut í átökunum. Lögregla var kölluð á vettvang aðfaranótt 2. desember í fyrra vegna tilkynningar nágranna um hávaðasama tónlist úr íbúð Sævars, auk þess sem hár hvellur hafði heyrst þaðan. Í greinargerð Ríkissaksóknara kemur fram að nágranninn gaf lögreglu upp nafn annars manns og var því nafni flett upp í upplýsingakerfum lögreglu. Sá maður var ekki skráður fyrir skotvopni og ekkert brot skráð á hann í málaskrá lögreglu. Hefði nafni Sævars hins vegar verið flett upp, hefðu upplýsingar legið fyrir um að hann hlaut fangelsisdóm í Noregi árið 1986 fyrir að reyna að skjóta lögreglumann með skammbyssu. Í greinargerðinni segir einnig að varðandi upphafsaðgerðir lögreglu hafi Ríkissaksóknari fyrst og fremst skoðað atriði sem sneru að aðkomu lásasmiðs sem kallaður var til. Í skýrslu lásasmiðsins segir að lögregla hafi ekki nefnt við hann að Sævar væri hugsanlega vopnaður byssu og að lásasmiðurinn hafi ekki verið klæddur í skothelt vesti. Þó er tekið fram í greinargerðinni að lögreglan taldi að Sævar væri látinn, en reynt hafði verið að ná sambandi við hann í um korter áður en lásasmiðurinn kom á staðinn. Sævar hóf strax að skjóta á lögreglu þegar opnað var inn í íbúðina. Því er lýst í skýrslum lögreglumanna að þeir hafi ítrekað kallað til Sævars að leggja niður vopnið og ræða við þá. Eftir að gasvopnum var beitt án árangurs fóru sérsveitarmenn inn í íbúðina. Lögregla hleypti af fjórum skotum inni í íbúðinni eftir að Sævar hóf skothríð úr svefnherbergi sínu. Öll fjögur skotin komu úr sömu byssunni og hæfðu tvö þeirra Sævar. Þau eru talin eiga jafnan hlut í því að draga hann til dauða. Samkvæmt greinargerðinni telur Ríkissaksóknari að lögregla hefði ekki getað beitt vægari vörnum við skotum Sævars og að verkið sé því refsilaust. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Rannsókn Ríkissaksóknara á aðgerðum lögreglu í skotárásinni í Hraunbæ í desember síðastliðnum segir ekkert benda til refsiverðrar háttsemi lögreglumannanna. Sævar Rafn Jónasson, íbúi í fjölbýlishúsinu við Hraunbæ 20, lét lífið vegna skotsára sem hann hlaut í átökunum. Lögregla var kölluð á vettvang aðfaranótt 2. desember í fyrra vegna tilkynningar nágranna um hávaðasama tónlist úr íbúð Sævars, auk þess sem hár hvellur hafði heyrst þaðan. Í greinargerð Ríkissaksóknara kemur fram að nágranninn gaf lögreglu upp nafn annars manns og var því nafni flett upp í upplýsingakerfum lögreglu. Sá maður var ekki skráður fyrir skotvopni og ekkert brot skráð á hann í málaskrá lögreglu. Hefði nafni Sævars hins vegar verið flett upp, hefðu upplýsingar legið fyrir um að hann hlaut fangelsisdóm í Noregi árið 1986 fyrir að reyna að skjóta lögreglumann með skammbyssu. Í greinargerðinni segir einnig að varðandi upphafsaðgerðir lögreglu hafi Ríkissaksóknari fyrst og fremst skoðað atriði sem sneru að aðkomu lásasmiðs sem kallaður var til. Í skýrslu lásasmiðsins segir að lögregla hafi ekki nefnt við hann að Sævar væri hugsanlega vopnaður byssu og að lásasmiðurinn hafi ekki verið klæddur í skothelt vesti. Þó er tekið fram í greinargerðinni að lögreglan taldi að Sævar væri látinn, en reynt hafði verið að ná sambandi við hann í um korter áður en lásasmiðurinn kom á staðinn. Sævar hóf strax að skjóta á lögreglu þegar opnað var inn í íbúðina. Því er lýst í skýrslum lögreglumanna að þeir hafi ítrekað kallað til Sævars að leggja niður vopnið og ræða við þá. Eftir að gasvopnum var beitt án árangurs fóru sérsveitarmenn inn í íbúðina. Lögregla hleypti af fjórum skotum inni í íbúðinni eftir að Sævar hóf skothríð úr svefnherbergi sínu. Öll fjögur skotin komu úr sömu byssunni og hæfðu tvö þeirra Sævar. Þau eru talin eiga jafnan hlut í því að draga hann til dauða. Samkvæmt greinargerðinni telur Ríkissaksóknari að lögregla hefði ekki getað beitt vægari vörnum við skotum Sævars og að verkið sé því refsilaust.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira