Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu.
Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans.
Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.
Brýnt að fá aðstoð
Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir.
Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn.
Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst.

Tölvuleikjafíkn unglinga
Skoðun

Guð blessi Ísland
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hálendisþjóðgarður og náttúruverndarrökin
Jón Jónsson skrifar

Framfarir eða fullyrðingar?
Þóra Björg Jónsdóttir skrifar

Ómakleg gagnrýni á bólusetningar í Ísrael
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Það er stuð í rafmagninu
Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar

Takk fyrir traustið!
Bjarni Gíslason skrifar

Hvað er raunveruleg menntun?
Sólveig María Svavarsdóttir skrifar

Tillögu um móttöku flóttabarna drepið á dreif – „Á meðan deyja börn á Lesbos“
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Af hverju er Orka náttúrunnar í orkuskiptum?
Hafrún Þorvaldsdóttir skrifar

Hæfileikar barna í Fellahverfi
Lilja D. Alfreðsdóttir skrifar

Þjösnaskapur Útlendingastofnunar
Guðbrandur Einarsson skrifar

Bóluefnaframleiðendur fá friðhelgi fyrir lögsóknum
Anna Tara Andrésdóttir skrifar

Dæmisagan Bretland
Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar

Um kvikmyndanám á háskólastigi
Hópur kvikmyndagerðarmanna skrifar

Gjöfult sprotaumhverfi á frumkvöðlasetrum
Karl Friðriksson,Sigríður Ingvarsdóttir skrifar