Leikmenn fótboltaliðsins láta stundum sjá sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2014 08:00 Framkvæmdastjóri PSG, Jean-Claude Blanc, er einn hæstráðenda félagsins og mætir á alla leiki. Hér heilsar hann upp á Róbert. vísir/Getty Línu- og landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson hefur fengið að upplifa ýmislegt nýtt eftir að hann gekk til liðs við stórlið PSG í Frakklandi. Þetta rótgróna knattspyrnufélag tók yfir rekstur Paris Handball á sama tíma og þeir Róbert og Ásgeir Örn Hallgrímsson gengu til liðs við félagið sumarið 2012 og síðan þá hefur uppgangur félagsins verið mikill, þó svo að liðið hafi orðið af franska meistaratitlinum í vor. Róbert neitar því ekki að það hafi verið vonbrigði fyrir stjörnum prýtt lið PSG að þurfa að sætta sig við annað sæti deildarinnar. „Það var engan veginn nógu gott. Við stefndum líka á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar en drógumst gegn Veszprem frá Ungverjalandi og áttum einfaldlega ekki möguleika gegn þeim.“ Liðið varð svo bikarmeistari nú um helgina og segir Róbert að það hafi verið sárabót. „Það var þó ágætt að ná einum titli. En við ætluðum okkur miklu meira.“ Róbert segir erfitt að benda á eina ástæðu fyrir misjöfnu gengi liðsins í vetur en að það hafi tekið langan tíma að finna jafnvægi í leikmannahópnum. „Sumir leikmenn byrjuðu á að spila mikið en voru svo teknir úr liðinu og fengu allt í einu ekkert að spila. Þetta fór ekki að ganga almennilega fannst manni fyrr en undir lok tímabilsins og þá var það orðið allt of seint.“Róbert fagnar marki.Vísir/GettySjeikinn mætir stundum PSG er í eigu eignarhaldsfélags frá Katar en á bak við það standa moldríkir olíufurstar, líkt og þeir sem fylgjast með knattspyrnuliði PSG vita mætavel. „Þetta er risastórt,“ útskýrir Róbert en handboltaliðið byrjaði að spila undir merkjum PSG árið 2012. Með þeirri breytingu hafi í raun verið markað nýtt upphaf á sögu félagsins og umhverfi þess gerbreyttist. „Sjeikinn mætir stundum á leiki og framkvæmdastjórinn [Jean-Claude Blanc] nánast alltaf. Leikmenn fótboltaliðsins láta stundum sjá sig og maður skynjar því að þetta er ansi stór klúbbur og hefur vaxið mjög hratt á þessum tveimur árum,“ segir hann en bætir við að stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic eigi enn eftir að kíkja á leik með handboltaliðinu. Róbert segir að um tíma hafi einnig komið til greina að stofna öfluga körfuknattleiksdeild í félaginu en það hefur ekki enn orðið að veruleika. „Hugmyndin er að gera þetta á svipaðan máta og Barcelona hefur gert,“ segir Róbert en Börsungar hafa verið í fremstu röð með fótbolta-, handbolta- og körfuboltalið sín undanfarin ár og áratugi.Róbert fer inn af línunni í Makedóníu.Vísir/gettyFjórir landsliðsmenn í deildinni Róbert á tvö ár eftir af samningi sínum við PSG og verður því áfram í frönsku höfuðborginni. Hann segir hlutverk sitt í liðinu hafa verið hefðbundið þó svo að hann hafi spilað í stöðu hornamanns í einum hálfleik. „Ég var nú aðallega bara í því að leysa inn á línu. Ég læt Luc Abalo og hina um að svífa inn úr hornunum. En þetta var gaman – ég átti nokkrar stoðsendingar og reyndi hvað ég gat í hraðaupphlaupunum,“ segir hann. Liðsfélagi hans, Ásgeir Örn Hallgrímsson, er á leið til Nimes í sumar og þá er Snorri Steinn Guðjónsson búinn að semja við Selestat. Arnór Atlason verður áfram í Saint-Raphäel. Róbert segir að franska deildin sé að styrkjast með hverju árinu. „Það sást best á því að það voru allir að vinna alla í deildinni í vetur. Þegar við Ásgeir komum fyrir tveimur árum óraði okkur ekki fyrir að deildin yrði svona sterk. Ég sé því ekki eftir því að hafa tekið þetta skref.“ Meðal þeirra leikmanna sem eru á leið til PSG í sumar eru Thierry Omeyer, Xavier Barachet og William Accambray – allt lykilmenn í ógnarsterku landsliði Frakklands. „Það er auðvitað frábært fyrir liðið að fá þessar frönsku stórstjörnur. Ef við værum að gera þetta heima á Íslandi vildi maður sameina allar landsliðsstjörnurnar okkar í Fylki og búa til stórveldi í Árbænum,“ segir hann í léttum dúr.Róbert fagnar með liðsfélögum sínum.vísir/gettyMeð lífvörðum í Makedóníu Róbert kom til PSG frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, sem er eitt stærsta handboltafélag Þýskalands. „En þetta er bara svo miklu stærra í París. Öll umgjörð getur verið nánast hálfkjánaleg, sérstaklega í kringum ferðalög okkar utan Frakklands,“ útskýrir Róbert. „Þegar við fórum til Makedóníu að spila í Meistaradeildinni voru lífverðir sendir með okkur. Það er auðvitað engin þörf fyrir það,“ segir Róbert og hlær. „Ég held reyndar að yfirmenn félagsins séu að átta sig á því að við erum ekki alveg jafn stór nöfn og í fótboltanum.“ Róbert segir að það hafi verið sérstök upplifun að fagna franska meistaratitlinum í fyrra eftir sigur PSG í deildinni. „Við vorum á einhverjum næturklúbbi í París ásamt her lífvarða – þó svo að við værum einir í klúbbnum,“ segir hann og hlær. Handbolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira
Línu- og landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson hefur fengið að upplifa ýmislegt nýtt eftir að hann gekk til liðs við stórlið PSG í Frakklandi. Þetta rótgróna knattspyrnufélag tók yfir rekstur Paris Handball á sama tíma og þeir Róbert og Ásgeir Örn Hallgrímsson gengu til liðs við félagið sumarið 2012 og síðan þá hefur uppgangur félagsins verið mikill, þó svo að liðið hafi orðið af franska meistaratitlinum í vor. Róbert neitar því ekki að það hafi verið vonbrigði fyrir stjörnum prýtt lið PSG að þurfa að sætta sig við annað sæti deildarinnar. „Það var engan veginn nógu gott. Við stefndum líka á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar en drógumst gegn Veszprem frá Ungverjalandi og áttum einfaldlega ekki möguleika gegn þeim.“ Liðið varð svo bikarmeistari nú um helgina og segir Róbert að það hafi verið sárabót. „Það var þó ágætt að ná einum titli. En við ætluðum okkur miklu meira.“ Róbert segir erfitt að benda á eina ástæðu fyrir misjöfnu gengi liðsins í vetur en að það hafi tekið langan tíma að finna jafnvægi í leikmannahópnum. „Sumir leikmenn byrjuðu á að spila mikið en voru svo teknir úr liðinu og fengu allt í einu ekkert að spila. Þetta fór ekki að ganga almennilega fannst manni fyrr en undir lok tímabilsins og þá var það orðið allt of seint.“Róbert fagnar marki.Vísir/GettySjeikinn mætir stundum PSG er í eigu eignarhaldsfélags frá Katar en á bak við það standa moldríkir olíufurstar, líkt og þeir sem fylgjast með knattspyrnuliði PSG vita mætavel. „Þetta er risastórt,“ útskýrir Róbert en handboltaliðið byrjaði að spila undir merkjum PSG árið 2012. Með þeirri breytingu hafi í raun verið markað nýtt upphaf á sögu félagsins og umhverfi þess gerbreyttist. „Sjeikinn mætir stundum á leiki og framkvæmdastjórinn [Jean-Claude Blanc] nánast alltaf. Leikmenn fótboltaliðsins láta stundum sjá sig og maður skynjar því að þetta er ansi stór klúbbur og hefur vaxið mjög hratt á þessum tveimur árum,“ segir hann en bætir við að stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic eigi enn eftir að kíkja á leik með handboltaliðinu. Róbert segir að um tíma hafi einnig komið til greina að stofna öfluga körfuknattleiksdeild í félaginu en það hefur ekki enn orðið að veruleika. „Hugmyndin er að gera þetta á svipaðan máta og Barcelona hefur gert,“ segir Róbert en Börsungar hafa verið í fremstu röð með fótbolta-, handbolta- og körfuboltalið sín undanfarin ár og áratugi.Róbert fer inn af línunni í Makedóníu.Vísir/gettyFjórir landsliðsmenn í deildinni Róbert á tvö ár eftir af samningi sínum við PSG og verður því áfram í frönsku höfuðborginni. Hann segir hlutverk sitt í liðinu hafa verið hefðbundið þó svo að hann hafi spilað í stöðu hornamanns í einum hálfleik. „Ég var nú aðallega bara í því að leysa inn á línu. Ég læt Luc Abalo og hina um að svífa inn úr hornunum. En þetta var gaman – ég átti nokkrar stoðsendingar og reyndi hvað ég gat í hraðaupphlaupunum,“ segir hann. Liðsfélagi hans, Ásgeir Örn Hallgrímsson, er á leið til Nimes í sumar og þá er Snorri Steinn Guðjónsson búinn að semja við Selestat. Arnór Atlason verður áfram í Saint-Raphäel. Róbert segir að franska deildin sé að styrkjast með hverju árinu. „Það sást best á því að það voru allir að vinna alla í deildinni í vetur. Þegar við Ásgeir komum fyrir tveimur árum óraði okkur ekki fyrir að deildin yrði svona sterk. Ég sé því ekki eftir því að hafa tekið þetta skref.“ Meðal þeirra leikmanna sem eru á leið til PSG í sumar eru Thierry Omeyer, Xavier Barachet og William Accambray – allt lykilmenn í ógnarsterku landsliði Frakklands. „Það er auðvitað frábært fyrir liðið að fá þessar frönsku stórstjörnur. Ef við værum að gera þetta heima á Íslandi vildi maður sameina allar landsliðsstjörnurnar okkar í Fylki og búa til stórveldi í Árbænum,“ segir hann í léttum dúr.Róbert fagnar með liðsfélögum sínum.vísir/gettyMeð lífvörðum í Makedóníu Róbert kom til PSG frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, sem er eitt stærsta handboltafélag Þýskalands. „En þetta er bara svo miklu stærra í París. Öll umgjörð getur verið nánast hálfkjánaleg, sérstaklega í kringum ferðalög okkar utan Frakklands,“ útskýrir Róbert. „Þegar við fórum til Makedóníu að spila í Meistaradeildinni voru lífverðir sendir með okkur. Það er auðvitað engin þörf fyrir það,“ segir Róbert og hlær. „Ég held reyndar að yfirmenn félagsins séu að átta sig á því að við erum ekki alveg jafn stór nöfn og í fótboltanum.“ Róbert segir að það hafi verið sérstök upplifun að fagna franska meistaratitlinum í fyrra eftir sigur PSG í deildinni. „Við vorum á einhverjum næturklúbbi í París ásamt her lífvarða – þó svo að við værum einir í klúbbnum,“ segir hann og hlær.
Handbolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira