Lögðu ljósnet í 49 bæjarfélögum Haraldur Guðmundsson skrifar 3. janúar 2014 08:29 Um 85 þúsund fjölskyldur gátu tengst ljósveitu Mílu við síðustu áramót. Mynd/GVA. Síminn og Míla lögðu ljósnet í 49 bæjarfélögum á landsbyggðinni á síðasta ári. Þá tengdust 23 þúsund heimili aðgangsneti Mílu en upphafleg áætlun Símans hljóðaði upp á 53 bæjarfélög. Eftir standa Þingeyri, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður. „Vont veður á fyrri hluta ársins kom í veg fyrir að við næðum þessu markmiði um 53 bæjarfélög en þeir fjórir staðir sem eftir standa verða tengdir á næstu dögum,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu. Um 62 þúsund fjölskyldur gátu að hennar sögn nýtt sér þjónustuna við árslok 2012 en 85 þúsund um síðustu áramót. Verkefnið kostaði um fjörutíu þúsund krónur á hvert heimili og heildarkostnaður þess er því um einn milljarður íslenskra króna. „Síminn stefndi að því að um eitt hundrað þúsund heimili á landinu gætu nýtt sér ljósnetið um mitt ár 2014. Miðað við þær áætlanir sem Míla hefur kynnt á heimasíðu sinni eru góðar líkur á því að það markmið náist,“ segir Sigurrós. Míla tók í september við uppbyggingu á ljósneti Símans eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert samkomulag við Skipti hf., móðurfélag Símans og Mílu, um umfangsmiklar breytingar á skipulagi samstæðunnar í því skyni að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þjónusta Mílu nefnist Ljósveitan og er í grunninn aðgangsnet sem öll fjarskiptafyrirtæki geta nýtt sér til að selja viðskiptavinum sína þjónustu. Borgarfjarðarhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem var ekki inni í áætlun Símans fyrir árið 2013. Sveitarfélagið er hins vegar á verkáætlun Mílu fyrir þetta ár. Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, segir mikilvægt að vinna við lagningu ljósnetsins verði kláruð sem fyrst. „Þetta er hörmung enda hefur ekkert gerst í langan tíma. Það er víða þannig í þorpinu að þegar menn kveikja á tölvunni þurfa þeir að slökkva á sjónvarpinu og öfugt,“ segir Jón. „Hins vegar er búið að segja okkur að það verði eitthvað gert á þriðja fjórðungi þessa árs. En íbúar sveitarfélagsins eru orðnir ósköp þreyttir á þessu, sérstaklega þeir sem hafa hugsað sér að nýta háhraðanet í sambandi við atvinnu. Aðgengi að háhraðaneti er stórt atvinnuspursmál og jafn stórt samgöngumál og vegirnir,“ segir Jón. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Síminn og Míla lögðu ljósnet í 49 bæjarfélögum á landsbyggðinni á síðasta ári. Þá tengdust 23 þúsund heimili aðgangsneti Mílu en upphafleg áætlun Símans hljóðaði upp á 53 bæjarfélög. Eftir standa Þingeyri, Bíldudalur, Tálknafjörður og Patreksfjörður. „Vont veður á fyrri hluta ársins kom í veg fyrir að við næðum þessu markmiði um 53 bæjarfélög en þeir fjórir staðir sem eftir standa verða tengdir á næstu dögum,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu. Um 62 þúsund fjölskyldur gátu að hennar sögn nýtt sér þjónustuna við árslok 2012 en 85 þúsund um síðustu áramót. Verkefnið kostaði um fjörutíu þúsund krónur á hvert heimili og heildarkostnaður þess er því um einn milljarður íslenskra króna. „Síminn stefndi að því að um eitt hundrað þúsund heimili á landinu gætu nýtt sér ljósnetið um mitt ár 2014. Miðað við þær áætlanir sem Míla hefur kynnt á heimasíðu sinni eru góðar líkur á því að það markmið náist,“ segir Sigurrós. Míla tók í september við uppbyggingu á ljósneti Símans eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert samkomulag við Skipti hf., móðurfélag Símans og Mílu, um umfangsmiklar breytingar á skipulagi samstæðunnar í því skyni að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þjónusta Mílu nefnist Ljósveitan og er í grunninn aðgangsnet sem öll fjarskiptafyrirtæki geta nýtt sér til að selja viðskiptavinum sína þjónustu. Borgarfjarðarhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem var ekki inni í áætlun Símans fyrir árið 2013. Sveitarfélagið er hins vegar á verkáætlun Mílu fyrir þetta ár. Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, segir mikilvægt að vinna við lagningu ljósnetsins verði kláruð sem fyrst. „Þetta er hörmung enda hefur ekkert gerst í langan tíma. Það er víða þannig í þorpinu að þegar menn kveikja á tölvunni þurfa þeir að slökkva á sjónvarpinu og öfugt,“ segir Jón. „Hins vegar er búið að segja okkur að það verði eitthvað gert á þriðja fjórðungi þessa árs. En íbúar sveitarfélagsins eru orðnir ósköp þreyttir á þessu, sérstaklega þeir sem hafa hugsað sér að nýta háhraðanet í sambandi við atvinnu. Aðgengi að háhraðaneti er stórt atvinnuspursmál og jafn stórt samgöngumál og vegirnir,“ segir Jón.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira