Tollkvóti vegna innflutnings á nautakjöti hefur verið opinn síðan í lok febrúar á þessu ári.
Þetta kemur fram í frétt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna umræðu um málið.
Það hefur þau áhrif að verðhækkun á innlendu nautakjöti hefur engin áhrif á innflutningsverðið.
Innflytjendur geta flutt inn nautakjöt gegn greiðslu á ákveðnum tolli, sem er 45 prósent af þeim magntolli sem leggjast myndi á kjötið ef tollkvótinn væri ekki opinn. Auk þess legðist þá á 30 prósent verðtollur.
