Ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er varla til Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. mars 2014 09:00 Forsvarsmenn Össurar eru ekki ánægðir með íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Vísir/Pjetur „Það er ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er nokkurn veginn ekki til,“ sagði Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar í samtali við Fréttablaðið. Össur hélt aðalfund í gær þar sem Jacobsen hélt ræðu og fór ekki fögrum orðum um íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Jacobsen sagði gjaldeyrishöftin valda Össuri mestum vandræðum, en félagið hefði séð vegferðina inn í ESB vera góða leið til að komast undan þeim. Hann sagðist vera mjög sorgmæddur að heyra að ríkisstjórnin ætli núna að slíta viðræðunum, án þess að vera með nokkurt plan um hvernig létta ætti höftunum. „Sem alþjóðlegt fyrirtæki er ómögulegt að vera í rekstri með viðvarandi gjaldeyrishöftum og sérstaklega þar sem við störfum með undanþágum sem hægt er að afnema hvenær sem er. Fyrir fyrirtæki sem starfa á heimsmarkaði er aðgangur að alþjóðlegum gjaldeyri og fyrirsjáanleiki í viðskipta- og lagaumhverfinu mjög mikilvægt.“Jón Sigurðsson, forstjóri, bætir við að þrátt fyrir að höftunum yrði aflétt ættu viðskipti sér aðeins stað í krónum á Íslandi. „Krónan er ekki mynt sem er hægt að eiga viðskipti með neins staðar annars staðar, jafnvel þótt höftunum yrði aflétt,“ segir Jón. Jacobsen segir Ísland verða af talsverðum tekjum af því að Össur sé með öll sín fjármál í gegnum erlend dótturfélög. „Við gætum verið að fá lán frá íslenskum bönkum og tekið frekari þátt í íslenskum efnahag. Í dag rekum við höfuðstöðvarnar og erum með verulegan starfsmannafjölda hér en það er eina framlagið sem við getum skilað til landsins eins og staðan er í dag,“ segir Jacobsen og bætir við: „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/GVABjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði vísbendingar sem stjórnvöld fái innan úr efnahagslífinu vera í hina áttina. „Fjárfesting er að vaxa, atvinnuleysi er að minnka, hér er meiri hagvöxtur en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. Það er hins vegar alveg rétt að á meðan hér eru gjaldeyrishöft þá eru þau svona eins og skuggi yfir efnahagslífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að það náist áfangi á næstu misserum til þess að aflétta þeim,“ sagði Bjarni. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Það er ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er nokkurn veginn ekki til,“ sagði Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar í samtali við Fréttablaðið. Össur hélt aðalfund í gær þar sem Jacobsen hélt ræðu og fór ekki fögrum orðum um íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. Jacobsen sagði gjaldeyrishöftin valda Össuri mestum vandræðum, en félagið hefði séð vegferðina inn í ESB vera góða leið til að komast undan þeim. Hann sagðist vera mjög sorgmæddur að heyra að ríkisstjórnin ætli núna að slíta viðræðunum, án þess að vera með nokkurt plan um hvernig létta ætti höftunum. „Sem alþjóðlegt fyrirtæki er ómögulegt að vera í rekstri með viðvarandi gjaldeyrishöftum og sérstaklega þar sem við störfum með undanþágum sem hægt er að afnema hvenær sem er. Fyrir fyrirtæki sem starfa á heimsmarkaði er aðgangur að alþjóðlegum gjaldeyri og fyrirsjáanleiki í viðskipta- og lagaumhverfinu mjög mikilvægt.“Jón Sigurðsson, forstjóri, bætir við að þrátt fyrir að höftunum yrði aflétt ættu viðskipti sér aðeins stað í krónum á Íslandi. „Krónan er ekki mynt sem er hægt að eiga viðskipti með neins staðar annars staðar, jafnvel þótt höftunum yrði aflétt,“ segir Jón. Jacobsen segir Ísland verða af talsverðum tekjum af því að Össur sé með öll sín fjármál í gegnum erlend dótturfélög. „Við gætum verið að fá lán frá íslenskum bönkum og tekið frekari þátt í íslenskum efnahag. Í dag rekum við höfuðstöðvarnar og erum með verulegan starfsmannafjölda hér en það er eina framlagið sem við getum skilað til landsins eins og staðan er í dag,“ segir Jacobsen og bætir við: „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/GVABjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði vísbendingar sem stjórnvöld fái innan úr efnahagslífinu vera í hina áttina. „Fjárfesting er að vaxa, atvinnuleysi er að minnka, hér er meiri hagvöxtur en annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu. Það er hins vegar alveg rétt að á meðan hér eru gjaldeyrishöft þá eru þau svona eins og skuggi yfir efnahagslífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að það náist áfangi á næstu misserum til þess að aflétta þeim,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira