Verðum að þora að taka skotin okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2014 06:30 Keflavík gæti farið í snemmbúið sumarfrí í kvöld. fréttablaðið/daníel Taki Keflvíkingar sig ekki saman í andlitinu og vinni Stjörnuna á heimavelli í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta verður liðinu sópað í sumarfrí. Keflavík, sem endaði í 2. sæti deildakeppninnar með 18 sigra og fjögur töp, tapaði fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni á heimavelli og var svo rassskellt í Ásgarði á mánudagskvöldið þar sem liðið virtist heillum horfið og leikmenn þess ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. „Við erum bara að spila gegn góðu liði sem er að spila vel, hitta úr skotunum sínum og spila góða vörn,“ segir Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við þurfum að halda áfram að gera það sem við gerðum vel í deildinni. Það er að þora að taka skotin okkar og verjast betur. Við verðum að halda Stjörnunni betur frá körfunni.“ Hljóðið var ekkert sérstaklega gott í Andy þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Pressan eðlilega hleðst upp í Sláturhúsinu enda var kvennaliðinu sópað í sumarfrí og nú er karlaliðið á barmi sömu örlaga. Þeir sem horfðu á leik Stjörnunnar og Keflavíkur á mánudagskvöldið í sjónvarpinu sáu hvernig Andy reyndi af veikum mætti að berja líf í sína menn í leikhléum. Það var sama hvað hann sagði, svörin voru fá. Hann þurfti að ganga svo langt að tala við þá eins og leikmenn í yngri flokkum og spyrja hvort þeir ætluðu hreinlega að vera í fýlu það sem eftir lifði leiks. „Við getum barist betur en í síðasta leik og það gerum við á föstudaginn,“ segir Andy aðspurður um baráttu- og andleysið í liðinu í síðasta leik. Hann er afar stuttaralegur í svörum. Spurður hvort hans menn hafi hreinlega gefist upp segir hann: „Nei, þeir eru ekki búnir að gefast upp. Þeir verða betri á föstudaginn. Við getum spilað betur en við höfum verið að gera og það gerum við á föstudaginn.“ Fáir höfðu trú á Stjörnunni fyrir einvígið enda slefaði liðið inn í úrslitakeppnina. Það vann tvö neðstu lið deildarinnar, Val og KFÍ, í tveimur af þremur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppnina en fékk svo rassskell á heimavelli gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Andy telur liðið betra en deildakeppnin gefur til kynna. „Ég sagði það fyrir seríuna að Stjarnan er að spila jafn vel og bestu liðin undanfarið. Það vann síðustu leiki sína með 30 stigum eða eitthvað og er vel þjálfað,“ segir Andy en hefur hann trú á að Keflavík geti unnið Stjörnuna þrisvar sinnum í röð? „Við tökum bara einn leik í einu. Við verðum að spila vel á föstudaginn og vinna þann leik,“ segir Andy Johnston. Dominos-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Taki Keflvíkingar sig ekki saman í andlitinu og vinni Stjörnuna á heimavelli í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta verður liðinu sópað í sumarfrí. Keflavík, sem endaði í 2. sæti deildakeppninnar með 18 sigra og fjögur töp, tapaði fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni á heimavelli og var svo rassskellt í Ásgarði á mánudagskvöldið þar sem liðið virtist heillum horfið og leikmenn þess ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. „Við erum bara að spila gegn góðu liði sem er að spila vel, hitta úr skotunum sínum og spila góða vörn,“ segir Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við þurfum að halda áfram að gera það sem við gerðum vel í deildinni. Það er að þora að taka skotin okkar og verjast betur. Við verðum að halda Stjörnunni betur frá körfunni.“ Hljóðið var ekkert sérstaklega gott í Andy þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Pressan eðlilega hleðst upp í Sláturhúsinu enda var kvennaliðinu sópað í sumarfrí og nú er karlaliðið á barmi sömu örlaga. Þeir sem horfðu á leik Stjörnunnar og Keflavíkur á mánudagskvöldið í sjónvarpinu sáu hvernig Andy reyndi af veikum mætti að berja líf í sína menn í leikhléum. Það var sama hvað hann sagði, svörin voru fá. Hann þurfti að ganga svo langt að tala við þá eins og leikmenn í yngri flokkum og spyrja hvort þeir ætluðu hreinlega að vera í fýlu það sem eftir lifði leiks. „Við getum barist betur en í síðasta leik og það gerum við á föstudaginn,“ segir Andy aðspurður um baráttu- og andleysið í liðinu í síðasta leik. Hann er afar stuttaralegur í svörum. Spurður hvort hans menn hafi hreinlega gefist upp segir hann: „Nei, þeir eru ekki búnir að gefast upp. Þeir verða betri á föstudaginn. Við getum spilað betur en við höfum verið að gera og það gerum við á föstudaginn.“ Fáir höfðu trú á Stjörnunni fyrir einvígið enda slefaði liðið inn í úrslitakeppnina. Það vann tvö neðstu lið deildarinnar, Val og KFÍ, í tveimur af þremur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppnina en fékk svo rassskell á heimavelli gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Andy telur liðið betra en deildakeppnin gefur til kynna. „Ég sagði það fyrir seríuna að Stjarnan er að spila jafn vel og bestu liðin undanfarið. Það vann síðustu leiki sína með 30 stigum eða eitthvað og er vel þjálfað,“ segir Andy en hefur hann trú á að Keflavík geti unnið Stjörnuna þrisvar sinnum í röð? „Við tökum bara einn leik í einu. Við verðum að spila vel á föstudaginn og vinna þann leik,“ segir Andy Johnston.
Dominos-deild karla Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira