Ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er varla til Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. mars 2014 09:00 Forsvarsmenn Össurar eru ekki ánægðir með íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Vísir/Pjetur „Það er ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er nokkurn veginn ekki til,“ sagði Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar í samtali við Fréttablaðið. Össur hélt aðalfund í gær þar sem Jacobsen hélt ræðu og fór ekki fögrum orðum um íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Jacobsen sagði gjaldeyrishöftin valda Össuri mestum vandræðum, en félagið hefði séð vegferðina inn í ESB vera góða leið til að komast undan þeim. Hann sagðist vera mjög sorgmæddur að heyra að ríkisstjórnin ætli núna að slíta viðræðunum, án þess að vera með nokkurt plan um hvernig létta ætti höftunum. „Sem alþjóðlegt fyrirtæki er ómögulegt að vera í rekstri með viðvarandi gjaldeyrishöftum og sérstaklega þar sem við störfum með undanþágum sem hægt er að afnema hvenær sem er. Fyrir fyrirtæki sem starfa á heimsmarkaði er aðgangur að alþjóðlegum gjaldeyri og fyrirsjáanleiki í viðskipta- og lagaumhverfinu mjög mikilvægt.“Jón Sigurðsson, forstjóri, bætir við að þrátt fyrir að höftunum yrði aflétt ættu viðskipti sér aðeins stað í krónum á Íslandi. „Krónan er ekki mynt sem er hægt að eiga viðskipti með neins staðar annars staðar, jafnvel þótt höftunum yrði aflétt,“ segir Jón. Jacobsen segir Ísland verða af talsverðum tekjum af því að Össur sé með öll sín fjármál í gegnum erlend dótturfélög. „Við gætum verið að fá lán frá íslenskum bönkum og tekið frekari þátt í íslenskum efnahag. Í dag rekum við höfuðstöðvarnar og erum með verulegan starfsmannafjölda hér en það er eina framlagið sem við getum skilað til landsins eins og staðan er í dag,“ segir Jacobsen og bætir við: „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/GVABjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði vísbendingar sem stjórnvöld fái innan úr efnahagslífinu vera í hina áttina. „Fjárfesting er að vaxa, atvinnuleysi er að minnka, hér er meiri hagvöxtur en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. Það er hins vegar alveg rétt að á meðan hér eru gjaldeyrishöft þá eru þau svona eins og skuggi yfir efnahagslífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að það náist áfangi á næstu misserum til þess að aflétta þeim,“ sagði Bjarni. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Það er ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er nokkurn veginn ekki til,“ sagði Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar í samtali við Fréttablaðið. Össur hélt aðalfund í gær þar sem Jacobsen hélt ræðu og fór ekki fögrum orðum um íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Jacobsen sagði gjaldeyrishöftin valda Össuri mestum vandræðum, en félagið hefði séð vegferðina inn í ESB vera góða leið til að komast undan þeim. Hann sagðist vera mjög sorgmæddur að heyra að ríkisstjórnin ætli núna að slíta viðræðunum, án þess að vera með nokkurt plan um hvernig létta ætti höftunum. „Sem alþjóðlegt fyrirtæki er ómögulegt að vera í rekstri með viðvarandi gjaldeyrishöftum og sérstaklega þar sem við störfum með undanþágum sem hægt er að afnema hvenær sem er. Fyrir fyrirtæki sem starfa á heimsmarkaði er aðgangur að alþjóðlegum gjaldeyri og fyrirsjáanleiki í viðskipta- og lagaumhverfinu mjög mikilvægt.“Jón Sigurðsson, forstjóri, bætir við að þrátt fyrir að höftunum yrði aflétt ættu viðskipti sér aðeins stað í krónum á Íslandi. „Krónan er ekki mynt sem er hægt að eiga viðskipti með neins staðar annars staðar, jafnvel þótt höftunum yrði aflétt,“ segir Jón. Jacobsen segir Ísland verða af talsverðum tekjum af því að Össur sé með öll sín fjármál í gegnum erlend dótturfélög. „Við gætum verið að fá lán frá íslenskum bönkum og tekið frekari þátt í íslenskum efnahag. Í dag rekum við höfuðstöðvarnar og erum með verulegan starfsmannafjölda hér en það er eina framlagið sem við getum skilað til landsins eins og staðan er í dag,“ segir Jacobsen og bætir við: „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/GVABjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði vísbendingar sem stjórnvöld fái innan úr efnahagslífinu vera í hina áttina. „Fjárfesting er að vaxa, atvinnuleysi er að minnka, hér er meiri hagvöxtur en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. Það er hins vegar alveg rétt að á meðan hér eru gjaldeyrishöft þá eru þau svona eins og skuggi yfir efnahagslífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að það náist áfangi á næstu misserum til þess að aflétta þeim,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira