Ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er varla til Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. mars 2014 09:00 Forsvarsmenn Össurar eru ekki ánægðir með íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Vísir/Pjetur „Það er ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er nokkurn veginn ekki til,“ sagði Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar í samtali við Fréttablaðið. Össur hélt aðalfund í gær þar sem Jacobsen hélt ræðu og fór ekki fögrum orðum um íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Jacobsen sagði gjaldeyrishöftin valda Össuri mestum vandræðum, en félagið hefði séð vegferðina inn í ESB vera góða leið til að komast undan þeim. Hann sagðist vera mjög sorgmæddur að heyra að ríkisstjórnin ætli núna að slíta viðræðunum, án þess að vera með nokkurt plan um hvernig létta ætti höftunum. „Sem alþjóðlegt fyrirtæki er ómögulegt að vera í rekstri með viðvarandi gjaldeyrishöftum og sérstaklega þar sem við störfum með undanþágum sem hægt er að afnema hvenær sem er. Fyrir fyrirtæki sem starfa á heimsmarkaði er aðgangur að alþjóðlegum gjaldeyri og fyrirsjáanleiki í viðskipta- og lagaumhverfinu mjög mikilvægt.“Jón Sigurðsson, forstjóri, bætir við að þrátt fyrir að höftunum yrði aflétt ættu viðskipti sér aðeins stað í krónum á Íslandi. „Krónan er ekki mynt sem er hægt að eiga viðskipti með neins staðar annars staðar, jafnvel þótt höftunum yrði aflétt,“ segir Jón. Jacobsen segir Ísland verða af talsverðum tekjum af því að Össur sé með öll sín fjármál í gegnum erlend dótturfélög. „Við gætum verið að fá lán frá íslenskum bönkum og tekið frekari þátt í íslenskum efnahag. Í dag rekum við höfuðstöðvarnar og erum með verulegan starfsmannafjölda hér en það er eina framlagið sem við getum skilað til landsins eins og staðan er í dag,“ segir Jacobsen og bætir við: „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/GVABjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði vísbendingar sem stjórnvöld fái innan úr efnahagslífinu vera í hina áttina. „Fjárfesting er að vaxa, atvinnuleysi er að minnka, hér er meiri hagvöxtur en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. Það er hins vegar alveg rétt að á meðan hér eru gjaldeyrishöft þá eru þau svona eins og skuggi yfir efnahagslífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að það náist áfangi á næstu misserum til þess að aflétta þeim,“ sagði Bjarni. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
„Það er ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er nokkurn veginn ekki til,“ sagði Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar í samtali við Fréttablaðið. Össur hélt aðalfund í gær þar sem Jacobsen hélt ræðu og fór ekki fögrum orðum um íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Jacobsen sagði gjaldeyrishöftin valda Össuri mestum vandræðum, en félagið hefði séð vegferðina inn í ESB vera góða leið til að komast undan þeim. Hann sagðist vera mjög sorgmæddur að heyra að ríkisstjórnin ætli núna að slíta viðræðunum, án þess að vera með nokkurt plan um hvernig létta ætti höftunum. „Sem alþjóðlegt fyrirtæki er ómögulegt að vera í rekstri með viðvarandi gjaldeyrishöftum og sérstaklega þar sem við störfum með undanþágum sem hægt er að afnema hvenær sem er. Fyrir fyrirtæki sem starfa á heimsmarkaði er aðgangur að alþjóðlegum gjaldeyri og fyrirsjáanleiki í viðskipta- og lagaumhverfinu mjög mikilvægt.“Jón Sigurðsson, forstjóri, bætir við að þrátt fyrir að höftunum yrði aflétt ættu viðskipti sér aðeins stað í krónum á Íslandi. „Krónan er ekki mynt sem er hægt að eiga viðskipti með neins staðar annars staðar, jafnvel þótt höftunum yrði aflétt,“ segir Jón. Jacobsen segir Ísland verða af talsverðum tekjum af því að Össur sé með öll sín fjármál í gegnum erlend dótturfélög. „Við gætum verið að fá lán frá íslenskum bönkum og tekið frekari þátt í íslenskum efnahag. Í dag rekum við höfuðstöðvarnar og erum með verulegan starfsmannafjölda hér en það er eina framlagið sem við getum skilað til landsins eins og staðan er í dag,“ segir Jacobsen og bætir við: „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/GVABjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði vísbendingar sem stjórnvöld fái innan úr efnahagslífinu vera í hina áttina. „Fjárfesting er að vaxa, atvinnuleysi er að minnka, hér er meiri hagvöxtur en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. Það er hins vegar alveg rétt að á meðan hér eru gjaldeyrishöft þá eru þau svona eins og skuggi yfir efnahagslífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að það náist áfangi á næstu misserum til þess að aflétta þeim,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira