Tölvuleikjafíkn unglinga Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Veruleiki unglinga nú um stundir er um margt frábrugðinn því sem fyrri kynslóðir bjuggu við. Tækninýjungar veita fólki aðgang að upplýsingum og samskiptum sem áður voru óhugsandi. Samskipti ungs fólks fara í auknum mæli fram í gegnum tölvur og afþreying í gegnum sýndarveruleika. Neikvæðar hliðar þessara framfara hafa því miður komið í ljós hér á landi sem annars staðar. Ungt fólk hefur þróað með sér tölvuleikjafíkn og misst stjórn á lífi sínu. Skilgreina má fíkn sem þráláta neyslu sem tekur yfir líf einstaklingsins og ágerist þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar. Þegar kemur að tölvuleikjanotkun má í mörgum tilfellum færa rök fyrir því að einstaklingurinn sé haldinn fíkn þegar ásókn í tölvuleiki er orðin það mikil að hún er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hans. Afleiðingar of mikillar tölvuleikjanotkunar geta verið félagslegar, sálrænar og heilsufarslegar. Þeir sem spila mikið einangra sig gjarnan frá vinum sínum, fara ekki út úr húsi, lenda í átökum við fjölskyldumeðlimi, sinna ekki skyldum sínum og mæta illa í skóla eða vinnu. Þegar einstaklingurinn er ekki í tölvunni er hann stöðugt með hugann við hana og verður eirðarlaus og pirraður. Þessi óþægindi hverfa ekki fyrr en hann kemst aftur að tölvunni.Brýnt að fá aðstoð Algengir fylgikvillar eru skapofsaköst, kvíði og þunglyndi. Önnur einkenni ofnotkunar á tölvuleikjum geta verið brenglað tímaskyn og vanræksla grunnþarfa eins og næringar og hreinlætis. Á sama hátt og áfengisfíklar reynir tölvufíkillinn að fela neysluna og ljúga til um tölvunotkunina. Sá hópur sem líklegastur er til að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir. Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Kröfur umhverfisins til einstaklingsins aukast, líkaminn breytist, sjálfsmyndin mótast og unglingurinn reynir að skilgreina sjálfan sig og átta sig á því hvaða hópum hann á samleið með og hvert hann vill stefna í lífinu. Á unglingsárunum prófar fólk sig áfram í samskiptum og skoðar hegðun annarra. Unglingar eyða auknum tíma með félögum á kostnað samskipta við foreldra sína. Félagsleg samskipti skipta því miklu máli á þessu tímaskeiði og eru mikilvægt skref í þroskaferli einstaklingsins. Þeir sem ánetjast tölvuleikjum á þessum árum fara á mis við þessa félagsmótun. Í stað þess að finna tilgang með lífinu er þessum mestu mótunarárum eytt fyrir framan tölvuskjá til að svala tölvuleikjafíkn. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á tölvunotkuninni er mikilvægt að leita til sálfræðinga sem geta aðstoðað hann við að ná stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Ef foreldra grunar að unglingurinn þeirra sé búinn að missa stjórn á tölvuleikjanotkuninni og greina breytingar á hegðun hans og lundarfari er brýnt að grípa inn í og fá aðstoð sem fyrst. Tölvuleikjafíkn er samfélagslegt mein sem getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu ungmenna ef ekkert er aðhafst.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar